Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 56
Spillingin er víða Þótt náttúran verði stillt lætur almenn- ingur ekki að sér hæða þegar kemur að annars konar hamförum í þjóðfélaginu. „Það verða miklar sviptingar í þjóðfé- laginu. Almenningur er loksins búinn að fá nóg og gripið verður til aðgerða sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þar ber Samherjamálið hæst en það er umfangsmikið þannig að margir drag- ast inn í þá fléttu. Fleiri mál koma í kjöl- farið og má kannski segja að um hreins- anir verði að ræða, bæði í stjórnmálum og lykilstöðum í þjóðfélaginu. Menn reyna þó að klóra í bakkann í lengstu lög, en það mun ekki ganga eins vel og oft áður, ekki síst vegna umsvifa málanna, sem teygja anga sína í bankakerfi og stjórnsýslu víða um heim,“ segir völvan. „Spillingin er víða – á stöðum sem aldrei hefur verið leitað á, né nokkrum dottið í hug að rannsaka. Til lengri tíma litið reynist Samherjamálið gott að því leyti að öllum steinum verður velt. Innan Samherja sé ég fangelsisdóma falla, líkleg- ast þó ekki á næsta ári þar sem rannsókn málsins verður tímafrek.“ Um Jóhannes Stefánsson, uppljóstrar- ann, hefur völvan þetta að segja: „Jóhannes er ótrúlega sterkur karakter. Samherjamenn hafa reynt að skíta hann út eins mikið og þeir geta. Það hefur sprungið í andlitið á þeim, eins og svo oft þegar fólk reynir að grafa undan öðrum til að upphefja sjálft sig. Þú kannast við það, er það ekki?“ segir völvan og glottir og vís- ar í rimmu ritstjórans við þekkta, íslenska rappara. „Jóhannes spjarar sig. Hann bugast ekki. Ég sé hann flytja af landi brott um leið og hann getur og hann mun aldrei snúa aftur. Hann skapar sér gott líf annars staðar og fær þann frið sem hann þráir í sálina.“ „Hans líf eins og hann þekkti það er búið. Veikindi sem hrjáðu hann á árum áður blossa upp aftur og heilsu hans hrakar. Hann mun ekki snúa aftur í Sam- herja. Farið verður ofan í saumana á öll- um hans félögum og það mun taka langan tíma, mörg ár. Að lokum mun sannleik- urinn koma í ljós og hann er ekki fallegur. Þetta er langur ferill og margir sem tvinn- ast þar inn.“ Almennt um sjávarútveg segir völvan þetta: „Gerðar verða breytingar í sjávarút- veginum sem breyta talsverðu fyrir hinn almenna sjómann, mér sýnist að litlu bátarnir fái að veiða meira og þar með skapast meiri vinna á litlum stöðum víða um land.“ Hrun af öðrum toga „Atvinnuleysi eykst jafnt og þétt á árinu og margir huga að búferlaflutningum til annarra landa. Við missum þar margt vel menntað fólk, sem kemur ekki til vinnu á landinu aftur. Þar á meðal eru vel mennt- aðir læknar og annað fagfólk og erfitt verður að fylla stöður þess,“ segir völvan og sýpur af sykruðum gosdrykk – raun- ar klárar dósina í einum rykk. Það fær- ist þungi yfir andlit hennar er hún held- ur áfram. „Bilið milli fátækra og ríkra eykst enn á árinu – því miður,“ segir völvan. „Viss þjóð- félagshópur og yfirvöld vilja ekki horfast í augu við þennan vanda sem fer sístækk- andi með hverju árinu. Við stefnum í óefni ef við grípum ekki í taumana. Ekkert er gert fyrir fátækasta fólkið og fleiri neyð- ast til að grípa til vafasamra úrræða til að sjá fyrir sér og sínum. Fleiri lenda á göt- unni og úrræðum fjölgar ekki, nema síður sé,“ bætir hún við. Ritstjóri sver að völvan klökknar er hún talar um fátæka og ríka fólkið, þótt hún myndi aldrei viðurkenna það. Heimili hennar er fábrotið og hús- gögnin gömul. Það þarf engan snilling til að sjá hvorum hópnum hún tilheyrir. „Heilbrigðiskerfið ræður ekki við þann straum veiks fólks sem við höfum ekki hjálpað. Hér verður hrun – en af allt öðr- um toga en fyrr.“ 56 27. desember 2019Völvuspá 2020 „Að lokum mun sannleikurinn koma í ljós og hann er ekki fallegur MYND: EYÞÓR ÁRNASON Jóhannes Stefánsson Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.