Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 40
40 PRESSAN 27. september 2019 H ugsanlega er fjöldi samfé- laga vitsmunavera í Vetr- arbrautinni en við vitum bara ekki um þau af því að þessar vitsmunaverur hafa ekki heimsótt sólkerfi okkar og þar með jörðina í 10 milljónir ára. Hugsanlega eru vitsmuna- verur frá öðrum plánetum að kanna Vetrarbrautina og fara sér hægt yfir til að geta nýtt sér hreyf- ingar sólkerfa til að gera ferðalög- in auðveldari. Þetta hljómar eflaust undar- lega í eyrum margra en þessi kenning var nýlega sett fram í vísindarannsókn sem hef- ur verið birt í vísindaritinu The Astronomical Journal. Rann- sóknin er einhvers konar svar við því sem hefur verið nefnt Fermi- þversögnin en í henni er þeirri spurningu varpað fram af hverju við höfum ekki fundið nein merki þess að vitsmunaverur sé að finna utan jarðarinnar. Þversögnin var sett fram af eðlisfræðingnum En- rico Fermi sem eins og frægt er orðið spurði: „Hvar eru allir?“ Hann var að velta fyrir sér möguleikanum á ferðalögum á milli stjarna og sólkerfa en frá því að hann setti þversögnina fram hefur hún verið notuð til að varpa fram efasemdum um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar. Michael Hart stjörnufræðingur skýrði spurningu Fermi, þver- sögnina, í ritgerð árið 1975 og sagði að frá því að alheimurinn varð til fyrir 13,6 milljörðum ára hafi vitsmunaverur haft nægan tíma til að kanna Vetrarbrautina og leggja hana undir sig en samt sem áður hefðum við ekki heyrt neitt frá þeim. Niðurstaða hans var að engin önnur þróuð samfé- lög væru í Vetrarbrautinni. Í nýju rannsókninni er annar póll tekinn í hæðina þegar spurn- ingu Fermi er svarað. Höfundar hennar stinga upp á að geim- verurnar séu bara að taka sér góðan tíma í verkið og vinni það skipulega. „Ef þú tekur ekki hreyfingar stjarna með þegar þú reynir að leysa þetta vandamál þá stendur þú í raun uppi með aðra af tveim- ur mögulegum lausnum. Annað- hvort fer enginn frá plánetunni sinni eða þá að við erum í raun eina tæknivædda samfélagið í Vetrarbrautinni,“ sagði Jonathan Carroll-Nellenback, aðalhöfund- ur rannsóknarinnar, í samtali við Business Insider. Hann benti á að stjörnur og pláneturnar, sem eru á braut um þær, snúist um miðju Vetrarbrautarinnar og séu á mis- munandi hraða og mismunandi brautum. Þetta veldur því að þær mætast öðru hverju. Af þessum sökum gætu geimverur einfald- lega verið að bíða eftir að næsti áfangastaður þeirra komi nær þeim. Ef þetta er rétt væru vits- munaverur lengur að dreifa úr sér um Vetrarbrautina en Hart taldi. Þetta þýði að þær hafi hugs- anlega ekki enn komist til okkar eða að hugsanlega hafi þær gert það löngu áður en mannkynið varð til. Nýjar hugmyndir um geimferðir Vísindamenn hafa notað margar aðferðir við að reyna að svara Fermi-þversögninni. Rannsakað hefur verið hvort hugsanlegt sé að allt líf utan jarðarinnar þróist í höfum og vötnum. Einnig hefur því verið velt upp að menningar- samfélög eyði sjálfum sér vegna eigin óstöðugleika áður en þau ná þeim áfanga að geta kannað geiminn að nokkru marki. Einnig hafa verið settar fram svokallaðar „dýragarðskenn- ingar“ sem ganga út á að menn- ingarsamfélög í Vetrarbraut- inni hafi ákveðið að setja sig ekki í samband við okkur af sömu ástæðu og við erum með náttúru- verndarsvæði og veitum frum- byggjum ákveðinna svæða sér- staka vernd og eftirlátum þeim sérstök svæði til búsetu. Niðurstöður rannsóknar vís- indamanna við Oxford-háskóla, frá því á síðasta ári, benda til að líkurnar á að við séum ein í Vetr- arbrautinni séu um 2 á móti 5 og að líkurnar á að við séum ein í al- heiminum séu um 1 á móti 3. Telja hugsanlegt að vitsmuna- verur hafi heimsótt jörðina og rannsakað sólkerfið n Geimverur gætu einfaldlega verið að bíða eftir að næsti áfangastaður þeirra komi nær þeim n Hugsanlega mörg menningarsamfélög til Vinalega geimveran E.T. Gætu framandi menningarsamfélög litið svona út?Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.