Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Síða 24
Sjávarútvegsblaðið 20. september 2019KYNNINGARBLAÐ Kynslóðaskipti og fjölbreyttari þjónusta hjá MD vélum Kári Jónsson keypti nýverið hlut í fyrirtækinu MD vélum ehf. og mun gegna stöðu rekstrar- stjóra og stýra þjónustuverkstæði og viðgerðum ásamt sölu. Fyrirtækið á að baki áratuga sögu í sölu og viðhaldsþjónustu á dísilvélum og túrbínum bæði á sjó og landi. Hjalti Sigfússon, stofnandi og aðaleigandi MD véla, verður áfram hluthafi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins og annast ráðgjöf og fleiri verkþætti í daglegum rekstri. „Við fögnum því að fá Kára aftur til liðs við okkur því hann gjörþekkir fyrirtækið og þjónustu MD véla frá því að hann starfað hér frá 2013 til 2018. Það er ánægjulegt að geta stuðlað að kynslóðaskiptum og tryggt að sú mikilvæga þjón- usta sem MD vélar veitir haldi áfram að þróast og byggjast upp,“ segir Laila Hjaltadóttir, við- skiptastjóri MD véla. Sjávarútvegur 2019 MD vélar verður með bás á sýn- ingunni Sjávarútvegur 2019 í Laugardalshöll. „Þar verða full- trúar okkar helstu erlendu birgja með okkur. Þá koma sérfræðingar frá Mitsubishi, Solé Diesel og VM kompensator. Einnig verður með okkur maður frá GS Hydro, fyrirtæki sem margir þekkja hér á landi. Því er kjörið fyrir viðskiptavini að heim- sækja okkur í bás MD véla og fræð- ast enn meira um möguleikana sem þeim standa til boða,“ segir Laila. MD vélar er með umboð fyrir Mitsubishi á Íslandi. Einnig spænska fyrirtækið Solé Diesel sem býður mikið úrval skrúfu- og ljósavéla fyrir smærri báta auk mik- ils úrvals aukahluta. Þá er MD vélar einnig umboðs- aðili fyrir PJ Diesel í Kaupmanna- höfn sem sérhæfir sig í endurbyggingum á túrbínum fyrir skip og annast MD vélar viðhaldsþjónustu og endur- byggingu á túrbínum hérlendis, auk þess að selja varahluti í túrbínur. Loks er að nefna umboð MD véla fyrir PJ Woodward sem er sérhæft fyrirtæki í varahluta- og viðgerðar- þjónustu á gangráðum. Farsælt samstarf með Mitsubishi Fyrirtækið var stofnað árið 1990 um sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir Mitsubishi dísilvélar og tilheyrandi búnað á Íslandi og hefur sá þáttur allar götur síðan verið leiðandi þáttur í starfseminni. Í byrjun þessa árs varð sú breyting á þeirri þjón- ustu að umboðið hér á landi heyrir nú undir öfluga deild Mitsubishi í Noregi sem hefur sérhæft sig í samsetningu vélapakka með öllum þeim auka- hlutum sem hver og einn viðskiptavinur óskar eftir. „Við erum mjög ánægð með þá reynslu sem komin er á þessa þjónustu, sem er afar vönd- uð og fagleg. Með samstarfinu við Mitsubishi í Noregi hafa okkur líka opnast tækifæri til að bjóða öflugar og góðar landrafstöðvar hér á landi en á mörgum sviðum atvinnulífsins er þörf fyrir slíkt. Líkt og í aðalvél- unum og ljósavélunum getum við fengið landrafstöðvarnar uppsettar og frágengnar nákvæmlega eins og viðskiptavinurinn þarf á að halda,“ segir Laila. Þensla í þjónustu MD véla í þenslutengjum Annað og vaxandi þjónustusvið MD véla er umboð fyrir danska fyrirtækið VM kompensator sem framleiðir þenslutengi fyrir hvers konar lagnir, stórar sem smáar. „Með nýjum samningi við fyrirtækið Metraflex í Chicago aukum við svo enn við úrvalið og þjónustuna í þenslutengjum. Metraflex er í fremstu röð þegar kemur að þenslu– tengjum fyrir vatns- úðakerfi fyrir byggingar- iðnaðinn. Tengin eru auðveld í uppsetningu og það fer afar lítið fyrir þeim. Einnig taka tengin á sig mikla hreyfingu sem gerir það að verkum að þau henta til dæmis sérlega vel á jarðskjálftasvæðum,“ segir Laila. Metraflex tengin taka á sig mikla hreyfingu. Nánari upplýsingar má nálgast á www.mdvelar.is Vagnhöfða 12, 110 Reykjavík Opnunartími skrifstofu: Mán–fös 8.00–16.00 Sími: 567-2800 Netfang: mdvelar@mdvelar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.