Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 27. september 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Haltu mér, slepptu mér H vert er hlutverk RÚV? er spurning sem hefur borið æ oftar á góma að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, vill taka RÚV af auglýs- ingamarkaði, eitthvað sem löng- um hefur verið deilt um. Allt í einu núna hafa gagnrýnisraddir sprottið upp frá fólki í auglýsinga- og sjónvarpsframleiðslu. Ef RÚV verði tekið af auglýsingamark- aði myndi það nánast ganga af ís- lenskri kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð dauðri vegna þess að fólk í faginu þjálfast við að taka upp auglýsingar og er þá betur í stakk búið til að taka að sér stærri verkefni á sviði framleiðslu sjón- varpsefnis og kvikmynda. Ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði dvínar íslensk auglýsingagerð svo um munar. Ergo: Fagfólk í fram- leiðslu sjónvarps- og kvikmynda- efnis verður ekki jafn gott og allt fer skyndilega í bál og brand. Ís- land verður ein menningarsnauð- asta þjóð Evrópu á einni nóttu. Þetta er áhugaverður rök- stuðningur fyrir margra hluta sakir. Er það virkilega svo að hlut- verk RÚV sé að halda uppi heilli atvinnugrein með því að styrkja aðra (lesist: að hala inn mark- aðspeninga um leið og það hal- ar inn almannafé) eða gæti verið að tækifærissinnar og markaðs- menn séu hér að gera heiðarlega tilraun til að snúa út úr ágætri umræðu um nákvæmlega hvað RÚV á með að vera á auglýsinga- markaði? Gott og vel. Þeir sem eiga hags- muna að gæta munu alltaf reyna að snúa út úr, eðli málsins sam- kvæmt, enda gríðarlegar fjárhæð- ir í húfi. Hins vegar er alvarlegra mál að þessi rökstuðningur, um að auglýsingagerð sé fjöregg ís- lenskrar menningar og undir- staða þess að fólk fái hér við- eigandi reynslu í framleiðslu á vönduðu, innlendu efni, er al- gjörlega galinn. Í umræðunni virðist algjörlega gleymast sá styr sem staðið hefur um RÚV meðal kvikmyndaframleiðenda. RÚV nefnilega ákvað það upp á eigin spýtur fyrir um það bil tveimur árum að breyta samn- ingum við framleiðendur sjón- varpsefnis og kvikmynda. Fyrir breytingu hafði RÚV keypt sýn- ingarrétt að efni sjálfstæðra fram- leiðenda og var það vel. Með nýj- um samningum var hins vegar búið að líma inn feita klausu um að RÚV myndi hljóta hlut í ýmsu sjónvarpsefni og kvikmyndum í stað þess að kaupa sýningar- rétt. Með því að kaupa hlut í efn- inu hefur RÚV veigameiri stöðu í verkefninu en bara að sýna efnið ákveðið oft. Það er ákveðið áhættuspil að kaupa sig inn í sjónvarpsefni og taka sér stöðu sem aðal- eða meðframleiðandi. Ef að verkefnið gengur illa og skil- ar tapi er það fjárhagslegt högg. Hins vegar, ef verkefnið gengur vel, endurgert í mörgum lönd- um og sýnt í enn fleiri vænkast hagur framleiðandans sem lagði til peninga í upphafi. Það kemur skýrt fram í lögum og reglum RÚV að hlutverk stofnunarinnar sé að „hlúa að menningu þjóðarinn- ar, leggja rækt við íslenska tungu, listir og íþróttir“ og að hlutverkið sé enn fremur að „styðja við fram- leiðslu og nýsköpun á slíku efni“. Ekki er hægt að sjá að það sam- rýmist markmiðum RÚV sérstak- lega að kaupa sig inn í verkefni með gróða í huga. Þessa klausu hafa Samtök iðnaðarins gagnrýnt fyrir hönd kvikmyndagerðarmanna en einnig þá rúmu skilgreiningu á hvað felst í því að vera sjálfstæður framleiðandi að mati RÚV. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleið- anda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleið- anda efnis“ á meðan Kvikmynda- sjóður skilgreinir það sem „fyrir- tæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi.“ Vegna þessa mis- ræmis tilgreinir RÚV til að mynda tækjaleigu og handritaráðgjöf sem „sjálfstæðan framleiðanda“, sem kvikmyndagerðarmönnum finnst óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið. Því á ég bágt með að skilja þessa dökku framtíðarsýn sem dregin er upp varðandi fram- leiðslu á innlendu efni ef RÚV fer af auglýsingamarkaði. Kvik- myndagerðarmenn vilja ekki sjá það gerast því þá stoppar þjálfun á starfsfólki, þar sem auglýsingar eru teknar upp nánast í hverri viku en lengra líði á milli sjón- varps- og kvikmyndaframleiðslu. Hins vegar vilja kvikmynda- gerðarmenn ekki heldur að RÚV kaupi hluta í efni til að afla sér tekna. Er það ekki einmitt ágætt mótvægi við því að RÚV fari af auglýsingamarkaði? RÚV fjárfest- ir þá meira í innlendri framleiðslu til að ná viðmiðum sínum sem Al- þingi setur, getur þá valið verk- efnin betur með gróða í huga og styrkt innlenda framleiðslu enn fremur með gróðanum sem hlýst af hlutdeild í hinum ýmsu verk- efnum. Er það ekki bara ágætis díll? n Spurning vikunnar Á almenningur rétt á upplýsingum um búsetu barnaníðinga? „Svarið mitt er eitt stórt JÁ.“ Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir, eigandi Reykjavík Warehouse „Já, almenningur á fullan rétt á því.“ Gulla Fjóla, bílstjóri „Já, að sjálfsögðu! Í Banda- ríkjunum eru þeir skráðir og með stimpil í ökuskírteini um að þeir séu níðingar og ef einhver níðingurinn flytur í hverfið þá fá allir vitneskju um það. Það er réttur okkar að fá að vita þetta.“ Maggi Garðars, afi „Já, sérstaklega barnafólk.“ Sigurjón Vigfússon, stóriðjugreinir „Sem faðir þá segi ég já við því, en ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér líka að menn sem eru ekki síbrotamenn og hafa tekið út refsingu eigi að fá séns, en ekki síbrotamenn sem eru stórhættulegir.“ Björn Axelsson Milljónir frá ríkinu Ákveðinn þrýstingur innan lögreglunnar hefur mynd- ast um að Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri segi af sér embætti. Hann virð- ist ætla að sitja sem fastast og nær ómögulegt er að víkja honum úr starfi samkvæmt lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. Ef embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu er hins vegar sameinað og fyrrnefnda emb- ættið lagt niður myndi Har- aldur þurfa frá að hverfa. Ef svo verður er hann ekki á flæðiskeri staddur því hann heldur óbreyttum launakjör- um í tólf mánuði eftir að emb- ættið er lagt niður. Samkvæmt tekjublaði DV var Haraldur með tæplega 1,5 milljónir á mánuði í fyrra. Haraldur gæti því haft það ljúft þessa tólf mánuði með alls 18 milljónir frá ríkinu, auk annarra launa- tengdra fríðinda. Lögmaður og ráðherra Lítt þekkt ættartengsl L ögmaðurinn Oddur Ást- ráðsson hefur verið mik- ið í fjölmiðlum síðustu mánuði þar sem hann er lögmaður bandaríska flugvéla- leigusalans ALC sem átti í deilum við WOW air vegna kyrrsetn- ingar flug- vélar. Odd- ur starfaði á fjölmiðl- um áður en hann öðlaðist lögmanns- réttindi og er nú einn af eigendum lögmannsstofunn- ar LMB Mandat. Oddur er son- ur Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hef- ur verið viðriðin pólítík í hátt í fimmtán ár í flokki sínum, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Dimmur dagur Hagræðing innan Arion banka kemur hart niður á um 100 manns. MYND: EYÞÓR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.