Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 75

Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 75
Hver man ekki eftir ógiftu afasystrunum eða ömmusystrunum. Pessum fullorðnu konum sem virtust lifa á einhverju öðru tilverustigi. Þessar öldnu yngismeyjar. Föðurafi minn átti þrjár systur, allar ógiftar. Mér fannst það svo skrýtið að ég spurði hann þegar hann lá á banabeðinu af hverju hann héldi að þær hefðu ekki gifst. Mig minnir að hann hafi svarað eitthvað á þá leið að ef til vill hafi þær litið svolítið stórt á sig. í gamla daga var nefni- lega gild ástæða fyrir því að giftast ekki. Ættingjar höfðu skýringar á takteinum. Ein hafði einhverntíma verið í tygjum við einn borðalagðan í Kaupmannahöfn. Aðrar lifðu undir ástarstjörnu sem skýldu næturský, hryggar allt sitt líf. Og þá má ekki láta þeirra ógetið sem virtust pluma sig ágætlega einar. í hugskoti margra eru minningar um slíkar konur, þessar með Betty Davis röddina (sem náttúrulega stafaði af reykingum), „Amma Lú er kölluð endurvinnslan. Mér fmnst tal af þessu tagi niðurlægjandi og endurspegla viðhorfið ígarð einhleypra." Salvör Nordal konur sem voru á kafi í hestamennsku eða fúnkeruðu eins og Reuters-fréttastofan í smækkaðri mynd. Og þær höfðu sumar sinn hátt á að gera sig ódauðlegar. Antíkmublurnar þeirra prýða gjarnan stofur bræðra- eða systradætrana. En það voru ekki fýsileg örlög að pipra. Gefðu mér tvö tópas svo ég pipri ekki segja krakkarnir og meina ekkert með því. Hverjum dettur það svo sem í hug fyrr en hinn kaldi veruleiki skellur á. Þessi ójöfnuður eykst nefnilega með árunum. Unglingsstelpur velta þessu ekki alvarlega fyrir sér. Auðvitað eru alltaf einhverjar hornrekur, einhverjar feimnar eða feitar, bólugrafnar eða brussulegar. En að þær séu að hafa áhyggjur af eiginmönnum hlýtur að vera af og frá. Við vorum einmitt að rifja það upp, ég og vinkona mín þegar við vorum að skoða inn í dúkkuhús sex ára dóttur minnar, hvað Ken og Barbie hafa breyst. Dóttir mín er nefnilega með gamla Ken og hann er alveg eins og skrifstofublók í laginu á meðan nýi Ken ku vera eins og Arnold Schwartsenegger. En gamli Ken er búinn að missa báða handleggina, hundurinn nagaði þá af og hún lætur sér fátt um finnast. Ken liggur þarna fáklæddur með tvo kringlótta plástra við axlirnar innan um sex til sjö útgáfur af Barbíum í alls konar múnderingum. Einn handleggjalaus Ken dugir. Og hún nennir ekki einu sinni að klæða hann. En það er ekki svona í lífinu. Við getum ekki búið í bleiku húsi sex til sjö konur í ballkjólum og bíkiníum með einn handleggjalausan mann. Við þurfum að vera pör: Ein kona og einn maður. Þetta eru væntingarnar sem maður leggur upp með. Endanlega hlutskiptið er að gifta sig og eignast börn. Þegar Salvör Nordal var lítil stelpa í hópi fimm systra segir hún að móðir þeirra, Dóra, hafi hvatt þær systur til að ganga menntaveginn um leið og hún brýndi fyrir þeim mikilvægi þess að eignast mann og börn. „Manni fannst einhvem veginn að maður ætti að fara í læknisfræði og eignast síðan fimm börn." En Salvör gerði hvorugt. Hún lagði stund á heimspeki, sinnti margvíslegum, skemmtilegum störfum, er nú framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins og býr í fallegri íbúð í Þingholtunum með útsýni yfir háskólalóðina og Hljómskálagarðinn þar sem fullorðnir spígspora með börnin sín. Og Salvör er ekkert að síta það hlutskipti að vera ein. Henni finnst það hins vegar „drepfúlt!" í þeim hjónaklúbbi eins og reykvískt samfélag er í augum þeirra ein- hleypu og ekki ku það vera betra í plássunum úti á landi. Salvör Nordal er fulltrúi í hópi nýrrar stéttar kvenna sem eru með langan námsferil að baki og eru að hasla sér völl í atvinnulífinu á sama tíma og þær eru að leita þeirrar lífsfullnægju sem gott fjölskyldulíf býður upp á. Salvör, sem er 31 árs, er yngst þeirra kvenna sem HEIMSMYND ræddi við. En árin á milli þeirra skipta ekki sköpum. Reynslan er sú sama: vonbrigði yfir mannvalinu á íslandi og viss höfnunarkennd, að vera ekki meðtekin í samfélag hinna sígildu hjóna, með matarboðum, klúbbum og tilheyrandi. Ein þeirra glæsilegu kvenna sem tilheyra þessum hópi sagðist vera orðin örvæntingarfull yfir því að hennar biði það hlutskipti að vera ein. Hún kom rúmlega þrítug heim úr námi erlendis og var fljót að koma undir sig fótunum. „Það var kannski fyndið til þess að hugsa þá að maður ætti eftir að finna sér lífsförunaut en nú er ég hreinlega orðin uggandi. Ég er ekki þeirrar gerðar að fara út ein, fólkið á börunum er að meðaltali mun yngra en ég sjálf og vinafólkið er flest í hjónaböndum og hefur félagsskap af hvort öðru. Og hjón bjóða ekki einhleypum konum í heimsókn. Það er ætlast til þess að við „droppum inn.“ Þessi kona segist hafa verið orðin svo leið á því að eiga alltaf frumkvæðið að því að leita eftir félagsskap að hún hafi ákveðið að hætta að hringja í þetta gifta vinafólk sitt og nokkrir mánuðir hafi liðið án þess að það hafi hringt í hana eða gefið því gaum að hún hefði ekkert samband haft. „Svo gafst ég auðvitað upp því ég var orðin glorsoltin í félagsskap og ég hringdi. Þá brá svo við að þetta fólk húðskammaði mig fyrir að hafa ekki haft samband.“ Önnur einhleyp kona sem er að nálgast fertugt segir að lögmál parasamfélagsins séu svo allsráðandi hér, að það sé ekki einu sinni gert ráð fyrir því að einhleypt fólk þurfi að kaupa í matinn. „Pakkningarnar miðast alltaf við fjögurra manna fjölskyldu.“ Hálffertug kona sem hefur náð miklum árangri í starfi sínu var beðin að tjá sig um líf þeirra einhleypu og svaraði að bragði: Fjöldi fráskilins fólks sem skilið hefur lögskilnaði KONUR 30 til 34 ára: 794 35 til 39 ára: 1031 KARLAR 30 til 34 ára: 629 35 til 39 ára: 900 „Líf okkar sem göngum ekki út.!“ „Það er einstaklingsbundið hvernig einhleypu fólki líður. Ég þekki skuggalega margar einhleypar konur. Sjálf hika ég ekki við að drífa mig ein í bíó, í gönguferðir með Ferðafélaginu, á námskeið eða hvaðeina sem gefur lífinu gildi. Það er örugglega til fólk sem lítur á mann Heimsmynd Desember 7 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.