Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 34
34 27. desember 2019ANNÁLL - NÓVEMBER Samherjaskjölin skekja samfélagið iPhone viðgerðir facebook.com/biladursimi 780 7459 www.biladursimi.com n Ásdís Rán og fjársvikahringurinn n Undarlegt kynlífstæki n Borgarafundurinn ógurlegi Samherjaskjölin Mál málanna í nóvember, og raunar enn, eru Sam- herjaskjölin sem skóku þjóðina. Uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar hreyfðu við landanum í nóvember- mánuði þegar uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja, steig fram og sakaði Samherjamenn um stórtækar mútugreiðslur og spillingu í Namibíu til að komast yfir dýrmæt- an kvóta. Wikileaks birti tugi þús- unda gagna þessu til staðfestingar og þjóðfélagið fór á hliðina. Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar sem forstjóri Samherja og Jóhannes opn- aði sig um líflátshótanir í sinn garð og ófrægingarherferð. Málið vakti heims- athygli og er ekki aðeins til rannsóknar hér á landi heldur víða um heim. Fyrirsæta og fjársvik Önnur stórfrétt í nóv- ember var um fyrir- sætuna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Ís- drottninguna sjálfa. Hún er flækt í eitt stærsta fjársvikamál síðari ára sem teygir sig til 175 landa. Sam- kvæmt bandarísku al- ríkislögreglunni, FBI, náði besta vinkona Ás- dísar Ránar, búlgarska athafnakonan Ruja Ignatova, að svíkja út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víða um lönd reynt að hafa uppi á henni, líkt og vinkona hennar Ásdís Rán en hún er andlit fyrirtækisins sem talið er að standi á bak við svikamylluna. DV sagði fyrst frá málinu sem leitaði síð- ar í alla helstu fréttamiðla Íslands. Umdeild Erna Borgarafundur RÚV um loftslagsmál vakti mikla athygli en það má með sanni segja að Erna Ýr Öldudóttir hafi stolið senunni. Erna Ýr er það sem kallað hefur verið afneitunarsinni og hélt því fram í þættin- um að þeir sem héldu loftslagsvánni hvað mest á lofti ættu fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Erna Ýr var bæði gagnrýnd og ausin lofi eftir þáttinn. Leiðinlegi flokkurinn Jón Gnarr boðaði nýtt stjórn- málaafl. Meðal stefnumála voru hærri skattar, boð og bönn. Ekki er ljóst hvort um grín eða alvöru er að ræða en aflið heitir Leiðinlegi flokk- urinn. Það mál sem vakti hvað mesta reiði í samfélaginu, fyrir utan Samherjamálið, var þegar að kasóléttri konu frá Albaníu var vísað úr landi. Málið hefur verið harðlega gagnrýnt úr ýmsum áttum og margir hafa kallað á að útlendingalög verði endurskoðuð. Trefill í brennidepli Svo var það Katrín Jakobsdóttir sem mætti með Liver- pool-trefil í sal Alþingishússins sama dag og stór- leikur Liverpool og Napoli fór fram í Meistaradeild Evrópu. Ekki voru allir á eitt sáttir við þetta uppátæki en hún útskýrði mál sitt stuttu síðar: „Mér þykir mjög vænt um þennan trefil, eiginmaðurinn minn gaf mér hann.“ Hart mætir hörðu Aktífistinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og leikkonan Steinunn Ólína Þorvarðardóttir háðu mikla ritdeilu vegna úrskurðar í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhús- inu. Gengu hnúturnar á milli þeirra eins og enginn væri morgundagurinn þótt engin niðurstaða fengist í málið. Upp úr sauð í Silfrinu þegar Atli Þór Fanndal, fyrrver- andi ráðgjafi Pírata, tók Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega fyrir í beinni út- sendingu og nefndi mörg dæmi um hvers vegna það væri full ástæða til að tala um Sjálfstæðisflokkinn og spillingu í sömu setningu. Jóni blöskraði en orðið var tekið af Atla þegar hann ætlaði að telja upp fleiri dæmi. Í skásta falli heimskulegt RÚV ákvað að auglýsa stöðu útvarpsstjóra lausa til umsóknar en vildi ekki birta lista yfir umsækjendur. Það hleypti illu blóði í marga, meðal annarra Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra, sem hafði þetta um málið að segja: „Þessi ákvörðun stjórnar RÚV er í skásta falli heimskuleg en jaðrar þó líklega frekar við að vera hreint hneyksli. Staða útvarpsstjóra er þeirrar gerðar að um hana, og þá sem sækja um hana, getur ekki og má ekki ríkja nein leynd.“ Svan- hildur Hólm hefur verið orðuð við starfið en enginn ráðinn enn. Piss and Play Furðufrétt mánaðarins fjall- aði um nýtt kynlífstæki sem kostar tæplega 17 þúsund krónur. Kynlífstækið sem um ræðir heitir „Piss to Ass Plug“ en eins og nafnið gefur til kynna þá gerir tækið fólki kleift að pissa upp í rassinn á sér. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Mannvonskan Spillingarstríð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.