Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 12
12 20. september 2019FRÉTTIR Þeir flúðu land Þórður Juhasz (áður Þórður Jósteinsson) – Alicante, Spánn Dómur: Fjögurra ára fangelsi. Dómur styttur um hálft ár í Landsrétti. Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 2. Þórður Juhasz hét áður Þórður Jósteinsson. Í mars á seinasta ári hlaut hann fjögurra fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa nauðgað 14 ára stúlku á afviknum stað í Heiðmörk. Brotið átti sér stað í ágúst 2016. Landsréttur mildaði síðar dóm héraðsdóm og stytti hann um hálft ár. Við rannsókn lögreglu fannst excel-skjal í tölvu Þórðar þar sem búið var að skrá niður nöfn stúlkna og kvenna og hvaða ár þær væru fæddar. Þá voru kynferðislegar athafnir færðar inn í skjalið við hvern og einn einstakling. Þar á meðal var nafn brotaþolans. Þórður hafði áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot því árið 2009 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tólf ára stúlku. Þórður Juhasz er skráður til heimilis á Selfossi. Hann hefur undanfarin ár búið í Kópavogi en samkvæmt heimildum DV hefur hann haldið til á Alicante á Spáni undanfarin misseri. Ómar Traustason – Loz Alcarares, Spánn Dómur: 10 mánaða fangelsi. Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 4 Árið 1993 var Ómar Traustason dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum á aldrinum 9–12 ára. Brotin áttu sér stað í Vestmannaeyjum. Ómar var sakfelldur fyrir að hafa sýnt drengjunum klámefni í fjögur aðskilin skipti, ýmist heima hjá sér eða í bíl, og fyrir að hafa fróað sér fyrir framan þá. Þá fitlaði hann við tvo þeirra og tók getnaðarlim eins þeirra í munn sér. Rúmlega tuttugu árum síðar, í apríl 2013, var Ómar síðan dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti á ellefu mánaða tímabili árið 2001. Pilturinn var fjórtán til fimmtán ára meðan á brotunum stóð. Pilturinn hafði leitað til Ómars þegar fjölskylda hans varð húsnæðislaus. Pilturinn fékk húsaskjól hjá Ómari, bæði í Breiðholti og í Kópavogi, og mat og pening fyrir nesti í skólann, auk þess sem Ómar hélt að honum fíkniefnum. Ómar var ákærður fyrir að hafa neytt drenginn til munnmaka, fyrir að fá drenginn til að fróa sér og reyna í eitt skipti að hafa endaþarmsmök við hann. Í október 2013 sneri Hæstiréttur dómi héraðsdóms við og var Ómar sýknaður af þessari ákæru. Ómar var áður búsettur í Danmörku en samkvæmt heimildum DV er hann nú búsettur í Loz Alcarares á Spáni. Gunnar Jakobsson (áður Roy Svanur Shannon) – Svíþjóð Dómur: Fjögurra ára fangelsi. 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 6 Gunnar Jakobsson gekk áður undir nafninu Roy Svanur Shannon en var skírður Erlendur Sveinn Hermannsson. Árið 1997 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex barnungum stúlkum og var það þyngsti dómur sem hafði fallið í barnaníðingsmáli hérlendis á þeim tíma. Tók hann sum brotin upp á myndbandsupptökuvél. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa framleitt barnaklám og að dreifa því á netinu og fyrir vörslu á gífurlega miklu magni af barnaklámi. Á meðan hann beið dóms og var vistaður í gæsluvarðhaldi á Akureyri varð hann uppvís að því að vera með barnaklám í tölvu sinni. Eftir að hann hafði afplánað fangelsisdóminn skipti Roy Svanur um nafn og heitir hann í dag Gunnar Jakobsson. Hann bjó um nokkurra ára skeið í Danmörku en flutti aftur til Íslands árið 2010. Í mars á seinasta ári var hann síðan dæmd- ur í 18 mánaða skil orðsbundið fang elsi fyr ir að hafa í vörslu sinni 48.212 ljós mynd ir og 484 hreyfi mynd ir sem sýna börn á kyn ferðis leg an og klám feng inn hátt. Héraðsdómur Suðurlands ákvað að skilorðsbinda dóminn, meðal annars vegna verulegs dráttar á rannsókn málsins. Það vakti mikla athygli þegar blaðamað- ur og ljósmyndari DV fóru heim til Gunnars, í apríl 2017, og lýstu þar viðbjóðslegum aðstæð- um sem við blöstu. Gunnar var þá búsettur í gömlu niðurníddu húsi á Stokkseyri. Fram kom að honum væri meinað að fara í sund á Selfossi og á Stokkseyri og færi því í sund í Reykjavík. Einnig kom fram að Gunnar hefði um árabil lif- að tvöföldu lífi í netheimum undir dulnefni sem ráðagóð eldri kona á spjallborðum Barnalands sem síðar varð er.is og nú Bland. Samkvæmt heimildum DV er Gunnar í dag búsettur í Svíþjóð. Ingvar Dór Birgisson – Malasía Dómur: Þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Staðfest í Hæstarétti. Tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi. Dómur styttur um eitt ár í Hæstarétti. Brotaþolar (sem vitar er um): 2 Í mars 2015 var Ingvar Dór Birgisson dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ingvars í miðborginni. Í október 2016 var Ingvar Dór síðan dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir að nauðga annarri 14 ára gamalli stúlku, en það brot átti sér stað árið 2014. Þetta var í því í annað skiptið á þremur árum sem Ingvar Dór hlaut fang- elsisdóm fyrir nauðgun á unglingsstúlku. Ingvar hafði samskipti við seinni brotaþolann í gegnum samfélagsmiðla, fékk hana til að senda sér nektar- myndir og hótaði að birta myndirnar á netinu ef hún kæmi ekki í heimsókn til hans. Hæstiréttur Íslands mildaði dóminn yfir Ingvari Dór í seinna málinu niður í eins og hálfs árs fangelsi. Samkvæmt heimildum DV er Ingvar Dór í dag búsettur í Malasíu, en hann mun hafa flúið land stuttu eftir að hann lauk samfélagsþjónustu hjá Rauða krossinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.