Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 68
Þessi stétt er dauð Nú vill völvan fara að einbeita sér að dæg- urmálunum. Áhrifavaldar eru henni efst í huga. „Nýja stéttin okkar, áhrifavaldar, nær ekki flugi og heyrist lítið frá þeim á árinu og framvegis,“ segir hún. „Þeir reka sig á að ekki er endalaust hægt að ginna fólk og hvetja til alls kyns vitleysu. Þessi stétt er dauð og skilur ekkert eftir sig nema athyglissjúkt fólk og manneskjur sem háð- ar eru fegrunaraðgerðum,“ bætir hún við og verður heitt í hamsi. „Ég veit ekki hvað þið DV-liðar gerið við fasta liðinn Vikan á Instagram því úr litlu verður að moða,“ segir hún og rekur rit- stjórann í rogastans að völvan fylgist með slíku. „Ég þekki þetta fólk. Sunneva Einars er ein af fáum sem spjar- ar sig því hún er komin inn í Engeyjarættina. Hún klárar sitt nám og geng- ur í lið með fjármála- öflum. Hún heldur áfram að bæta sig í ræktinni og aug- lýsa hitt og þetta. Varðandi annan klókan áhrifa- vald, Manuelu Ósk, sé ég hana fara í enn frek- ari bisness og umsvif á fasteigna- markaði. Hún er ansi klár og spjarar sig vel,“ segir völvan. „Svo eru það hinir; Þórunn Ívars, Ernuland, Aron Mola og hvað þetta lið allt heitir. Það verður gleymt þegar árið er liðið.“ Tónlistin er hins vegar völvunni hug- leikin. „Hildur Guðnadóttir kemst ansi langt með tónlistina í Jókernum en fær ekki Óskarinn – því miður. Ég sé íslenskan tónlistarmann hljóta heimsfrægð á er- lendri grundu á árinu og það er ekki Hildur. Mikil gróska verður í tónlistarlífi Íslendinga á árinu. Bríeti gengur mun betur seinni hluta ársins en margt sem hún er að fást við nær ekki hæðum fyrr en 2021. Sigga Bein- teins á erfitt ár í vændum, það er eins og ekkert gangi nógu vel sem hún byrjar á, en hennar tími mun koma. Hún þarf að gæta að heilsunni, er orðin langþreytt. Raggi Bjarna er hættur sýnist mér. Hann er sáttur við ævistarfið. Bubbi Morthens verður mikilvirkur á árinu, er hamhleypa til sinna verka og gengur almennt vel bæði í einkalífi og tónlistinni. Mér finnst að hann komi einnig fram á ritvöllinn og tekst vel. Stefán Hilmarsson verður meira áberandi á þessu ári en undanfarið. Hann er þó ekki að gera neitt nýtt en tekst vel að dusta rykið af gömlum smellum. Almennt má svo segja að margir nýir efnilegir tón- listarmenn komi fram á völlinn ekki síst í klassískri tónlist, einnig er djassinn á upp- leið sem aldrei fyrr. Ung söngkona í klass- ískum söng mun vinna sigur í keppni erlendis og fá verðskuldaða athygli. Hljómsveitin Sigur Rós á samúð þjóðarinnar í skattamálunum. Hrint verður af stað söfnun svo Sigur Rós takist að bjarga málum,“ segir völvan og snýr sér að leikurunum í beinu framhaldi. Flett ofan af stóru máli Nú þarf völvan að taka sér smá pásu. Hún röltir inn í gamaldags eldhúsið og hell- ir sér upp á kaffi. Malar baunirnar sjálf. Smekkmanneskja á kaffi þótt vistarverurn- ar séu dapurlegar. Hún forvitnast um fjöl- miðlaheiminn í stuttu spjalli við ritstjór- ann. Hún segist enga þekkingu hafa úr þeim heimi en sér ýmsar væringar á nýja árinu. „Er ekki búið að kaupa þig?“ spyr hún hátt og snjallt, með vísan í kaup Torgs á DV. „Jú, mikið rétt,“ seg- ir ritstjórinn og bíður í of- væni eftir kaffinu. „Þau kaup ganga eftir,“ segir hún. „En það eru ekki einu vendingarnar. Á fjölmiðlamarkaðnum verða miklar sviptingar, fréttastofa Stöðvar 2 verður lögð niður en að öðru leyti eru ekki mikl- ar breytingar þar á bæ. Háværar raddir um að taka RÚV af auglýsinga- markaði heyrast og unnið verður í þeim málum og einhverjar slíkar breytingar sjáanlegar á árinu. Tilhneiging til að gera fjölmiðla al- mennt að málgagni auðjöfra vex fiskur um hrygg með dyggum stuðningi stjórnmála- manna, sem flestir eru úr röðum Sjálf- stæðismanna. Kristjón Kormákur verður nýr ritstjóri Fréttablaðsins ásamt öðrum umdeildum blaðamanni, en fyrrverandi ritstjórar hverfa til annarra starfa. Á öðr- um fjölmiðli á eftir að hefja mikla rann- sóknarvinnu bak við tjöldin og fletta ofan af máli sem kemur sér illa fyr- ir stóran hóp fólks,“ segir hún. „Varðandi minni fjölmiðlana þá ná þeir ekki langt og flestir hverfa. Róðurinn er þungur og auðmenn tíma ekki enda- lausu fjármagni í þessi batterí. Eignarhald Stundar- innar verður loksins fylli- lega afhjúpað og það kemur á óvart. Bogi Ágústsson mun hverfa til annarra starfa en samt inn- an fjölmiðla- geirans, hann er ætíð farsæll í sínum störfum. Helgi Seljan þarf að gæta þess vandlega að gefa ekki á sér höggstað, það er eins og hann eigi marga óvildarmenn sem eru fljótir að grípa, ef hann kastar boltanum til þeirra. Logi Bergmann siglir lygnan sjó fram eftir ári en þá sé ég miklar breytingar á hans högum. Varðandi Davíð Oddsson þá er hann við sama heygarðshornið; skrifar rætna pistla og úthúðar hverjum sem hann vill. Hann er öruggur í sínum stóli en verður fyrir áfalli á árinu sem lætur hann endurhugsa lífið.“ 68 27. desember 2019Völvuspá 2020 „Hann er öruggur í sínum stóli en verður fyrir áfalli á árinu Helgi Seljan Bogi Ágústsson Sunneva Einarsdóttir. Mynd: Skjá- skot/Instagram @sunnevaeinarss Manuela ÓskStefán Hilmarsson Hildur Guðnadóttir Sigríður Bein- teinsdóttir Davíð Oddsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.