Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Side 38
38 20. september 2019 SAKAMÁL FLÁRÆÐI Í FÍLADELFÍU n Í einkalífi Jimmys Logue var mikil óreiða n Í vinnunni var allt meira eða minna á hreinu n Eiginkona hans var myrt og hann grunaður um verknaðinn A tvinna getur verið af ýmsu tagi og sum störf eru talin virðingarverðari en önnur. Starf Jimmys Logue, sem fæddist í Fíladelfíu árið 1835, verður sennilega seint talið ærlegt, en Logue lagði fyrir sig þjófnað og spannaði ferill hans í þeim geira yfir fjörutíu ár. Aðeins tíu ára var Logue handtekinn fyrir þjófnað og sat inni á einhvers konar stofnun fyrir vikið. Þegar hann losnaði gerðist hann lærlingur hjá manni að nafni Joe Keyser, vel þekktum vasaþjófi í Baltimore. Logue sóttist námið greinilega vel því hann haslaði sér völl í bankaránum og varð bara þónokkuð snjall á þeim vettvangi. Tilvera Logue var tvískipt; öðrum hluta hennar varði hann við ágæt efni og velsæld og hinum hlutanum á bak við lás og slá. Skammlífur hjúskapur Það væri vægt til orða tekið að segja að óreiða hafi ríkt í einkalífi Logue. Þar var nánast allt í einum graut. Þegar Logue var 23 ára kvæntist hann Mary Jane Andres. Hjúskapur þeirra entist í tvö ár og þá gekk Logue í hjónaband með Mary Gahan. Hann lét þó undir höfuð leggjast að skilja formlega við Mary Jane, fannst það sennilega óþarfa vesen. Mary Gahan átti óskilgetinn son, Alphonse, sem nánar verður vikið að síðar. Logue fór illa með Mary og flúði hún á náðir föður síns og dó árið 1869. Johanna bíður eiginmannsins En áður en Mary yfirgaf Logue hafði hann tekið upp ástarsamband með systur hennar, Johönnu. Þau gengu í hjónaband tveimur árum eftir að Mary dó, árið 1871, en um það leyti var Logue að búa sig undir afplánun sjö ára dóms í Cherry Hill-fangelsinu fyrir innbrot. Johanna beið þess að Logue fengi frelsi að nýju og þegar það gerðist hreiðruðu þau um sig á Occidental-hótelinu í New York- borg. Logue var loðinn um lófana, enda hafði hann komið illa fengnu fé sínu fyrir á reikningum í hinum ýmsu bönkum í borginni. Hann tók upp fyrri iðju með félaga sínum, Peter Burns, með áherslu á almenna þjófnaði og innbrot. Hjálpar stjúpsyninum Hinn óskilgetni stjúpsonur Logue, Alphonse, sem notaði eftirnafn föður síns, Cutaiar, var enn inni í myndinni hjá Logue. Alphonse naut góðs af hagsæld Logue sem samþykkti að hjálpa honum að koma undir sig fótunum sem rakari. Logue keypti hús að North Eleventh Street 1250 í Fíladelfíu og rakarastofa Alphonse var til húsa þar, á jarðhæð. Um skeið bjuggu Logue og Johanna í húsinu, auk tveggja starfsmanna rakarastofunnar. Logue og Johanna yfirgáfu Fíladelfíu árið 1879 og fluttu til New York. Logue ákvað að fara í „þjófnaðarleiðangur“ til Boston með kollega sínum, George Mason, en Johanna varð eftir í New York. Johanna hverfur Þegar Logue kom aftur til New York var Johönnu hvergi að finna og hann hafði samband við Alphonse og leitaði tíðinda. Jú, Alphonse sagði Logue að Johanna hefði komið til Fíladelfíu, hellt ótæpilega í sig og síðan rokið á dyr. „Ég er farin,“ sagði hún þegar hún yfirgaf húsið og kom aldrei til baka, að sögn Alphonse. Margir voru þeirrar skoðunar að hún hefði fengið sig fullsadda af barsmíðum Logue, sem voru á allra vitorði. Logue hóf leit að Johönnu og auglýsti meira að segja eftir henni í dagblöðum í Fíladelfíu og bauð 500 dali í verðlaun, hverjum þeim sem gætu veitt upplýsingar um hana. Logue taldi reyndar ekki loku fyrir það skotið að Johanna hefði „Ég er far- in,“ sagði hún þegar hún yfirgaf húsið og kom aldrei til baka, að sögn Alphonse. James „Jimmy“ Logue Lagði fyrir sig bankarán og innbrot með góðum árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.