Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 35

Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 35
6LÆPH & EITIJULYF Sakamál síðustu missera hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að alvarlegum afbrotum hefur fjölgað verulega, bein- línis vegna neyslu og sölu á fíkniefnum. Flestir stærstu glæpir síðustu örfárra ára hafa verið framdir af ein- staklingum undir áhrifum fikniefna. Sumir þeirra hafa framið manndráp til að ná sér í peninga, aðframkomnir af þörf fyrir meiri efni, einn hefur banað manni undir áhrifum amfetamíns og fleiri mjög alvarlega glæpi og líkamsmeiðingar má auk fikniefnaneyslu einnig rekja til neyslu á hormóna- og steralyfjum. Þessi staðreynd var ekki til staðar að nærri því eins miklu rnarki fyrir einum til tveimur áratugum. En hún er það núna og það eru engin teikn á lofti um að þessari þróun sé að linna. Sem stendur er ekkert útlit fyrir að lögreglu takist að stemma stigu við innflutningi á fíkniefnum, hvað þá neyslu. Til að bæta gráu ofan á svart á þessa þróun hafa líkamsmeiðingar tekið á sig mun heiftarlegri mynd en áður, til dæmis þegar höfð er hliðsjón af ungu fólki sem jafnvel í hópi sparkar í liggjandi fórnarlamb, eða ræðst á og rænir í þágu mjög takmarkaðra hagsmuna. Svona atvik voru fáheyrð fyrir nokkrum árum en eru nú á hvers manns vitorði. Manndrápið og ránið á bensínstöð Esso árið 1990, manndrápið í ágúst síðastliðnum á Snorrabraut, svokallað „stóra kókaínmál" þegar lögreglumenn slösuðust á síðasta ári, skotárás á mann af stuttu færi í húsi við Mávahlíð og tilraun til manndráps í Hafnarfirði á síðasta ári, eru mál sem öll má tengja við fíkniefnaneyslu gerendanna. Það síðasttalda má meira að segja tengja hormóna- og steraneyslu. Þetta eru mörg stórafbrot í litlu þjóðfélagi á tiltölulega stuttum tíma. En þetta eru ekki nærri því öll sakamál síðustu missera, þar sem hægt er að tengja ofbeldisfólkið við eiturlyfjaneyslu. Þau eru miklu fleiri. Frömdu manndráp, aöframkomnir af fíkniefnaþörf Sennilega er engan stórglæp síðari ára hægt að tengja fíkniefnaneyslu með eins afgerandi hætti og manndrápið í Stóragerði, sem var framið um það leyti sem Reykvíkingar voru að fara til vinnu að morgni 25. apríl 1990. Þar voru tveir gjörsamlega forfallnir fíkniefnaneytendur að verki. Ódæðismennirnir ákváðu að ræna stöðvarstjóra bensínstöðvar Esso við Stóragerði um það leyti sem hann var einn á staðnum, klukkan rúmlega sjö að morgni, enda hafði hann umsjón með peningaskáp stöðvarinnar. Mennirnir voru svo aðframkomnir af neyslu og í svo mikilli þörf fyrir að fjármagna áframhaldandi inntökur af eiturlyfjum að þeir settu það ekki fyrir sig að stöðvarstjórinn var vel kunnugur öðrum þeirra, Snorra Snorrasyni, sem hafði sjálfur unnið á stöðinni og þekkti því staðhætti vel. Ætlunin var að „rota” stöðvarstjórann eða fá hann með góðu eða illu til að afhenda peningana. Hugarfari Snorra og Guðmundar Helga Svavarssonar sem framdi verknaðinn með honum er best lýst með orðum sem Snorri lét falla þegar hann var yfirheyrður: „Eftir ránið ætlaði Guðmundur norður í land en ég ætlaði að láta mig hverfa. Ég gerði mér grein fyrir því að við yrðum teknir. Mér var eiginlega alveg sama,” sagði Snorri. Félagarnir lögðu á ráðin daginn fyrir ránsmorðið og aðfaranótt þess dags sem það var framið. Þeir voru svo forhertir við skipulag ránsins að þeir ákváðu að heilsa upp á velviljaðan stöðvarstjórann, vinna hjá honum traust og hugsanlega samúð, en bregðast því síðan með því að leggja til hans með melspíru í höfuðið á meðan annar talaði við hann en hinn stæði á bak við hann með vopnið. Síðan átti að taka til hendinni við peningana þegar búið var að rota fórnarlambið. Síðan ætluðu þeir að flýja af vettvangi með ránsfenginn - meðvitaðir um að þegar hinn rændi rankaði við sér myndi hann vita hverjir þeir voru. En það fór á aðra leið. Það kom á daginn að velviljaður stöðvarstjórinn bauð aðkomumönn- unum upp á kaffi þegar þeir mættu á staðinn og hóf þegar að hella uppá fyrir þá. Hann sýndi þeim vinsemd enda hefur hann örugglega gert sér grein fyrir því, af útliti þeirra að dæma, hve illa þeir voru farnir af fíkniefnaneyslu. Heimsmynd Desember 3 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.