Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 41
PRESSAN 4127. september 2019 Það sama á við þá rannsókn og verk Hart, sem var nefnt til sögunnar hér að ofan; ekki var gert ráð fyrir hreyfingu sólkerf- anna í Vetrarbrautinni. Má þar til dæmis nefna að sólkerfið okkar fer einn hring um Vetrarbrautina á 230 milljón árum. Ef vitsmuna- samfélög hafa orðið til fjarri öðr- um slíkum samfélögum gætu þau gert ferðir sínar styttri með því að bíða eftir hagstæðri afstöðu stjarna og pláneta í öðrum sól- kerfum. Þegar þær væru búnar að koma sér fyrir í nýju sólkerfi gætu þær beðið aftur eftir hagstæðum fjarlægðum áður en þær halda ferðalagi sínu áfram. Ef þetta er rétt þá eru þessar vitsmunaverur ekki að þjóta um Vetrarbrautina, þær gefa sér góðan tíma og bíða eftir að pláneta þeirra komi nógu nálægt næsta áfangastað áður en þær leggja upp í ferðalag. „Ef milljarður ára er nægilega langur tími þá er það ein lausn á Fermi-þversögninni. Heimar, sem henta til búsetu, eru svo sjaldgæfir að þú verður að bíða lengur en hægt er að vænta þess að nokkurt samfélag endist áður en annað slíkt samfélag kemur nærri,“ sagði Carroll-Nellenback. Hugsanlega fjölmörg menningarsamfélög Til að skoða mismunandi sviðs- myndir notuðu vísindamennirn- ir stærðfræðimódel til að líkja eft- ir dreifingu menningarsamfélaga um Vetrarbrautina. Þeir settu fjöl- breytta möguleika inn í módelið um fjarlægð ímyndaðra menn- ingarsamfélaga frá nýjum sólkerf- um, fjarlægð og hraða geimfara og hversu oft geimförum er skotið á loft. Ekki var reynt giska á hvað ræki geimverurnar áfram eða hvernig stjórnmál í heimi þeirra væru en sumir stjörnufræðingar telja þessa þætti hafa dregið úr trúverðugleika annarra lausna á Fermi-þversögninni. „Við reyndum að setja saman módel sem fæli í sér eins lítið af ályktunum um félagsfræði og hægt var,“ sagði Carroll-Nellen- back. En það er stórt vandamál við gerð módels um dreifingu menn- ingarsamfélaga um Vetrarbraut- ina að aðeins sé unnið út frá ein- um viðmiðunarpunkti, okkur sjálfum. Allar spár eru því byggð- ar á hegðun okkar mannanna. En jafnvel þótt þetta setji rann- sókninni ákveðin takmörk komust vísindamennirnir að því að í Vetrarbrautinni sé hugsan- lega fjöldamörg sólkerfi, þar sem menningarsamfélög er að finna, sem við vitum ekki um. Þetta var einnig niðurstaðan þegar þeir notuðust við mjög íhalds- samt mat á hraða og tíðni geim- ferða vitsmunaveranna. Carroll- Nellenback sagði að hugsanlega séu vitsmunaverur í öllum sól- kerfum Vetrarbrautarinnar en þær hafi ekki heimsótt okkur því þær séu ekki nógu nálægt okkur. Hann lagði einnig áherslu á að þótt þetta væri hugsanlegt þýði það ekki að þetta sé líklegt. Við höfum nú fundið um 4.000 plánetur utan sólkerfis okkar og engin ummerki um líf hafa fund- ist á þeim. En við höfum eiginlega ekki leitað mjög vel eða ítarlega. Það eru að minnsta kosti 100 milljarðar stjarna, á borð við sól- ina, í Vetrarbrautinni og miklu fleiri plánetur. Niðurstöður ný- legrar rannsóknar benda til að hugsanlega séu allt að 10 millj- arðar pláneta í sólkerfinu svip- aðar og jörðin okkar. Höfundar hennar segja að það að komast að þeirri niðurstöðu að ekkert líf sé á neinni þessara pláneta sé sé eins og að horfa á sundlaug fulla af sjó og sjá enga höfrunga og draga þá ályktun að engir höfrungar séu í heimshöfunum. Hafa hugsanlega komið til jarðarinnar Annað lykilatriði í umræðunni um vitsmunalíf utan jarðarinnar er það sem Hart kallaði „Stað- reynd A“ en í henni felst að engar geimverur séu á jörðinni núna og það séu engar sannanir fyrir að geimverur hafi komið hingað til jarðarinnar. En höfundar nýju rannsóknarinnar segja að þetta þýði ekki að þær hafi aldrei kom- ið hingað. Ef vitsmunaverur hafi komið hingað til jarðarinnar fyrir milljónum ára, jörðin er um 4,5 milljarða ára, þá séu hugsanlega engin ummerki um heimsókn þeirra. Þeir benda á niðurstöður eldri rannsókna sem benda til að við séum hugsanlega ekki fær um að finna ummerki um heimsókn- ir vitsmunavera hingað til jarðar- innar. Það sé jafnvel hugsanlegt að geimverur hafi komið mjög nálægt jörðinni eftir að mann- kynið kom til sögunnar en hafi ákveðið að koma ekki í heimsókn. Þá sé ekki útilokað að geimverur vilji ekki heimsækja plánetur þar sem líf er þegar til staðar. Að gera ráð fyrir að þær vilji heimsækja slíkar plánetur sé „barnaleg spá“ út frá mannlegri tilhneigingu. n PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 „Hvar eru allir?“ MYNDIR: GETTY IMAGES Sífelld leit Vísindamenn þreyt- ast ekki á að kanna geiminn. Vetrarbrautin Hulin dulúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.