Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 58
Hvar er Sólveig Anna? Völvan tekur sér stutta pásu, kveikir í síga rettu – Lucky Strike. Kveikjarinn er skreyttur kisum og framandi plánetum. Gasið farið að dvína og sífellt erfiðara að ná eldinum upp. Hún tekur tvo smóka, trekk í trekk, og heldur áfram. „Verkalýðshreyfingin er í mjög erfiðri stöðu, óhæft fólk í brúnni, þannig að lítið virðist gott gerast. Mér finnst ég skynja upplausn þar á árinu sem ekki verður séð fyrir endann á. Það er einhvers konar klofningur, en því má hreyfingin síst við,“ segir völvan. „Sólveig Anna Jónsdóttir kom eins og stormsveipur inn í Eflingu og hverfur jafn hratt aftur út í tómið. Það mun enginn sakna hennar. Kannski meinti hún vel í upphafi, en hún hefur ekkert gert nema tala. Hún hefur komið fleirum í klandur en hún hjálpar og hún gerir sér loksins grein fyrir að verkefnið sem hún tók sér fyrir hendur er alltof stórt. Við heyrum aldrei um hana meir. Það er líkt og hún hafi aldrei verið til,“ segir völvan og bætir við að málefni Rúmenanna leysist, þótt það verði ekki Eflingu að þakka. „Rúmensk yfirvöld eiga þar hrós skilið. Þau stíga fast til jarðar og ná fram réttlæti fyrir sitt fólk. Ragnar Þór Ingólfsson slítur á tengslin við Sólveigu Önnu, enda afburðagreindur maður. Hann heldur sínu striki og nær fram tveimur stórum málefnum fyrir sína félagsmenn. Varðandi stjórnmálaaflið sem hann hefur talað um sé ég það ekki gerast fyrr en um miðbik árs. Þá verður þetta afl til, en eins og með flest þá skap- ast um það miklar deilur. Þar verður Ragn- ar Þór í hringiðunni og þarf að taka stóra ákvörðun – hvort hann viji vera verkalýðs- foringi eða fara á þing. Hann velur hið síð- arnefnda.“ Í þessum ólgusjó sér hún Drífu Snædal, forseta ASÍ, rísa upp. „Hún er hörkukvendi og ekkert lamb að leika sér við. Hún hefur margt til síns máls og á sviðið þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór halda sig til hlés. Kemur í ljós að Drífa er hinn eini, sanni verkalýðsforingi og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Ragnar Þór, formaður VR Drífa Snædal, forseti ASÍ Grátandi Rúmeninn MYND: HANNA ANDRÉSDÓTTIR MYND: SKJÁSKOT STÖÐ 2 58 27. desember 2019Völvuspá 2020 „Sólveig Anna Jóns- dóttir kom eins og stormsveipur inn í Eflingu og hverfur jafn hratt aftur út í tómið. Það mun enginn sakna hennar. Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.