Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 41
Leita fangar til trúarinnar í aðstæðum sínum? „Það er misjafnt eins og mennirnir eru margir. Kannski leita allir fangar á náðir trúarinnar einhvern tíma í fangavist sinni. Og það væri gott. En þeir eru eins og flestir íslendingar, fremur dulir þegar kemur að trúmálum, þó er það auðvitað misjafnt. Sumir eru mjög trúaðir og aðrir fullir efa - enn aðrir heiðingjar. En af sjálfu leiðir, að þegar prestur kemur til að ræða við mann og kannski í mörg skipti og jafnvel í nokkur ár, þá ber trúmál á góma. Ég afhendi þeim bækling, sem Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar gaf út, þar sem farið er fáeinum orðum um aðstæður þeirra og rætt um trúna, hvatt til að lesa Biblíuna og biðja. í öllum fangaklefum á skilyrðislaust að vera eintak af Nýja testamentinu. Þá er í undirbúningi útgáfa á bænabók handa föngum. Ég spyr fanga stundum að því hvort þeir séu trúaðir, spyr stundum hver hafi fermt þá. Fermingin er þeim ofarlega í minni enda eru þeir margir ungir að árum. Hvað sem sagt verður um gildi fermingarinnar, þá hefur mér sýnst hún vera ofarlega í huga þeirra - hún getur oft verið upphaf umræðu um trúmál - þeir spyrja kannski um eitthvert atriði, sem þeir minnast frá fermingunni." Fordómar ígarð fanga? „Já, auðvitað og skiljanlega, því þeir fylgja mannskepnunni. Refsifangar hafa auðvitað gengið gegn lögum samfélagsins, og fá á baukinn fyrir það. Samfélagið hefur kosið þessa leið sér til varnar. Fordómar verða sennilega aldrei upprættir en það má ekki gefast upp fyrir þeim. Það verður að vinna gegn þeim af alefli því þeir rífa menn niður og myrkva allan skilning á högum fanga og aðstæðum öllum.'1 Nú heyrist stundum talað um samfélagsþjónustu. „Hún hefur verið reynd í Bretlandi og í Danmörku og gefist allvel. Menn hafa sagt sem svo að fangavist í nútímasamfélagi sé meiri refsing heldur en í þjóðfélagsgerð fyrri tíma. Menn missi af meiru eins og sagt er, sem nú sitji í fangelsi heldur en menn fyrr á tímum. Eins hafa menn bent á rannsóknir sem sýni fram á skaðleg áhrif fangelsis- vistar og að hún ýti stundum undir afbrota- fýsn. Samfélagsþjónustunni er ætlað að koma í stað styttri refsivistardóma og þá óskilorðsbundinna. Afbrotamaðurinn fer þá ekki í fangelsi heldur er hann skyldaður til að vinna launalaust ákveðinn tíma og þá í frítíma sínum að vissum verkefnum sem gagnast eiga samfélaginu. Og með því þarf vissulega að hafa eftirlit. En skilyrði fyrir samfélagsþjónustu er að næg vinna sé fyrir hendi og að hún henti. Samfélagsþjónustan má ekki verða til þess að atvinnuleysi aukist. Þess vegna þarf að finna störf sem menn hafa almennt ekki tekið laun fyrir og þá er einkum horft til vinnu sem áður hefur D e s e m verið sjálfboðaliðavinna eins og fyrir líknarfélög, íþróttafélög, og hugsanlega einhverjar opinberar stofnanir. Þetta þurfa að vera einföld störf sem allir geti gengið að fyrirhafnarlítið. Frumvarp til laga um þetta hefur verið lagt fram en ekki enn afgreitt. Það verður vonandi bætt úr því sem fyrst. En hvernig er ástand fangelsa landsins? „Það er nokkuð misjafnt svo ekki sé meira sagt, og sennilega er öllum sem um þessi mál fjalla það Ijóst. Ástand þeirra var rakið í stuttu máli í skýrslu fangelsismálanefndar til dómsmálaráðherra í júní. Svo byrjað sé á elsta fangelsinu, Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, eða „Níunni," eins og það er stundum kallað. Nefndin taldi ekkert mæla með því að það yrði áfram nýtt sem fangelsi. Og það eru nokkuð ákveðin orð. Öllum sem þangað koma inn verður það líka Ijóst. Fangarnir hafa enga setustofu, enga aðstöðu til vinnu né líkamsræktar. Þar er heldur engin aðstaða til náms. í fangelsisgarðinum geta fangar reyndar farið í fótbolta og körfubolta þegar viðrar til þess. Þeir þurfa að matast inni á klefum sínum og það er fráleitt tii fyrirmyndar og í klefum sínum taka þeir á móti heimsóknargestum. Vegna þessa ástands hefur verið reynt að vista menn í sem skemmstan tíma í Hegningarhúsinu - þeir fara þaðan yfirleitt annað til afplánunar. En hús þetta er sögulegt á sinn hátt og það er eflaust friðað, en stórátak þarf til að bjarga því segja fróðir menn. Um Síðumúlafangelsið þarf ekki að hafa mörg orð. Fangelsis- málanefndin lagði til að það yrði lagt niður og skyldi engan undra. Þar er loftræsting með versta móti og klefar sem standast ekki heilbrigðiskröfur; þar eru menn hafðir í sumum tilvikum svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir í einangrun. Aðstaða starfsmanna þar er líka bágborin. Fang- elsið í Kópavogi er að mörgu leyti til fyrirmyndar en þar vantar vinnu fyrir fangana. Fangelsismálanefndin lagði til að því yrði alfarið breytt í opið fangelsi og væri það stórt skref fram á við. Nú, Litla-Hraun, er eins og allir vita fjölmennasta fangelsið og þar þyrfti margt að lagfæra. Undanfarin ár hefur verið starfrækt þar deild, sem telur nú tólf fanga og eru þeir oft kallaðir fyrirmyndarfangar og deildin fyrirmynda- deild eða þá lávarðadeild. Þeir er þess þurfa vinna þá í fullri alvöru að sínum málum og eru staðráðnir í að standa sig þegar út í lífið kemur. Þessi deild ætti að virka hvetjandi á aðra fanga svo þeir keppi eftir því að fá þar inni en vel mætti taka aðra slíka í notkun ef aðstæður leyfðu og verður vonandi, þar sem stendur til að byggja nýtt fangelsi á Litla- Hrauni sem tekur 45 fanga. Það verður deildaskipt og verða klefarnir tíu fermetrar að stærð, með snyrtingu og sturtu. Tvær byggingar eru þar fyrirhugaðar, annars vegar vistrými fyrir fangana og hins vegar íþróttahús og bygging fyrir léttan iðnað. Annars þarf meiri vinnu og fjölbreytilegri handa mann- skapnum á Litla-Hrauni sem og lengri vinnudag, en hann er um þrjár til fjórar klukkustundir á dag. Þá þyrfti líka að koma til meðferð, bæði vímuefnameðferð og eins meðferð fyrir kynferðisafbrotamenn. Fangelsið á Kvíabryggju hefur nokkra sérstöðu, þar sem menn eru mun frjálsari þar en í hinum fangelsunum. Þar er líka oftast meiri vinnu að fá við beitningar, fella net og setja upp, og smáheyskap að sumri til. En þar þarf að bæta húsakynni verulega. Á Kvíabryggju dvelja um tólf menn hverju sinni, yfirleitt ungir menn eftir fyrsta afbrot. Því miður er námsaðstaða þar engin og þyrfti úr því að bæta. Þá skal síðast nefnt fangelsið á Akureyri en þar er rými fyrir sjö fanga og þangað eru menn sendir til afplánunar fyrir styttri dóma. Fangelsis- málanefndin lagði til að það yrði lagt niður. Þar er engin aðstaða til vinnu og lítil til tómstundaiðkunar. En fangelsin kosta peninga eins og annað í þjóðfélaginu og þá vaknar strax sú spurning: Hvað er velferðarsamfélagið tilbúið til að leggja til þessara mála svo að það rísi undir nafni?“ Finnst fólki almennt ekki fangelsin fullgóð? „Auðvitað eru margir þeirrar skoðunar og kannski helst þeir sem aldrei hafa inn í þau komið. Sumir fangar búa við góðan að- búnað að mörgu leyti þó alltaf megi betur gera eins og hvað vinnu snertir og nám. Flestir eru á einu máli um það að fangelsisvist brjóti menn niður í ýmsu tilliti. Ég held að ekkert samfélag sem kennir sig við velferð og mannúð vilji reka stofnanir sem brjóta menn niður, og oft á tíðum þá sem þurfa kannski fremur en flestir aðrir á uppbyggingu að halda. Þess vegna verður með einhverju móti að vinna meira gegn niðurbrjótandi áhrifum fangavistarinnar. Það hlýtur að vera akkur samfélags að fangar búi við almenna velferð - það er enginn að tala um munað eða hóglífi - heldur rýmkun á útivistartíma í sumum fangelsanna - úr einni klukkustund upp í þrjár til fjórar stundir, eftir aðstæðum hverju sinni. Fangelsi eiga ekki að vera geymslur heldur stofnanir með heimilisbrag þar sem mál hvers og eins er skoðað, honum ráðlagt eftir því sem við á, hvernig best sé að nýta tímann; honum boðin meðferð við sitt hæfi ef því er að skipta og í sumum tilvikum jafnvel skikkaður til að sæta meðferð svo hann verði betur í stakk búinn til að ganga út í hið frjálsa samfélag, Það kostar sitt að reka fangelsi og það hlýtur að vera Ijóst að því betur sem fanginn er búinn undir það að ganga út að afplánun lokinni þess meiri er hagur samfélagsins að hann komi ekki aftur í fangelsi. Að ekki sé talað um hag fangans sjálfs og líf hans, hamingjusamt líf. Það hlýtur að verða að stefna að því að fanga takist að afplánun lokinni, að lifa eðlilegu og farsælu lífi. En til þess þarf oftast hjálp - bæði innan fangelsis og utan.“ ■ Heimsmynd 4 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.