Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 77

Heimsmynd - 01.12.1993, Qupperneq 77
með vorkunnsemi en það er engin ástæða til þess ef maður er sjálfur sáttur við hlutskipti sitt. Þó eru margir þeirrar gerðar að geta ekki verið einir og bera sig ekki eftir björginni. " Engin þeirra kvenna sem hér koma við sögu hefur það á stefnuskrá sinni að vera ein. Þær sem ekki eiga barn geta hins vegar ekki hugsað sér að leggja upp með það að verða einstæðar mæður í þvi skyni að koma genum sínum á framfæri. Þó staðreyndir um tíðni hjónaskilnaða séu kunnar, þar sem annað eða þriðja hvert samband fer út um þúfur og enginn veit sína ævina fyrr en öll er, geta þessar konur ekki hugsað sér að eignast barn án þess að vera í sambandi eða hjónabandi. Þessu er ólíkt farið í Banda- ríkjunum þar sem stór hópur kvenna á framabraut hefur ekki eingöngu tekið upp á því að eignast börn upp á eigin spýtur, heldur einnig ættleitt börn, eins og kvikmyndastjarnan Michelle Pfeiffer er gott dæmi um. Staða einhleypra kvenna á Islandi segir margt um samfélagið og þá staðreynd að hér þrífst ekki borgarmenning. Ættarsam- félag og kunningjaþjóðfélag eru miklu nærtækari merkimiðar fyrir íslenskt samfélag. Hér er ekki auðvelt að bregða út af hinu viðtekna. Það hafa allir minnihlutahópar fengið að reyna. I Bandaríkjum átt- unda áratugarins varð til vísir af uppakúltúrnum sem er afsprengi lífstíls einhleypra í stór- borgum, ekki síst homma. Það var á þessum árum sem hommarnir fóru að koma út úr skápnum eftir kúgun Mac- Carthy-tímabilsins. Frægastur varð Andy Warhol og gengið í kringum hann, þotuliðið og þekktu fyrirsæturnar. Síðan kom hönnuðurinn Halston og í kjölfarið nýr tíðarandi og annar lífstíll. Barir fyrir einhleypa spruttu upp eins og gorkúlur, fólk kom og fór og hvarf i fjöldann, Diane Keaton í Looking for Mr. Goodbar og Jill Claybourgh i An Unmarried Woman, Diane Keaton í Annie Hall og Baby Boom. Svona lítur þetta út á hvíta tjaldinu. Einhleyp kona með glansandi hár í glæsilegri dragt með barn á handlegg, fílófax í töskunni og Sam Shephard bíður hinum megin við hornið. Að vera einhleyp í stórborg er nefnilega allt annar handleggur en að vera ein á báti í bænum við sundin blá. Þrjár konur sem HEIMSMYND ræddi við neituðu að vera á mynd á þeirri forsendu einni að þá myndu þær þekkjast þegar þær kæmu næst í Kjallarann. Hálf hallærisleg tilhugsun en svona er það nú samt. Annie Hall í vesti með bindi og kankvíst bros heillar Woody Allen upp úr skónum en íslenska Anna í biðröðinni fyrir utan Ömmu Lú sér hvorki stað né stund til að vera sjarmerandi. Hún reynir að halda reisn sinni innan um stympingar og háreysti. Salvör Nordal talar um menn sem „pota í mann inn á skemmtistöðum" um leið og þeir umla misdrukknir: DANSA? Flestar íslenskar konur kannast við þetta. Guðrún Magnús- dóttir, 39 ára bókmenntafræðingur, segir það reglu að drukknir karlmenn hiki aldrei við að angra konu á bar sé hún á tali við aðra konu en hiki ef hún er að ræða við karlmann. ,,Þeir koma og pota í mann eða biðja mann að setjast með sér einhvers staðar út í horn." Flestar þessar einhleypu konur hafa sömu sögu að segja um skemmtistaðina. Það er eins og þær þurfi að skammast sín að sækja þá. „Amma Lú er kölluð endur- vinnslan,“ segir Salvör Nordal og segir það endurspegla almenna afstöðu. „Eg hef aldrei komið á Ömmu Lú en mér finnst tal af þessu tagi niðurlægjandi og endurspegla viðhorfið í garð þeirra sem eru til dæmis fráskildir eða einir." Aðalheiður Jóhannsdóttir, 36 ára lögfræðingur í stjórnar- ráðinu, kvartar undan sérstöðu sinni sem einhleypri þegar kemur að samkvæmislífinu. „Eg þoli ekki að mæta í veislur til dæmis á vegum hins opinbera EIN! Það verður verra og verra með hverju árinu sem líður,“ segir hún. „Þegar ég mæti í veislur veit ég í orðsins eiginlegustu ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Karlahópurinn, til dæmis embættismennirnir í ráðuneytinu standa í einu horninu ásamt eiginkonum og í hinu horninu eru ritararnir. Því miður gætir oft einhverrar tortryggni hjá eigin- konum og maður veigrar sér við að fara inn í þann hóp. Svo langar mig heldur ekki að standa allt kvöldið innan um ritar- Fjöldi einhleypra kvenna 30 til 34 ára: 2293 35 til 39 ára: 2245 Fjöldi einhleypra karla 30 til 34 ára: 371 I 35 til 39 ára: 2579 ana, þar sem ég hef meiri áhuga á að ræða við þá sem eru að vinna að sömu málum og ég sjálf. En það er einmitt á þessum stundum sem mér finnst ég vera pipruð,“ segir hún. „Sitjandi borðhald er sérstaklega pínlegt og oft hefur mig langað til að dubba einhvern upp til að koma með mér.“ Það virðist frekar há konum opinberlega en körlum ef þær eru einar á báti. Konur sæta fordómum ef þær hegða sér öðruvísi en viðteknar væntingar gera ráð fyrir, með öðrum orðum ef þær hegða sér eins og karlar. Þær segja sumar að giftir menn séu margir áberandi lítið giftir þegar þeir séu komnir á skemmtistaðina. „Þeir eru margir mjög á lausu til skyndikynna,“ segir tæplega fertug kona sem stóð um skeið í sambandi við kvæntan mann. „Kannski er það þess vegna sem eiginkonur eru margar tortryggnar í garð kvenna sem eru á lausu,“ segir önnur. „Konur sitja ekki við sama borð,“ segir Aðalheiður. „Ef konu langar að kynnast karlmanni verður hún að passa að það líti vel út hvernig hún ber sig að.“ Salvör Nordal segist vera hörð á því að taka aldrei upp tólið og hringja í karlmann. „Eg er svo gamaldags að mér finnst að þeir eigi að taka fyrsta skrefið." Sammála eru þær allar um að mannvalið á íslandi sé ekki „ ... ég veit nákvæmlega hvar ég stend og hvað ég get. Eg get það sem ég vil." Aðalheiður Jónsdóttir Heimsmynd Desember 7 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.