Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 105
n
0
...
fjallar bókin um homma sem eru reyndar -
merkilegt nokk - báðir giftir. en það eru
sjaldgæfar persónur í bókum. Það merkilega
er kannski að það má túlka innihald
sögunnar þannig að það eigi við okkur öll.
Þá meina ég ástarlíf karlmannanna tveggja
sem fer fram í kjallaraholu úti í bæ getur átt
hliðstæður í kynferðislegum kjallara hvers
og eins. Ég á við að hvort sem menn eru
hommar, lesbíur eða gagnkynhneigðir, þá
hafa þeir sína kynferðislegu kjallaraholu.
Hvort sem við elskum konur eða karla þá
förum við þegar upp er staðið í gegnum
sama litróf tilfinninganna, það er að segja
afbrýðissemina.spennuþörfina,
eignarhaldsfysnina og svo framvegis.
A: Þetta eru alla vega þau skilaboð sem má
lesa út úr sögu Guðbergs. Það sem er
nýstárlegt við þessa sögu er að hommarnir
tveir eru ekki utangarðsmenn, heldur bara
„venjulegt fólk”. I sambandi við það sem þú
segir um tilfinningarnar, þá er ég ekki viss
um að það sé hægt að setja öll þessi ólíku
sambönd undir einn hatt. Ég held að það sé
til dæmis ekki bara blæbrigðamunur, heldur
líka eðlismunur á sambandi fólks af
gagnstæðu kyni. Þá meina ég ekki þann mun
sem þjóðfélagið sér, heldur þann sem býr á
botni tilfinninganna,
Eitt sem ég vil nefna og held að skipti máli
er sú djúpa sektarkennd sem virðist ríkja hjá
hommum og Guðbergur lýsir einmitt í
þessari bók.
Mig langar að nefna annað sem mér finnst
mjög forvitnilegt í þessum pælingum
Guðbergs: hann heldur því fram að það hafi
verið gert svo mikið út úr eðli konunnar að
karlmaðurinn með öllum sínum
leyndardómum hafi fallið í skuggann. Hvað
finnst þér sem konu um þetta sjónarmið?
S: Þetta er stór spurning. Hvort mikið
eða lítið hefur verið gert úr eðli
konunnar fer eftir því hvaða tímaskeið
við tölum um og hvaða samhengi er
átt við. Hvort það er verið að tala um
konuna í pólitík
eða til dæmis listum.
Ég hef oft undrast það að karlmenn
skuli ekki tjá sínar eigin tilfinningar
meira en þeir gera. Eg hef oft og
iðulega setið spennt og beðið eftir að
heyra meira um það hvernig þeim
líður.
A: Karlmaðurinn í sögu Steinunnar,
Hans Orlygsson, er að líkindum
dæmigerður tilfinningalegur þumbari.
Hann veður inn til konunnar um miðja
nótt, án þess að hún viti raunverulega
| hvað hann vill.
S: Ég held að það sé einmitt vegna
þess að hann viti það ekki sjálfur. Hann
er kannski dæmigerður karlmaður
sem veður um í tilfinningum sem
einhvers konar náttúruafli, það er að
segja hann finnur sterkar kanndir sem
hann bregst við, en hann skilur ekkert
hvað þær þýða frekar en naut í flagi.
A: Það er sjálfsagt mikið til í þessu. Og það
sem gerir sögur eins og þessar og allan
góðan skáldskap svo mikilvægan er það að
hann afhjúpar þessa hluti fýrir okkur. Því um
leið og skáldi tekst að búa til lifandi
persónur eins og gersit í sögum Birgis,
Guðbergs og Steinunnar, þá förum við að
skilja okkur sjálf. Það er galdurinn.
Þú nefndir áðan inngangskaflann í
Hengifluginu og talaðir um að þar notaði
Birgir mál kvikmyndarinnar. Mérfinnst
það svolítið forvitnilegt að hvað
myndmálið er farið að hafa mikil áhrif
á okkur. Þegar ég las sögu Steinunnar
sá ég til dæmis fýrir mér ágæta
stuttmynd.
S: Kostir sögunnar eða textans fram
yfir myndmálið eru einmitt þeir að
þegar við lesum bók sviðsetjum við
sjálf atburðina í huganum. En það er
hins vegar skondið ef þessar
sviðsetningar eru allar orðnar á einn
veg, það er háð bíómyndum eða
sjónvarpi.
A: Það er lóðið. Fyrir daga
kvikmyndanna hlýtur fólk að hafa
sviðsett sögur í huganum á allt annan
og ólíkan hátt. Reyndar tvinnast
bókmenntir og kvikmyndir víða
saman. Mér dettur til dæmis í hug
hvernig Guðbergur tengir hvað eftir
annað kynlíf og dauða. Minnir það ekki
dálítið á kvikmyndir.
S:Jú, svo sannarlega. Menn hafa til
dæmis haft gaman af að lesa þetta út
úr myndum Hitchcocks, þar sem
kynferðislegar nautnastundir renna
sman við morð, þannig að líkindin verða
augljós. Og af því Hitchcock var jafn
áhrifamikill og hann var þá erum við enn að
horfa á þetta sama í mörgum myndum þegar
við förum í bíó.
A: úr því að við erum farin að tala um
bókmenntir og kvikmyndir langar mig að
nefna af þessum þremur sögum átti ég
erfiðast með að sjá sögu Guðbergs fýrir
mér sem bíómynd. Kannski vegna þess að
Guðbergur er ekki að segja sögu í venjulegri
merkingu. Sú kvalda ást sem hugarfýlgsnin
geyma er miklu frekar skýrsla um
hugrenningar og sálarástand manns. Svona í
lokin má segja að hluti af þeirri ánægju sem
maður fær af því að böðlast á stuttum tíma í
gegnum þessar þrjár sögur sé það hvað þær
eru skemmtilega ólíkar, - jafn vel þótt þær
fjalli um svipað efni.
S: Það er akkúrat það bráðskemmtilega.
Það er hægt að standa á hlaðinu á Hóli eða
Sæbóli og segja sömu sögurnar með
mismunandi áherslum eftri útsýni hvers og
eins.
A: En verðum við ekki svona í lokin að að
gefa sögunum einkunnir? Það er alveg
gríðarlega vinsælt núna.
S: Æ, nei mér finnst öll einkunnagjöf svo
takmörkuð og segja svo lítið. Það er til
dæmis alveg út í hött að vera gefa skáldum
stjörnur eins og íþróttamönnum.
A: Mér dettur í huga að við getum sæst á
að gefa öllum þessum þremur sögum þá
einkunn að ef við værum strandaglópar
einhvers staðar á eyðieyju þá myndu þær
gera okkur einveruna bærilegri en annars.
Desember
Heimsmynd
1 0 5
Ljósmyndir/Stefán Karlsson