Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Síða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 25. október 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Ekki benda á mig N ýja kvikmyndin The Laun- dromat á Netflix er ekkert sérstaklega góð. Eiginlega hálfgerð vonbrigði. Ein af þessum myndum sem maður veit ekki hvort er að koma eða fara. Það jákvæða við að fá slíka mynd í dreifingu út um allan heim er að minna okkur á. Minna okkur á hvað gerðist fyrir alltof stuttu. The Laundromat fjallar um þessi alræmdu Panama-skjöl, gagnalekann sem gerði allt vit- laust á vormánuðum árið 2016. Það er ekki lengra síðan. Þá voru bara nokkur ár síðan við kröfsuð- um okkur upp úr bankahruninu og allri vitleysunni sem því fylgdi. Við vorum aðeins farin að treysta á nýjan leik. Treysta stjórnvöldum og bankakerfinu. Treysta að yfir- völd bæru hag almennra borgara fyrir brjósti. Svo byrjuðu fréttir að birtast af Panama-skjölunum. Um mold- ríkt fólk víðs vegar um heim- inn sem hafði komið peningum undan í skattaskjólum á Tortóla, Seychelles-eyjum og Panama til að mynda. Fyrst um sinn var þetta fjarskalangt í burtu. Það var skammgóður vermir. Allt í einu náði lekinn til Íslands. Og allt í einu áttum við enn eitt vafasama heimsmetið – met í að koma pen- ingum undan í skattaskjól mið- að við höfðatölu. Hvers vegna fjármálahöftin, sem sett voru á í kjölfar hrunsins og afnumin fyr- ir tveimur árum, náðu ekki yfir þessi vafasömu viðskipti hefur aldrei fyllilega verið svarað. Ekki enn þann dag í dag. Og við furð- um okkur á af hverju Ísland er á gráum lista FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðju- verka. Það hefur ýmislegt verið reynt af núverandi stjórnvöldum og þingmönnum meirihlutans á þingi til að sannfæra okkur um að það sé ekkert tiltökumál að vera á þessum gráa lista. Það hafi verið lyft grettistaki í að forða okkur frá honum en að ríkisstjórnir fyrri ára hefðu átt að vera löngu búnar að því. Að við eigum þetta hreinlega ekki skilið, við séum svo frábær. Að ráðherrar á Norðurlöndun- um séu ósammála FATF. Og svo mætti lengi telja. Staðreyndin er að við erum á listanum. Alveg eins og það er staðreynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, eins stærsta flokks á þingi, var í Panama-skjölunum. Fjármálaráðherrann okkar, Bjarni Benediktsson, var í skjölunum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar, var í skjölunum. Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var í skjölunum. Finn- ur Ingólfsson, fyrrverandi ráð- herra, var í skjölunum. Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jó- hannesson, sem áttu þar til fyrir stuttu einn stærsta fjölmiðil landsins, voru í skjölunum. Svona gæti ég lengi haldið áfram. Enginn veit neitt af hverju þetta var hægt. Hvernig var hægt að komast svona fimlega undan með peninga og fela þá á fjarlæg- um eyjum þegar hér voru í gildi fjármálahöft. Enginn ber ábyrgð og allir benda á næsta mann. Og nú erum við á gráum lista út af peningaþvætti og enginn skilur af hverju. Það er ekki skrýtið að The Laundromat sé frekar slöpp mynd. Því þessi atburðarás meik- ar bara ekkert sens. n Spurning vikunnar Hvar værir þú helst til í að búa, ef ekki á Íslandi? „Á Ítalíu. Þar er heitt, kalt, góður matur, strönd, fótboltamenning og sitt lítið af öllu.“ Alexandra Einarsdóttir „Nýja-Sjálandi. Hef búið þar og unnið í stuttan tíma, leið mjög vel þar.“ Eydís Hulda Jóhannesdóttir „Ég væri helst til að búa á Nýja-Sjálandi. Það væri ekki mikill breyting fyrir mig. Svipað landslag og á Íslandi og fólkið þar elskar lambakjöt. “ Birgir Snær Hjaltason „Berlín í Þýskalandi. Ég kann að meta „múltíkúlturinn“ sem er í boði og sam- göngurnar eru frábærar.“ Haukur Heiðar Steingrímsson Aumt einelti Þau fleygu orð voru látin falla á samfélagsmiðlum, eftir að DV sagði frá umdeildum brandara um Hildi Lilliendahl sem varð til þess að brandara- síðu á Facebook var lokað, að DV legði Hildi í einelti. Sand- kornaskrifari ákvað að gamni að fletta upp hve mikið hefur verið skrifað um Hildi það sem af er ári. Niðurstaðan: 29 greinar, um það bil ein grein á tíu daga fresti. Af þessum 29 greinum eru fjórar grein- ar um Málfrelsissjóð sem var til að mynda stofnaður til að létta undir kostnað Hildar vegna ærumeiðingardóms sem hún hlaut í Hlíðarmál- inu svokallaða. Þrjár grein- ar eru um Hlíðarmálið. Þrjár greinar innihalda jákvæð orð Hildar um ráðhúskisann sál- uga, Guðna forseta og Mar- gréti Pálu. Þrjár um Jón Baldvin Hannibalsson. Auk þess tvær aðrar greinar sem vakið hafa athygli á femínískum málstað Hildar. Alls fimmtán grein- ar. Hinar fjórtán fjalla til að mynda um nýlegan pistil Ás- laugar Örnu, gagnrýni Hildar á viðtal við vændiskonu, úttekt á mötuneytismat ráðhússins, eitt sandkorn, skrif upp úr pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Fréttablaðinu. Svo má ekki gleyma að tvær af þessum fjórtán fjalla um fyrrnefndan brandara. Þetta er nú allt ein- eltið. Ritstjóri og tannlæknir Lítt þekkt ættartengsl J ón Guðmann Þórisson, lögfræðingur og fyrrver- andi forstjóra VBS fjár- festinga- banka, var nýverið ráðinn ritstjóri Frétta- blaðsins við hlið Davíðs Stefáns- sonar. Föður- bróðir Jóns var Rúnar Guð- mannsson, sem lést árið 2009. Sá eignaðist son sem heitir Jón Árni Rúnarsson og eru því Jón Árni og Jón Guðmann systk- inabörn. Eitt af börnum Jóns Árna er Hafdís Björk Jóns- dóttir tann- læknir en hún er eigin- kona tónlist- armannsins geðþekka, Jóns Jónsson- ar. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Við Ölfusárósa Sandur byrgði sýn þeirra sem þar áttu leið um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.