Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 90
19 tillögur að áramótaheitum
1 Telja upp að tíu, þegar rifrildi virðist í aðsigi
2 Fara í heimsókn til tengdó
3 Drekka te í staðinn fyrir kaffi
4 Borða bara eitt prins póló á dag
5 Negla upp myndirnar í stofunni
6 Horfa minna á sjónvarp
7 Tala minna, hlusta meira
8 Vera bara í tveimur vinnum
9 Skilja bílinn eftir og ganga
10 Vera meira með makanum
I I Hætta að naga neglurnar
I 2 Hætta að reykja
I 3 Leika við börnin
14 Nota minna smjör
I 5 Hætta að drekka
I6 Kaupasundkort
I 7 Byrja í líkamsrækt
18 Taka til í bílskúrnum
19 Velja íslenskt
9
tfl yrkur
ill ánuður
Hvernig er hægt að þrauka af
mánuð þar sem sólin skín innan
við klukkustund á sólarhring,
hitinn er fyrir neðan frostmark og
það eru fjögur til fimm vindstig upp
á hvern dag?
Þegar þessir fáu jólafrfdagar eru
búnir og vinna hefst aftur á mánudegi
þann 3. janúar eru tæplega þrír
mánuðir í næsta almenna frídag. Hann
er skírdagur þrítugasta og fyrsta mars,
eftir áttatíu og sjö daga. Og framundan er
dimmur janúar. Ef veðurfarslegar tölur fyrir
janúar eru skoðaðar, sést að af þeim
sjöhundruð fjörutíu og fjórum klukkustundum
sem hann hefur að geyma, eru að meðaltali
þrjátíu sólarstundir. Sólin skín sem sagt innan
við klukkutíma á dag samkvæmt mælingum
liðinna ára. Frost, snjókoma, skafrenningur, rok og
myrkur. Hvernig á að vera hægt að komast í
gegnum þennan mánuð, þegar aukakílóin frá jólunum
bætast við veðurmartröðina og maður veit að um
næstu mánaðarmót berja kreditkortatimburmennirnir fast
að dyrum? Hvernig er það hægt?
Það er hægt ef maður lætur þessar dökku staðreyndir ekki
ná heljartökum á sér. Janúar hefur líka sínar Ijósu hliðar ef
grannt er skoðað. Kannski er sú fyrsta að þá eru dagarnir
byrjaðir að lengjast aftur. Það gerist að vísu hægt. Hver dagur í
janúar er rúmlega fimm og hálfri mínútu lengri en sá næsti á
undan. Það mjakast þó. Janúar er líka rétti tíminn til að njóta
jólagjafanna áður en maður fær leið á þeim. Lesa bækurnar, hlusta á
plöturnar, renna sér á skíðunum og fara í nýju fötin, nota allt þetta dót
sem maður fékk í jólagjöf. Og svo er janúar mánuðurinn til þess að
einbeita sér að því að láta áramótaheitin byrja að rætast. Að vísu geta
áramótaheit eins og að hætta að reykja og fara í megrun aukið á
ömurieika mánaðarins, svo það er réttast að geyma slíkt til betri tfma.
En það er hægt að láta margt annað rætast. Það er til dæmis upplagt
að kaupa sundkort og byrja að stunda sundlaugarnar af krafti í janúar.
Það skiptir engu máli hvernig veðrið er þegar maður er í laugunum.
Að fara í sund í snjókomu og byl, synda nokkrar ferðir og fara svo í
heita pottinn er einstaklega notalegt og hressandi.
Það er fleira sem hægt er að hughreysta sig við í janúar. Að minna
sig á að aðrir hafi það meira skítt en maður sjálfur er huggun sem
hefur löngum dugað mönnum vel. Þótt veðrið sé slæmt hjá okkur þá
er það verra hjá mörgum öðrum. Veturnir eru víst mun svakalegri f
Síberíu og Alaska og það þarf ekki alltaf að fara svo langt. Stundum
er hlýjast í veðri f allri Evrópu á íslandi. Fyrir nokkrum árum kom til
dæmis enska fótboltaliðið Luton Town hingað í janúar og spilaði
æfingaleik á gervigrasinu í Laugardal vegna þess að öll knattspyrna
hafði legið niðri f nokkrar vikur á Bretlandseyjum út af kulda og
snjókomu. Á sama tíma var auð jörð hér og þokkalegur hiti. Og fyrst
farið er að minnast á fótbolta, þá er 1994 árið sem Heimsmeistara-
keppnin í fótbolta verður í Bandaríkjunum. Á þeirri staðreynd einni
eiga fótboltaáhugamenn að geta haldið sér á floti í gegnum janúar.