Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 52
52 PRESSAN 25. október 2019 T refjar, koffín, eiturlyf og fleira sem er í skólpi get- ur sagt okkur töluvert um tekjur fólks. Hvernig efn- aðir og minna efnaðir lifa líf- inu og hvað þeir innbyrða. Á rannsóknarstofu hjá háskólan- um í Queensland í Ástralíu eru geymd mjög sérstök sýnishorn, hægðar- og þvagsýni úr rúmlega fimmtungi Ástrala. Sýnin voru tekin úr skólphreinsistöðvum um allt landið, þau fryst og send til vísindamanna við háskólann. Sýnunum hefur verið lýst sem sannkölluðum fjársjóði sem veit- ir mikla innsýn í mataræði fólks sem og eiturlyfjaneyslu þess. Með þessu er hægt að sjá hvernig lífs- hættir fólks eru mismunandi eftir búsetusvæðum. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þar er haft eftir Jake O‘Brien, hjá háskólanum í Queensland, að lykillinn að því að fá öll þessi sýni hafi einfaldlega verið að spyrja mjög fallega. Sýnunum var safn- að saman í tengslum við mann- talið 2016 og út frá rannsókn- um á sýnunum framkvæmdu O‘Brien og Phil Choi rannsókn sína. Þeir rannsökuðu skólpsýn- in frá áströlsku sveitarfélögunum til að kortleggja mataræði fólks og lífsstíl. Rannsókn þeirra er fyrsta ritrýnda rannsóknin af þessu tagi. Þeir komust að því að á svæð- um þar sem félagshagfræðilegar aðstæður eru betri neytir fólk meira af trefjum, sítrusávöxtum og koffíni en þar sem félagshag- fræðilegar aðstæður eru síðri. Á þeim svæðum þar sem aðstæð- urnar eru síðri kom í ljós að notk- un lyfseðilsskyldra lyfja var meiri og raunar mjög mikil. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að í bet- ur settum samfélögum var matar- æðið hollara. Allar þessar upplýs- ingar fengust með rannsóknum á hægðum fólks. Með rannsókninni var reynt að staðfesta það sem aðrir vísinda- menn hafa lengi talið hugsanlegt, að hægt sé að fá innsýn í matar- æði og fíkniefnaneyslu fólks að meðaltali með því að rannsaka skólpið. O‘Brien og Choi segja að með þessari aðferð fáist næstum því rauntímayfirsýn yfir lífsvenjur fólks. Það geti komið að gagni við að móta lýðheilsustefnu. Rann- sóknir, þar sem skólp er rannsak- að, eru kallaðar faraldsfræðilegar skólprannsóknir. Aðferðin hefur verið við lýði í um tvo áratugi og er notuð í Evrópu, Norður-Ameríku og víðar til að fylgjast með notkun ólöglegra vímuefna. Rannsóknir af því tagi hafa einnig verið gerð- ar til að fylgjast með notkun lög- legra vímuefna á borð við nikótín. Einnig hafa vísindamenn gælt við þá hugmynd að nota þessa aðferð til að reyna að greina útbreiðslu sjúkdóma snemma. Fram að þessu hefur notkun þessarar að- ferðar til að kortleggja mataræði fólks aðeins verið á fræðilegu stigi en nú hafa Ástralirnir tveir sýnt fram á að aðferðin gagnast vel við slíkar rannsóknir. Fólk skýrir ekki rétt frá neysluvenjum sínum Choi segir að þegar fólk er spurt út í neysluvenjur sínar hafi það tilhneigingu til að gera meira úr neyslu á hollum mat en óhollum, það skýri í raun rangt frá neyslu- venjum sínum. O‘Brien segir að rannsóknir af þessari gerð geti gagnast á tvo vegu. Með þeim sé hægt að kortleggja muninn á samfélögum og fylgjast með breytingum í þeim á ákveðnu tímabili. „Ef þú ætlar að hrinda ein- hverju í framkvæmd og vonast eftir jákvæðum breytingum verð- ur þú að geta mælt árangurinn af aðgerðunum.“ Stærsta áskorun þeirra félaga var að hverju þeir ætluðu ná- kvæmlega að leita í skólpsýnun- um. Skólp er meira en bara þvag og hægðir, til dæmis persónu- legar hreinlætisvörur, matar- leifar eða iðnaðarúrgangur. Vís- indamennirnir urðu því að finna ákveðin líffræðileg viðmið fyrir ákveðið fæði, viðmið sem finnst í hægðum og þvagi fólks eftir neyslu ákveðinna fæðutegunda. Þeir notuðu tvö viðmið sem tengjast neyslu trefja og eitt sem tengist neyslu sítrusávaxta, sem eru talin merki um heilbrigt líf- erni. Rannsóknin leiddi í ljós að í samfélögum þar sem fólk hefur háar tekjur og félagslegar að- stæður eru góðar er mikil neysla og íbúar þar neyta meira af trefj- um og sítrusávöxtum en íbúar á svæðum þar sem aðstæður eru síðri. Einnig kom í ljós að koffín- neysla var mest hjá þeim sem búa við bestu félagshagfræðilegu að- stæðurnar, sérstaklega á svæð- um þar sem húsaleiga er há. Það styður þessar niðurstöður að aðr- ar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem hefur lokið að minnsta kosti grunnnámi í háskóla drekkur meira kaffi en aðrir. Í niðurstöð- um rannsóknarinnar eru leidd- ar líkur að því að kaffineyslan tengist fjárhagslegri getu fólks til að kaupa sér kaffi daglega og ákveðinni kaffimenningu meðal efnaðra Ástrala. Mælikvarði á lyfjanotkun Á hinum enda félagshagfræði- legu aðstæðnanna er lyfja- og fíkniefnaneysla fólks. Í ljós kom að notkun tramadol, sem er ópíóíðalyf, atenolol, sem er blóð- þrýstingslyf, og pregabalin, sem er blóðþynningarlyf, var mest í Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Fjársjóður Á rannsóknarstofu hjá háskólanum í Queensland í Ástralíu eru geymd mjög sérstök sýnishorn. Rannsökuðu hægðir og þvag fimmtungs Ástrala n Það sem finnst í skólpinu segir töluvert um tekjur fólks n Sýnum lýst sem fjársjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.