Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 51
w
E;
Henni fylgir dulúð, um það er ekki deilt. Dulúð og
þokki, en einnig agi þess leikhúss og lífstíls, sem
nýir tímar hafa ýtt til hliðar. Hún er alin upp í
gömlu Iðnó við tjörnina frá blautu barnsbeini,
labbaði smástelpa með pabba sínum, Hallgrími
Bachmann, fyrsta Ijósameistara Islandssögunnar,
um gömlu Reykjavík og skoðaði fólk. Hún féll á
inntökuprófi inn í Þjóðleikhússkólann, óteljandi
óhörðnuðum leikaraefnum til
huggunnar, sem telja inn-
tökupróf í leiklistarskóla upphaf
og endi tilverunnar. Hún grét
mikið, en hún varð samt leik-
kona. í Iðnó lék hún bæði
Heddu Gabler og Höllu og hefur
verið líkt við þær báðar. Hún
flutti sig frá Leikfélagi Reykja-
víkur með eftirminnilegum
hætti ásamt manni sínum,
Helga Skúlasyni leikara upp í
Þjóðleikhús árið 1976 og hefur
verið þar síðan. Hún heitir
Helga Bachmann
og er hér í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur.
ig vona bara að mér verði ekki líkt
I við Carlottu, þriðju og síðustu konu
lO' Neill, sem ég er nú að æfa, því
ég er ennþá feimin við að taka mér í
munn óhroðann, sem hún lætur út úr sér
við skáldið."
Helga Bachmann fer ekki í persónuleg
viðtöl. Við sitjum nú samt á
Búmannsklukkunni í fyrsta vetrarbylnum.
"Mér finnst gaman að sitja á kaffihúsum,"
segir Helga og pantar sér kaffi og gróft
brauð. "Mamma var á undan sinni samtíð,
hún gaf okkur alltaf gróft brauð og
grænmeti. Það lærði hún í Danmörku. Ég
bý enn að þessum hollu heimilisvenjum.
En kaffið verður að vera sterkt."
Helga er alin upp á Óðinsgötunni, næst
yngst 5 systkina, dóttir Hallgríms og
Guðrúnar Bachmann, systur Guðmundar
Kamban. í dag býr Helga við
Suðurgötuna, en á afdrep á æskuslóðum
Helga, austur í Birtingaholti. Hún á fjögur
börn, dæturnar Þórdísi og Helgu Völu og
tvo syni Hallgrím og Skúla, en Hallgrímur
hefur einmitt þýtt óhroðann ofan í móður
sína, sem Helga vitnar til hér að ofan í
leikritinu "Seiður skugganna" um líf
skáldjöfursins Eugene O'Neill og síðustu
konu hans. Hallgrímur og Skúli hafa þó
ekki valið sér leiklistina eins og
foreldrarnir, "fóru aldrei í Herranótt, en
voru báðir ritstjórar skólablaðsins í MR,"
segir Helga og bætir við. "Það var þeirra
leið." Yngri dóttirin, Helga Vala, lifir fyrir
leiklistina.
Helga hefur alla tíð verið pólitísk, sat ung
að árum með alpahúfu í Miðgarði og
hlustaði á Gvend Jaka flytja eldheitar tölur
og beið eftir að verða sammála honum.
Það lét eitthvað á sér standa. Sjálf segist
hún vera hægri "sósíal-demókrat". Sonur
Helgu og Helga, Skúli, var í fyrsta sæti hjá
Röskvu í Háskólanum fyrir nokkrum árum.
H e i
y n d
m b e r