Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 25. október 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Ekki benda á mig N ýja kvikmyndin The Laun- dromat á Netflix er ekkert sérstaklega góð. Eiginlega hálfgerð vonbrigði. Ein af þessum myndum sem maður veit ekki hvort er að koma eða fara. Það jákvæða við að fá slíka mynd í dreifingu út um allan heim er að minna okkur á. Minna okkur á hvað gerðist fyrir alltof stuttu. The Laundromat fjallar um þessi alræmdu Panama-skjöl, gagnalekann sem gerði allt vit- laust á vormánuðum árið 2016. Það er ekki lengra síðan. Þá voru bara nokkur ár síðan við kröfsuð- um okkur upp úr bankahruninu og allri vitleysunni sem því fylgdi. Við vorum aðeins farin að treysta á nýjan leik. Treysta stjórnvöldum og bankakerfinu. Treysta að yfir- völd bæru hag almennra borgara fyrir brjósti. Svo byrjuðu fréttir að birtast af Panama-skjölunum. Um mold- ríkt fólk víðs vegar um heim- inn sem hafði komið peningum undan í skattaskjólum á Tortóla, Seychelles-eyjum og Panama til að mynda. Fyrst um sinn var þetta fjarskalangt í burtu. Það var skammgóður vermir. Allt í einu náði lekinn til Íslands. Og allt í einu áttum við enn eitt vafasama heimsmetið – met í að koma pen- ingum undan í skattaskjól mið- að við höfðatölu. Hvers vegna fjármálahöftin, sem sett voru á í kjölfar hrunsins og afnumin fyr- ir tveimur árum, náðu ekki yfir þessi vafasömu viðskipti hefur aldrei fyllilega verið svarað. Ekki enn þann dag í dag. Og við furð- um okkur á af hverju Ísland er á gráum lista FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðju- verka. Það hefur ýmislegt verið reynt af núverandi stjórnvöldum og þingmönnum meirihlutans á þingi til að sannfæra okkur um að það sé ekkert tiltökumál að vera á þessum gráa lista. Það hafi verið lyft grettistaki í að forða okkur frá honum en að ríkisstjórnir fyrri ára hefðu átt að vera löngu búnar að því. Að við eigum þetta hreinlega ekki skilið, við séum svo frábær. Að ráðherrar á Norðurlöndun- um séu ósammála FATF. Og svo mætti lengi telja. Staðreyndin er að við erum á listanum. Alveg eins og það er staðreynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, eins stærsta flokks á þingi, var í Panama-skjölunum. Fjármálaráðherrann okkar, Bjarni Benediktsson, var í skjölunum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar, var í skjölunum. Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var í skjölunum. Finn- ur Ingólfsson, fyrrverandi ráð- herra, var í skjölunum. Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jó- hannesson, sem áttu þar til fyrir stuttu einn stærsta fjölmiðil landsins, voru í skjölunum. Svona gæti ég lengi haldið áfram. Enginn veit neitt af hverju þetta var hægt. Hvernig var hægt að komast svona fimlega undan með peninga og fela þá á fjarlæg- um eyjum þegar hér voru í gildi fjármálahöft. Enginn ber ábyrgð og allir benda á næsta mann. Og nú erum við á gráum lista út af peningaþvætti og enginn skilur af hverju. Það er ekki skrýtið að The Laundromat sé frekar slöpp mynd. Því þessi atburðarás meik- ar bara ekkert sens. n Spurning vikunnar Hvar værir þú helst til í að búa, ef ekki á Íslandi? „Á Ítalíu. Þar er heitt, kalt, góður matur, strönd, fótboltamenning og sitt lítið af öllu.“ Alexandra Einarsdóttir „Nýja-Sjálandi. Hef búið þar og unnið í stuttan tíma, leið mjög vel þar.“ Eydís Hulda Jóhannesdóttir „Ég væri helst til að búa á Nýja-Sjálandi. Það væri ekki mikill breyting fyrir mig. Svipað landslag og á Íslandi og fólkið þar elskar lambakjöt. “ Birgir Snær Hjaltason „Berlín í Þýskalandi. Ég kann að meta „múltíkúlturinn“ sem er í boði og sam- göngurnar eru frábærar.“ Haukur Heiðar Steingrímsson Aumt einelti Þau fleygu orð voru látin falla á samfélagsmiðlum, eftir að DV sagði frá umdeildum brandara um Hildi Lilliendahl sem varð til þess að brandara- síðu á Facebook var lokað, að DV legði Hildi í einelti. Sand- kornaskrifari ákvað að gamni að fletta upp hve mikið hefur verið skrifað um Hildi það sem af er ári. Niðurstaðan: 29 greinar, um það bil ein grein á tíu daga fresti. Af þessum 29 greinum eru fjórar grein- ar um Málfrelsissjóð sem var til að mynda stofnaður til að létta undir kostnað Hildar vegna ærumeiðingardóms sem hún hlaut í Hlíðarmál- inu svokallaða. Þrjár grein- ar eru um Hlíðarmálið. Þrjár greinar innihalda jákvæð orð Hildar um ráðhúskisann sál- uga, Guðna forseta og Mar- gréti Pálu. Þrjár um Jón Baldvin Hannibalsson. Auk þess tvær aðrar greinar sem vakið hafa athygli á femínískum málstað Hildar. Alls fimmtán grein- ar. Hinar fjórtán fjalla til að mynda um nýlegan pistil Ás- laugar Örnu, gagnrýni Hildar á viðtal við vændiskonu, úttekt á mötuneytismat ráðhússins, eitt sandkorn, skrif upp úr pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Fréttablaðinu. Svo má ekki gleyma að tvær af þessum fjórtán fjalla um fyrrnefndan brandara. Þetta er nú allt ein- eltið. Ritstjóri og tannlæknir Lítt þekkt ættartengsl J ón Guðmann Þórisson, lögfræðingur og fyrrver- andi forstjóra VBS fjár- festinga- banka, var nýverið ráðinn ritstjóri Frétta- blaðsins við hlið Davíðs Stefáns- sonar. Föður- bróðir Jóns var Rúnar Guð- mannsson, sem lést árið 2009. Sá eignaðist son sem heitir Jón Árni Rúnarsson og eru því Jón Árni og Jón Guðmann systk- inabörn. Eitt af börnum Jóns Árna er Hafdís Björk Jóns- dóttir tann- læknir en hún er eigin- kona tónlist- armannsins geðþekka, Jóns Jónsson- ar. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Við Ölfusárósa Sandur byrgði sýn þeirra sem þar áttu leið um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.