Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Page 50
50 25. október 2019 SAKAMÁL H ún var tætingsleg unga stúlkan sem bankaði upp á hjá frú Carter í Linn -sýslu í Missouri í Bandaríkjun- um að morgni 11. maí árið 1894. Við útidyrnar stóð Nellie Meeks, sex ára dóttir nágrannanna, og frú Carter leist ekki á blikuna. Klæði Nellie voru í henglum, andlit hennar þakið drullu og blóði og stór skurður á enni hennar. Nellie gat vart gert sig skilj- anlega en frú Carter skildi þó að foreldrar og yngri systur Nellie höfðu verið myrt kvöldið áður. Sjálf hafði Nellie sloppið á lífi því morðingjarnir töldu sig hafa náð að ljúka verkinu. Grunn gröf undir galta Frú Carter gat ekki hugsað sér að fara frá Nellie en ekki var fleiri fullorðnum til að dreifa á heim- ilinu. Því sendi frú Carter níu ára son sinn, Jimmy, til að kanna málið. Jimmy gat ekki fundið lík fjölskyldu Nellie og því varð úr að Nellie fór með honum og leiddi hann að galta. Undir galtanum var grunn gröf og í henni lík föður hennar og móður, Gus og Deloru, og systra hennar, Hattie, fjögurra ára, og Mary, átján mánaða. Delora hafði verið barnshaf- andi og misst fóstur sem einnig var að finna í gröfinni. Gus og Delora höfðu verið skotin til bana og stúlkurnar barðar til dauðs með grjóthnull- ungi. George Taylor stingur af Þegar Jimmy og Nellie komu til baka sendi frú Carter son sinn umsvifalaust til að færa ná- grönnunum tíðindin. Á leiðinni rakst Jimmy á George Taylor þar sem hann vann á kornakri sínum og upplýsti hann um síðustu at- burði. George fór með Jimmy heim til sín og sagði honum að bíða þar á meðan George legði á klárana. Síðan myndu þeir fara saman að heimili Meeks-fjölskyldunnar. Jimmy gerði sem George bauð, en biðin varð æði löng því George kom aldrei með klárana. George kom yfirhöfuð ekki til baka. Frásögn Nellie Þegar þarna var komið sögu hafði læknir verið sóttur til að huga að Nellie heima hjá frú Carter. Á meðan læknirinn gerði að áverk- um Nellie sagði hún frá því sem gerst hafði. „Þegar við vorum að fara upp hæðina sagði maðurinn með yfir- skeggið að honum væri kalt á fót- unum og fór af vagninum og gekk með honum, hann skaut á pabba og pabbi stökk af vagninum og hljóp,“ sagði Nellie. Hún sagði að þá hefði mamma hennar öskrað og ætlað að stökkva af vagnin- um og þá hefðu mennirnir skotið hana og á aðra systur hennar. „Þá börðu þeir mig í höfuðið og ég missti meðvitund,“ sagði Nellie. Þegar mennirnir hentu henni úr vagninum kom hún til meðvitundar og varð vitni að því þegar þeir reyndu að kveikja í galtanum. Auðugir og óheiðarlegir „Þau eru öll dauð, helvítis pakk- ið,“ heyrði Nellie manninn með yfirskeggið segja. „Þeir mokuðu yfir mig, og ég átti erfitt með að anda. Ég heyrði þá tala um að þeir gætu ekki fengið eldinn til að taka við sér.“ Þeir sem Nellie talaði um voru George Taylor og bróðir hans, William, sem voru á meðal auð- ugustu manna í norðaustur- hluta Missouri. Það var þó vitað að bræðurnir höfðu ekki auðgast með ærlegum hætti og höfðu ver- ið ákærðir fyrir skjalafals, íkveikj- ur og nautgripaþjófnað. Gus Meeks hafði verið leigu- liði á jörð bræðranna og hafði blandast í mál er varðaði naut- gripaþjófnað þeirra. Gus hafði verið ákærður, játað sök sína og stungið í grjótið. En mánuði fyrir morðin hafði hann verið náðaður gegn því að hann bæri vitni gegn Taylor-bræðrunum. Bræðurnir handteknir Taylor-bræðurnir vildu ólmir koma í veg fyrir að Gus bæri vitni og buðu honum 1.000 dali fyrir að yfirgefa svæðið. Gus virðist hafa þekkst boðið en þegar bræðurn- ir komu til að fylgja honum áleið- is, að kvöldi 10. maí, fékk Delora slæmt hugboð. Hún óttaðist um líf eiginmanns síns og krafðist þess að öll fjölskyldan færi, fannst enda ólíklegt að bræðurnir væru líklegir til að ráða þeim öllum bana. Í ljósi frásagnar Nellie var gefin út kæra á hendur bræðrunum og í júní þetta ár voru þeir handtekn- ir í Batesville í Arkansas og fluttir til Missouri. Þeir buðu 50.000 dali í tryggingu, tilboðinu hafnað og þeim gert að dúsa á bak við lás og slá fram að réttarhöldum. Reiður múgur Því fór þó fjarri að málinu væri lokið. Þá þegar var réttarkerf- ið orðið það þróað að menn sem greinilega voru þrælsekir gátu sloppið við snöruna, og öfugt að sjálfsögðu. Réttarhöldin fóru fram í Carollton en beina þurfti járn- brautalestinni til St. Joe því lög- reglustjórinn hafði hlerað að 250 manna hópur hygðist stöðva för hennar til Carollton. Var hópur- inn vel vopnum búinn og huldu menn andlit sitt með hálsklútum og var ætlunin að hengja bræð- urna án þess að réttað væri yfir þeim. Vafasamur kviðdómur Réttarhöldin hófust 18. mars, 1895, og bar þónokkur fjöldi vitni. Sum vitnin höfðu heyrt Taylor- bræðurna hóta Gus Meeks og MORÐIN Á MEEKS-FJÖLSKYLDUNNI Í MISSOURI n Gus var í vandræðum vegna Taylor-bræðranna n Bræðurnir voru í vandræðum vegna Gus„Þeir mokuðu yfir mig, og ég átti erfitt með að anda. Nellie Meeks Slapp við illan leik frá morðingjunum. „Þá börðu þeir mig í höfuðið og ég missti meðvitund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.