Heimsmynd - 01.12.1993, Side 38

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 38
meðferð. Engu að síður var sá félags- skapur sem þetta fólk var í með þeim hætti að fíkniefni voru stór hluti tilveru þess. Þórður var að leita að unnustunni hið örlagaríka kvöld þegar atburðurinn á Snorrabraut átti sér stað. Stuttu áður kom hann við á veitingahúsinu Keisaranum þangað sem fíkniefna- neytendur venja gjarnan komur sínar. Þar fékk hann upplýst, hjá neytanda, að unnustan væri heima hjá Ragnari. Við þetta blossaði upp bál í huga Þórðar sem var þá þegar búinn að innbyrða stóra áfengis- og fíkniefnaskammta. Hann sagði sjálfur þannig frá, að þegar hann sá unnustuna og Ragnar í íbúðinni að Snorrabraut stuttu síðar hefði snöggfokið í hann. Dómgreindin var þó ekki í meira jafnvægi en svo að hann spennti upp hníf sinn strax fyrir utan húsið. Við svo búið ruddist hann inn með því að sparka upp hurð og lagði hnífnum til Ragnars heitins. Unnustan hélt því frarn að hann hefði einnig lagt til hennar á eftir. Þórður hélt síðan á braut og lét þau orð falla við unnustuna fyrrverandi, að hún ætti svo ekki að segja að hann elskaði hana ekki. Þó að ekki sé hægt að segja að eiturlyf hafi verið orsök manndrápsins við Snorrabraut, er alveg klárt að þau áttu stóran hlut að máli í þessu tilfelli. Skapgerðarbrestir einstaklings í af- brýðisemiskasti eru örugglega ekki eins víðsjárverðir, ef hlutaðeigandi er ekki búinn að vera í langvarandi fíkni- efnaneyslu með örvandi eiturlyfjum. Kókaínrok og ofbeldi sem hrelldi tugi einstaklinga Fíkniefnaduftið hreinlega þyrlaðist um nasir manna og farangursgeymslur bíla, þegar atburðarásin í stóra kókaínmálinu var um það bil að taka enda með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir fjölda reykvískra einstaklinga í ágúst 1992. í þessu máli hlaut lögreglumaður mjög alvarlega og varanlega líkamsáverka, annar lögreglumaður sem var með honurn í bíl hlaut veruleg meiðsl og þriðji lögreglumaðurinn var stunginn með skærum en hlaut þó ekki alvarleg meiðsl. Sakborningurinn, Steinn Árrnann Stefánsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Þetta mál hefur haft rnjög mikil áhrif á lögreglumennina jafnt sem aðstand- endur þeirra og reyndar Steins Ármanns einnig, auk þess sem einkalíf svonefnd- rar tálbeitu lögreglunnar í málinu, Jóhanns Jónasar Ingólfssonar, hefur verið mjög til umræðu. Þetta mál var stærsta sakamál síðastliðins árs. Þar var í raun sama hvar drepið var niður fæti, alls staðar komu fíkniefni við sögu. Steinn Ármann var undir verulegum áhrifum kókaíns þegar fíkniefna- lögreglan elti hann upp í Mosfellsbæ á allt að 160 kílómetra hraða. Steinn var með 1,2 kíló af hinu hvíta og örvandi fíkniefni í bílnum þegar bíll hans lenti á lögreglubíl. Stuttu áður, sama dag, sátu hann og Jóhann Jónas inni í bíl þess síðarnefnda og lögðu á ráðin um söluna á kókaíninu. Við það tækifæri, og reyndar mýmörg fleiri í þessu máli, sogaði Steinn hvítt duftið upp í nefið á sér. Þetta heyrðu lögreglumenn þegar þeir hlustuðu með tækjum sínum á það sem fram fór á milli mannanna í bílnum. Tálbeitan fékk sér líka í nös. Þetta var tálbeita lögreglunnar. Þegar framan- greindri eftirför lauk stóð lögreglubíll í ljósum logum og einum lögreglumanni var vart hugað líf. Þessi atburðarás hefði þótt heldur ótrúleg á áttunda og níunda áratugnum hér á landi. Þetta er hins vegar staðreynd í dag. Sakamaður með á annað kíló af fíkniefnum í fórum sínum neytir örvandi efna með manni sem í raun er að vinna fyrir lögregluna, skömmu áður en sá fyrrnefndi verður að miklu leyti einn valdur að því að limlesta tvo lögreglumenn og ráðast síðan á þann þriðja með því að leggja til hans með skærum. Það sem varð síðastnefnda lögreglumanninum til happs var að hann var í þykkum leðurjakka með minnisbók innanklæða þar sem lagið kom. Sókn í fí k o ie fn agróóa hefur áhrif á flesta íslendinga Fíkniefnaneysla og sala á þeirn var meginorsökin fyrir því að svona illa fór í þessu afdrifaríka og sögulega sakamáli sem stóra kókaínmálið óneitanlega er. Vissulega hafa ýmsir kennt lögreglunni sjálfri um afleiðingarnar sem urðu eftir að skyggja tók að kveldi 17. ágúst 1992. Hún hefði ekki átt að elta mann á bíl í þessu ástandi á slíkum ofsahraða, hún hefði ekki átt að koma sölu á kókaíni í kring með aðstoð sakamanns og fleiri ástæður hafa verið nefndar. í því sambandi standa þó þær staðreyndir eftir sem enginn getur hnekkt. Æðsti dómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð lögreglu hefðu verið innan eðlilegra marka með hliðsjón af sönnunarfærslu og síðast en ekki síst - ríkissaksóknari sem fer með ákæruvald í landinu komst að þeirri D e s niðurstöðu að ekki hefði verið um neina refsiábyrgð að ræða hjá lögreglunni. Það var því aldrei neinn lögreglumaður ákærður. Því reyndi aldrei á slíkt fyrir dómstólum. Eftir stendur að eitt sögulegasta sakamál síðari ára varð til vegna innflutnings á fíkniefnum - gróða- sjónarmiði sem heltekur hundruð íslendinga þegar þessi orð eru rituð. Þetta gróðasjónarmið hefur hins vegar áhrif á flesta íbúa landsins þegar grannt er skoðað. Þegar sölumenn eitursins halda sig í nálægð grunnskólanna til að markaðssetja efnin sín er von að við þurfum að líta okkur nær. Þetta eru staðreyndir dagsins í dag. Orsök lífshættulegrar hnífstungu talin steraneysla Einn þáttur í lyfjaneyslu, þó fíkni- efnaneysla hafi ekki beinlínis verið nefnd í sama vetfangi, er neysla á stera- og hormónalyfjum. í mjög alvarlegu ofbeldismáli, þar sem maður var dæmdur fyrir tilraun til manndráps, var um að ræða forfallinn neytanda slíkra efna. Þetta er enn eitt stórsakamálið þar sem ein orsökin er talin vera neysla einhverra efna eða lyfja. Þann 3. apríl á síðasta ári sátu þrír menn að drykkju í húsi við Smyrlahraun í Hafnarfirði. Þeir voru orðnir verulega ölvaðir þegar einn þeirra fór fram í eldhús og sótti eldhúshníf. Síðan skipti engum togum, hann gekk að gestgjafanum sem sat inni í stofu og lagði til hans. Hnífurinn gekk minnst 16 cm inn í brjósthol fórnar- lambsins. Gerandinn flúði af vettvangi en hann tilkynnti þó sjálfur um verk- naðinn. Húsráðandinn særðist lífs- hættulega og lá í margar vikur á sjúkrahúsi eftir árásina Hann náði sér síðar nokkuð vel miðað við aðstæður. En það var ekki árásarmanninum að þakka að svo vel fór. Hann var ákærður og síðar dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Stóra spurningin í þessu einkennilega máli var hins vegar: „hvað gekk manninum til”? Þegar málið fór sína leið í dómskerfinu gat maðurinn ekki skýrt út hvaða hvatir hefðu legið að baki verknaðinum. Á hinn bóginn vildi hann að gefnu tilefni koma því á framfæri að hann hefði sprautað sig með hormóna- og stera- lyfjum - “testavion” og “primabola” - um fjögurra ára skeið. Þetta gerði maðurinn í þeim tilgangi að hraða fyrir vöðvavexti í tengslum við líkamsrækt. Varðandi árásina og hnífstunguna sagði maðurinn, að eftir að hann hóf að sprauta lyfjunum í sig hefði honum hætt til að missa e m b e r 3 8 Heimsmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.