Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 14

Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 14
Eftvarft Ingólfs-son er sjálfsagt þekktastur fyrir skrif sín fyrir börn og unglinga en hann hefur líka verift iftinn viö að skrásetja æviminningar. Eðvarð var nítján ára gamall þegar hann skrifaði sína fyrstu bók, Gegnum bernskumúrinn. Núna fjórtán árum síðar eru bækurnar eftir hann orðnar fimmtán; sú fimmtánda kemur út fyrir þessi jól og Eðvarð er í þetta skiptið í hlutverki skrásetjara æviminninga leikarans ástsæla, Róberts Amfinnssonar. Fimmtán bækur á tiórtán árum -hefur rithöfundurinn Eðvarð Ingólfsson sent frá sér. Þetta eru óhemju afköst hjá þér Eðvarð, hvernig ferðu að þessu? „Það má kalla þetta ólæknandi sjúkdóm. Það hefur yfirleitt verið þannig, að þegar ég hef skilað af mér bókum á haustin.þá hef ég heitið sjálfum mér því að taka mér tveggja til þriggja ára frí frá bókaskriftum. En það bregst ekki að þegar ég hef hvílt mig á skrifum í einn til tvo mánuði fer þessi baktería að grassera í mér aftur. Og þá fer ég að hugsa um hvað ég geti nú tekið fyrir næsta sumar.” Ertu nokkuð hxttur að skrifa fyrir unglingana? „Nei, það erfitt að segja að ég sé hættur. Maður er einu sinni með þessa bakteríu í sér og ætli ég segi ekki frekar að ég hafi gert hlé á þessu. Það var nú eiginlega tilviljun á sínum tíma að ég fór að skrifa unglingabækur. Ég ætlaði bara að skrifa eina, kannski tvær, en fyrsta bókin fékk góðar viðtökur og það kveikt í mér og hvatti mig til að halda áfram. Og nú eru þær orðnar átta unglingabækurnar sem ég hef ritað.” Svo fórstu að skrifa œvisögur líka. „Já, ástæðan fyrir því að ég fór að skrifa ævisögur er sú að ég vildi útvíkka mig sem rithöfund. Sumir halda að það sé ekki neitt mál að skrifa ævisögur en samkvæmt minni reynslu er það margfalt erfiðara en að skrifa unglingasögu. Maður er sjálfs síns herra í eigin sögu en þegar maður er að skrifa ævisögu er maður að vinna með annarri manneskju sem þarf að taka mjög mikið tillit til. Það eru svo margir flóknir þræðir í sambandi skrásetjara og viðmælanda að það er eiginlega ekki hægt að lýsa þeim öllum.” Nú hefur það gerst að skrásetjari og sá sem fjallað er um hafa farið í hár saman. Er ekki alltaf haetta á því í svona náinni samvinnu? ,,Það hefur vissulega gerst og jafnvel málaferli. í svona vinnu er návígið geysilega mikið og maður fær persónuna bókstaflega á heilann. Ég hef sökkt mér svo djúpt í þessa vinnu að á meðan henni stendur þá sofna ég nánast með þessa menn efst í huganum og vakna með þá efst í huganum á morgnana, og stundum dreymir mig þá jafn vel á nóttunni. En það fór ákaflega vel á með okkur Róbert allan tímann, og við erum ágætis vinir eftir þetta.” Siðameistarinn <*ituu* Cnt ^etteöthtesutt svarar fáeinum spurningum sem varða praktíska mannasiði likami OG SAL Maður undir áhrifum áfengis sýnir konu áberandi ókurteisi í fjölmennu samkvæmi. Hvað á hún að gera næst þegar þau hittast? Hún á aö segja:,, Mikið skemmti ég mér síðast, það væri gaman að endurtaka þetta fljótlega.” Hvað á sá að gera sem fer í leikhús og lendir í sæti við hliðina á einhverjum sem sefur hrjótandi undir sýningunni? Þetta hlýtur að vera þrautleiðinlegt leikrit svo ætli það sé ekki best að fara að ráðum hans og sofna sjálfur. Hvernig er hægt að gefa þaulsetnum gestum til kynna að maður vilji fara að sofa án þess að móðga þá? Maður biður þá vinsamlegast að læsa á eftir sér og fer svo að sofa. Ég geri það að minnsta kosti. Þegar vinafólk kemur í heimsókn með barnið sitt og það mylur kexið sitt á gólfteppið og krumpar blaðsíðurnar í bókinni sem það fær lánað án þess að foreldrarnir geri nokkuð. Hvað á maður að gera? Auðvitaö á maður að haga sér sjálfur eins og barnið, mylja kexið ofan í gólfteppið heima hjá sér og krumpa blaðsíðurnar í uppáhalds fornbókmenntunum sínum. Síðan er hægt að spyrja foreldrana hvort þeir vilji ekki líka taka þátt í þessu svo barninu leiðist örugglega ekki. Stundum gerist það að maður hittir fólk og skynjar að það man ekki hvaðan það á að þekkja mann og hvað maður heitir? Þá segir maður:„Manstu ekki að við vorum í skátunum saman, við stálumst í sveitasjóðinn til þess að kaupa sígarettur. Þá var ég kallaður Böddi.” Sumt fólk á það til að standa alveg upp við mann, og jafnvel grípa í mann, þegar maður er að tala við það. Þetta er sérstaklega óþægilegt þegar fólk sem maður þekkir sáralítið lætur svona. Hvað er til ráða? Það eina sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að haga sér alveg eins og sá sem lætur svona við mann. Og ganga jafnvel lengra. Strjúka hinum, laga fötin hans, og pikka í hann til að leggja áherslu á það sem maður segir. Það bregst ekki að þá hörfar hinn í burtu. Þegar maður er ávarpaður „vinur” eða „eiskan” mín af einhverjum sem maður er ekki í neinu sérstöku vinfengi við, hvernig á að svara þvílíkum ávörpum? Þetta er gjörsamlega óþoiandi. Maður á ekki að svara svona ávörpum með því að segja:„Ég er ekki vinur þinn eða elskan þín.” Þetta er einfaldlega ekki svara vert. Maður er staddur í lyftu ásamt fjórum ókunnugum og verður það á að leysa vind. Á hann að afsaka sig kurteisislega, líta ásökunaraugum á þann sem stendur við hliðina á honum, eða ...? Það er núorðið álitið að það sé óæskilegt að prumpa, en vissulega verður maður að prumpa öðru hverju. Ef þeir sem eru staddir náiægt þegar það gerist skynja ekki að það var óhjákvæmilegur atburður að prumpiö kom, er lítið hægt að afsaka það. En auðvitað æskilegast að menn haldi prumpinu sínu útaf fyrir sig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.