Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 42

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 42
utrymin Tningar hæctu Hvað í ósköpunum eiga flugfreyjur, heiðarlegir stjórnmálamenn, mógúlar í veitingabransanum og frjálsíþróttamenn sameiginlegt? Jú, allt eru þetta tegundir í útrýmingarhættu, vill Jón Kaldal meina. Risaeðlurnar dóu út fyrir sextíu og níu miljón árum, síðustu geirfuglarnir voru drepnir 3. júní 1844 í Eldey, austur í Kína eru Risa-Pandabirnir í mikilli útrýmingarhættu og á hverju ári deyja margar plöntutegundir af völdum sívaxandi mengunar. En það eru ekki einungis lífverur úr dýra- og plönturíkinu sem eru í útrýmingarhættu. Heilu starfsstéttirnar hafa horfið í þjóðfélagsumrótum liðinna ára. Iðnbyltingin ein á síðari hluta átjándu aldar þurrkaði til að mynda út fjölmargar stéttir og bjó til nýjar. Þannig tilheyra sumar tegundur manna nú aðeins glötuðum tíma. Hér á eftir fara fjórar manntegupdir sem allt bendir til að eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar á ísland næstu árin. flugfreyjur Enn þann dag í dag eimir eftir af þeim töfraljóma sem flugfreyjustarfið hafði yfir sér á frumdögum áætlunarflugs til útlanda. Áður fyrr var stoppað í nokkra daga í fjarlægum stórborgum og flugfreyjurnar komu með alls kyns framandi varning heim: Diorslæður, Toblerone, Nutella (súkkulaðiálegg ofan á brauð) snyrtivörur, og nýmóðins föt beint úr útlendum tískubúðum. Þær máttu kaupa áfengi í fríhöfninni á við ferðamenn og gátu bætt sér upp slök launakjör með því að selja eftirlíkingar af Louis Vuitton töskum, Rolex og Cartier úrum og alls kyns annað dót sem fékkst ekki hér. Og dagurinn þegar ferðamönnum (og þar af leiðandi flugfreyjum líka) var leyft að taka bjór til landsins var stór dagur fyrir flugfreyjur. Þær gátu boðið uppá bjór í veislum heima hjá sér og urðu fljótt jafn útsmognar og sjómennirnir í svartamarkaðsbraski með þessar veigar sem íslendingar komust annars ekki í tæri við nema í alltof miklum mæli á ferðum sínum út fyrir land- steinana. í dag er flugfreyjustarfið breytt. Stoppin í útlöndum eru oftast fáeinir klukkutímar, flugfreyjur mega aðeins kaupa mjög takmarkað magn af áfengi og öli í fríhöfninni, og svo fæst bjórinn í ríkinu, Toblerone í sjoppunum og margar tegundir af súkkulaðiáleggi úti í búð. Um leið og fólk áttar sig á því að flugfreyjur í dag eru ekkert annað en þjónar sem vinna við vondar aðstæður og með slæmt kaup er glansinn farinn af starfinu. Og það verður erfitt fyrir Flugleiðamenn að manna vélar sínar. íslenskir frjálsíþróttamenn Það er synd og skömm en íslenskar frjálsíþróttir hafa verið að deyja hægum dauða undanfarin ár. Ef ekki verður gripið til róttækra björgunaraðgerða tafarlaust þá verða frjálsar íþróttir á íslandi ekki annað en sérviskuhnoð örfárra einstaklinga 4 2 Desember Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.