Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 10
10 27. september 2019FRÉTTIR T vö ár eru nú síðan Arna Bára Karlsdóttir, fyrirsæta flutti frá Íslandi en hún býr í dag á Spáni ásamt eigin- manni sínum, Heiðari Árnasyni, og þremur börnum. Arna unir hag sínum vel og segir að Ísland hafi aldrei verið rétti staðurinn fyrir sig. Tildrög þess að Arna flutti frá Íslandi var barátta hennar við Fæðingarorlofssjóð, en hún á þrjá unga syni með stuttu millibili. „Við fluttum fyrst til Svíþjóðar í júní árið 2017 en þá var ég alveg komin með nóg af Fæðingaror- lofssjóði Íslands sem vildi bók- staflega ekkert fyrir mig gera. Ég hafði þá sótt síendurtekið um orlof og látið bókarann minn af- henda þeim öll gögn sem þurfti en það var ekkert hlustað. Mjög löng og skrítin saga en í grunninn bara fáránleg því ég átti svo sannar- lega rétt á fæðingarorlofi þar sem ég hafði starfað sem launþegi hjá sama fyrirtæki í fjögur ár. Líf- ið í Svíþjóð var æðislega ljúft, við bjuggum þar í smábæ sem var algjör paradís. Húsið okkar var risastórt en það eina sem vantaði var nánd við okkar nánustu fjöl- skyldu. Þar sem stór hluti af fjöl- skyldunni minni og mannsins míns er búsett á suðausturhluta Spánar ákváðum við að endingu að flytja hingað út og sjáum ekki eftir því. Lífið hér er æðislegt út í gegn, allir svo rólegir og koma fal- lega fram. Ég elska hvað fólkið hér er hjálpsamt og vill allt fyrir mann gera. Svo er líka rosalega ódýrt að lifa heilsusamlegu lífi hér og njóta þess að vera til.“ Spurð hvernig drengjunum hafi gengið að aðlagast lífi í nýju landi segir Arna þá blómstra hver á sinn hátt. „Þeir eru á aldrinum tveggja til sjö ára og hafa á sinni stuttu ævi flutt til þriggja landa. Þeir eru því vanir flakki og hafa aðlagast rosalega hratt. Ég hef lagt ríka áherslu á að ala þá upp sem sjálfstæða og sterka einstaklinga. Ég vil síður hafa þá of mömmu- og pabbasjúka þótt þeir elski okkur auðvitað út af lífinu, og við þá. En þeir hafa það æðislegt hér, leikskólinn er frábær og skólinn er mjög öruggur. Það má enginn sækja börnin nema eftir skóla- tíma og fólk er beðið um að fram- vísa skilríkjum ef starfsfólkið þekkir ekki til. Mér finnst þetta já- kvætt fyrirkomulag og mjög ólíkt því sem tíðkast á Íslandi.“ Á haus í hjálparstarfi En þótt lífið sé ljúft í sólinni dundu nýverið yfir miklar hörm- ungar því úrhellisrigning og flóð hafa leikið íbúa Costa Blanca- strandlengjunnar grátt. Hamfar- irnar hafa valdið gríðarlegu tjóni þar sem sex eru látnir og þús- undir íbúa svæðisins hafa þurft að yfir gefa heimili sín. Arna Bára hefur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur í dag hörðum höndum við að hjálpa þeim sem orðið hafa fyrir miklum skaða. „Ég er búin að vera á haus í hjálparstarfinu hér því mig langar að gera góða hluti, en ástandið hér er virki- lega slæmt. Yfir níu þúsund hús eru ónýt og yfir 2.700 bílar fljóta um í einum hrærigraut. Á þessari stundu hafa sex manneskjur fundist látnar og ef að líkum læt- ur munu fleiri finnast á næstu dögum. Þetta er mesta flóð síðan mæl- ingar hófust og hafa meðal annars þrjár ár flætt yfir bakka sína og stíflugarðar brostið. Borgin „Ástandið skelfilegra en fólk getur ímyndað sér“ n Úrhelli leikur íbúa suðausturhluta Spánar grátt n Sex hafa fundist látnir n Arna Bára hjálpar Spánverjum í neyð Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Ég get ekki þakkað nægi- lega fyrir að hafa sloppið ómeidd, þá finnur maður þörfina til að hjálpa öðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.