Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2019, Blaðsíða 70
70 FÓKUS 25. október 2019 YFIRHEYRSLAN Guðmundu r Ingi Þorvaldsso n Guðmundur Ingi Þorvaldsson er sjálfstætt starfandi lista- maður og að eigin sögn í stöðugri leit að skemmtilegum áskorunum úti um allan heim. Hann fer um þessar mundir á kostum verkinu HÚH, Best í heimi sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Guðmundur Ingi er í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Í skapandi vinnu með skemmtilegu fólki og svo bara í afslöppun með fjölskyldunni úti í náttúrunni. Hvað óttastu mest? Voða fátt orðið í rauninni. Svo lengi sem fólkinu mínu líður vel og er heilbrigt óttast ég ekkert. Ég hef trú á mannkyninu og framtíðinni. Hvert er þitt mesta afrek? Að rækja grunnskyldur mínar af kostgæfni sem góður eiginmaður og faðir og finna kærleikann í lífinu. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Ég fór einu sinni í gangstéttasteypuvinnu. Þá þurfti ég einu sinni að horfa á steypu þorna í átta tíma. Passa að enginn myndi stíga í blauta steypu. Ég hélt að þetta væri vinnustaðargrín allan tímann. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Leitin að tilgangi listarinnar. Hvernig væri bjórinn Guðmundur Ingi? Taðgaffall. Besta ráð sem þú hefur fengið? Skoskur læknir ráðlagði mér að kíkja á 12 spora fundi. Það er sennilega það gáfulegasta sem ég hef gert í seinni tíð. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Þrif á baðherbergi. Besta bíómynd allra tíma? Ekki séns að ég geti nefnt eina. Kvikmyndalistin er stórkostlegt form sem býður upp á endalausa möguleika. Ég verð mjög oft uppnuminn yfir góðum myndum. Nú síðast yfir rússnesku myndinni Elephants Can Play Football. Hvaða hæfileika vildir þú búa yfir? Ég myndi gjarnan þiggja meiri þolinmæði og jafnaðar­ geð. Af yfirnáttúrulegum myndi ég helst vilja getað flogið. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ég reyni að taka alltaf áhættu, með allt nema fjölskyldulífið. Listamaður sem tekur ekki áhættu er dauður. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarn- ar á þér? Íslenskir frasar sem snúast um að spyrja um líðan fólks án þess að spyrjandinn hafi nokkurn áhuga á að heyra raunverulegt svar og spyrjandinn svarar jafnvel sjálfur. Ertu ekki bara hress, ha? Jú jú. Sem og fyrirsagnir og frasar sem miða að því að gera fólk óttaslegið og fullt vantrausts í garð annars fólks. Svona týpísk nútíma pólitík sem snýst um að búa til ringulreið og ótta. Frasar sem ala á fordóm­ um í garð þeirra sem minna mega sín í samfélaginu fara líka í taugarnar á mér. Fólk með silfurskeiðar getur ekki með nokkru móti sett sig í spor fólks sem alist hefur upp í hvers kyns birtingarmyndum fátæktar og ofbeldis. Hvað getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Kaffi, súkkulaði, góðar sósur, blóðugar steikur, skrítin og ögrandi verkefni. Hvað er á döfinni hjá þér? Sýningar á HÚH! Best í heimi í Borgarleikhúsinu. Útvarpsþættir um heimilsofbeldi fyrir Útvarpsleik­ húsið með RaTaTam. Sýningar á SUSS! verkinu okkar í RaTaTam í nóvember í samstarfi við flestar stofnanir og félagasamtök sem vinna í kringum þennan erfiða málaflokk. Klára plötuna Miðaldra með Tveimur Dóna­ legum Haustum. Svo er ég í tveimur risaverkefnum erlendis sem er stranglega bannað að tala um. Annars bara að reyna að halda heimilislífinu eðlilegu. Leitin að tilgangi listarinnar M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.