Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 97

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 97
Árið 1885 voru í Bretlandi samþykkt lög sem bönnuðu samkynhneigð karlmanna. Um samkynhneigð kvenna var þar hvergi getið. Einhverjar umræður höfðu þó orðið þess efnis, en ákveðið var að fella niður öll ákvæði um refsingu við samkynhneigð kvenna á þeim forsendum að slíkt hátterni væri afar sjaldgæft og það yrði konum mikið áfall að komast að því að slíkur sóðaskapur hefði viðgengist. Árið 1818 hafði eitt slíkt mál orðið dómsmál. Móðir eins nemanda í skoskum kvennaskóla sakaði skólastýrurnar, sem voru tvær, um samkynhneigð. Dómarinn sem dæmdi i málinu sagði að það væri viðurstyggileg hugmynd sem stæðist engin rök að tvær konur af millistétt gætu haft kynmök. Konurnar voru því sýknaðar. Vestræn samfélög hafa ekki fordæmt samkynhneigð kvenna á sama hátt og karla, fremur látið eins og hún fýrirfyndist ekki. Hún var lengstum umlukin þögn. En frá því voru þó undantekningar. Fyrsta nafnkunna lesbían var vitaskuld Saffó sem stofnaði skóla fyrir ungar stúlkur á eyjunni Lesbos. Saffó unni stúlkunum sfnum mjög og einhverjar henni. Atthis hét ein af elskunum hennar og til hennar orti Saffó löngu síðar: „Ég elskaði þig Atthis endur fýrir löngu þegar ég var sjálf í æskublóma og þú varst í mínum augum lítil og feimin stelpa.“ Þeim var ekki ætlað að unnast lengi, foreldrar Atthis tóku hana úr skólanum og giftu hana. Um þann atburð sagði Saffó: „Aldrei sá ég Atthis mína framar og sannlega kysi ég helst að vera dauð.“ Samtímamenn Saffó höfðu hana f hávegum vegna snilli hennar á skáldskaparsviðinu. Seinni tíma mönnum þótti hins vegar kynhegðun hennar ámælisverð, reyndu að breiða yfir samkynhneigð hennar og komu þeirri sögu af stað að hún hefði veslast upp vegna ófullnægðrar ástar á karlmanni. Langt fram á tuttugustu öld var þýðingum á ástarljóðum hennar hagrætt á þann hátt að látið var sem hún væri að yrkja til karlmanns. Ekki verður kristinni kirkju hrósað vegna umburðarlyndis í garð samkynhneigðra. Páll postuli gaf tóninn í Rómverjabréfi þar sem hann varar við þeirri svívirðing sem hann telur samkynhneigð vera: „Fyrir því hefur Guð ofurselt þá girndum svívirðingarinnar því að bæði hefir kvenfólk þeirra breytt eðlilegum samförum í óeðlilegar og eins hafa líka karlmenn hætt eðlilegum samförum við kvenmanninn og brunnið í losta sínum hver til annars.“ Þetta mun það eina sem sagt er beinum orðum í Biblíunni um samkynhneigð. En lesbískir bókmenntafræðingar benda þó margir á kafla í Rutarbók, segja að þar fari ekki á milli mála að kona sé að játa annarri ást sína, og sú ást sé ekki einungis andleg. Þar segir Rut við tengdamóður sína: „Hvert sem þú ferð þangað fer ég og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. Hvar sem þú deyrð þar dey ég og þar vil ég vera grafin. Hvað sem Drottinn lætur fram við mig koma þá skal dauðinn einn aðskilja mig og þig.“ Þetta eru svo tilfinningarík og sterk orð að þau hafa margoft verið lesin upp við hjónavígslur. Og þau eru ástarjátning. Hvers eðlis sú ást er verður hver að meta fýrir sig. Það fer reyndar fáum sögum af lesbíum fyrri alda. Við vitum af nokkrum og þá vegna þess að lifstíll þeirra kom umhverfinu í uppnám og kallaði yfirleitt á hörð viðbrögð. Árið 1536 var kona brennd á báli í Frakklandi fyrir að hafa leikið karlmann. Hún var sökuð um að hafa gifst konu og notað gervilim við samfarir. Rúmum hundrað árum síðar hljópst vinsæl frönsk söng- og leikkona á brott með kaupmannsdóttur. Leikkonan hafði ætíð klæðst karlmannsfötum og leikið karlhlutverk á sviði. Þegar kaupmannsdóttirin komst að því að unnustinn var kona yfirgaf hún hana og gerði yfirvöldum viðvart. Leikkonan var handtekin og dæmd til dauða en vinsældir hennar urðu til þess að hún var náðuð á síðustu stundu. Á átjándu öld gerðist Catharine Linck hermaður í þýska, pólska og rússneska hernum. Eftir herþjónustu giftist hún konu. Eftir að þeim hjónum varð sundurorða sagði tengdamóðir Linck til hennar. Linck var brennd á báli. Á sömu öld, í Frakklandi gegndi Henrica Schuria herþjónustu. Eftir starf sitt þar gerði hún enga tilraun til að leika karlmann. Hún átti í ástarsambandi við ekkju. Við réttarhöldin yfir Schuriu sagðist ekkjan myndu hafa gifst henni hefðu lög leyft. Schuria var hýdd og gert að yfirgefa bæinn. Um miðja átjándu öld dulbjóst ung stúlka Mary East, karlmannsfötum til að geta gifst æskuvinkonu sinni. Konurnar ráku saman krá í rúm tuttugu ár. Á þessum tíma var einhver sem vissi leyndarmál Mary og beitti hana fjárkúgun. Mary borgaði tilskilda upphæð í mörg ár en gerði loks yfirvöldum viðvart. Málið vakti mikla athygli en hún var ekki sótt til saka, fjárkúgaranum var hins vegar stungið í steininn. Það finnast konur í valdastöðum sem hneigðust að eigin kyni. Kristín Svíadrottning var ein. Við fæðingu var í fyrstu álitið að þarna væri kominn í heiminn efnilegur drengur. Kristín var alin upp eins og karlmaður og hún gekk í karlmannsfötum. Fremur en að giftast og eignast börn kaus hún að afsala sér krúnunni. Það var árið 1654. Um leið yfirgaf Kristínu Ebba Sparre, hertogaynja sem hafði verið ástkona hennar um nokkurt skeið. Kristín gekk þá í klaustur. Anna Englandsdrottning (f. 1665) og Sara hertogaynja af Marlborough voru báðar giftar en það kom ekki í veg fyrir að aðallinn slúðraði um meint ástarsamband þeirra. þvi sambandi lauk fyrir framan fjölda vitna á tröppum Sankti Péturs kirkjunnar. Þar æptu þær svivirðingum hvor að annarri. Ástæðan? Drottningin hafði hrifist af frænku Söru og tekið upp ástarsamband við hana. Á sautjándu og átjándu öld var orðið algengt að kona tæki aðra konu í eins konar ástfóstur. Konur hétu hvor annarri eilífri ást, sýndu blíðuhót á almannafæri og bjuggu jafnvel saman ef fjárhagslegt öryggi leyfði. Þetta voru sambönd sem karlmenn litu ekki á með vanþóknun. Þau voru álitin andleg og heilög vináttusambönd. Karlmenn höfðu á þessum tíma komið sér upp þeirri kenningu að konur hefðu nær enga kynhvöt, ef einhver væri þá fyndist hún í svo litlum mæli að af því þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Það hvarflaði því að fæstum karlmönnum að einhver þessara samskipta kynnu að byggjast á likamlegu jafnt sem samneyti. Karlmenn áttu einnig erfitt með að ímynda sér hvernig konur færu að svona einar sér, það þyrfti jú getnaðarlim til að kona fyndi til unaðar. (Þessi næsta barnslega trú karlmanna á mátt getnaðarlimsins ríkir enn og lesbíur segja margar hverjar, að einhver leiðinlegasta og um leið algengasta spurning sem beint sé til þeirra sé þessi: „Hvernig gerið þið það eiginlega?" Þetta er spurning, segja þær, sem sýnir fullkominn skortá hugmyndaflugi). Á nítjándu öld finnast margar ástarjátningar frá einni konu til annarrar. „Ungfrú Talbot er ástríða mín. Ég hugsa um hana alla daga, dreymi hana um nætur og á einn eða annan veg beini ég talinu sífellt að henni," skrifaði tuttugu og tveggja ára prestsdóttir um nítján ára vinkonu sína. Heimsmynd Desember 9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.