Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 44
44 MATUR 27. september 2019 Um 50–100 stykki Hráefni: n 2 eggjahvítur n 70 g sykur n 70 g flórsykur n 1–2 msk. malt bragðefni („barley malt extract“) n 200 g mjólkursúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 100°C og setjið smjörpappír á 2 ofnplötur. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða og bætið þá sykrin- um varlega saman við í einni bunu. Stífþeytið síðan eins og um marengs sé að ræða, í 10–15 mínútur. Bætið malt bragð- efninu saman við á meðan þið þeytið. Hættið síðan að þeyta, dembið flórsykrinum í gegnum sigti til að losna við köggla og blandið honum varlega saman við marengsinn með sleif eða sleikju. Setjið blönduna í sprautupoka eða plastpoka sem búið er að klippa eitt hornið af. Sprautið agnarsmáum kúl- um á ofnplötuna en mér finnst gott að hafa kúlurnar minni en ég vil að þær verði endan- lega því þær verða meiri um sig þegar búið er að súkkulaði- húða þær. Setjið plötuna inn í ofninn í miðjuna og bakið í 1 klukkustund. Takið plötuna út úr ofninum og leyfið kúlunum að kólna.Ég mæli með því að fara strax í að súkkulaðihúða kúlurnar þegar þær hafa kólnað því þær eru stökkastar nýkomn- ar úr ofninum. Innan nokkurra klukkustunda hafa þær dregið í sig raka og eru ekki eins stökk- ar. Bræðið því súkkulaðið og notið skeið eða gaffal til að velta kúlunum upp úr súkkulaðinu. Raðið þeim á smjörpappír og reynið að sýna þolinmæði á meðan súkkulaðið storknar. Uppáhaldsnammið endurgert í eldhúsinu heima Þolinmæðis- vinna Það tekur svolítið langan tíma að gera Maltesers en það er þess virði. Mynd: Sunna Gautadóttir Ótrúlega einfalt Það er ekkert mál að búa sjálfur til Bounty. Mynd: Sunna Gautadóttir Bounty Algjör dúndur Nutella, ískex og súkkulaði – getur ekki klikkað. Mynd: Sunna Gautadóttir Ferrero Rocher n Fjórar sögufrægar sælgætistegundir búnar til heima n Auðveldara en þú heldur Maltesers Um það bil 15 stykki Hráefni: n 200 g kókosmjöl n 1 dós sæt dósamjólk („sweetened condensed milk“ – 397 g) n 200 g dökkt súkkulaði Aðferð: Blandið kókosmjöli og mjólkinni vel saman. Mótið síðan litlar, nú eða stórar) lengjur úr blöndunni og raðið lengjunum á plötu eða disk sem búið er að klæða með smjörpappír. Setj- ið plötuna eða diskinn inn í ísskáp og kælið í um klukkustund. Bræðið súkkulaðið en þið getið auðvitað notað mjólkursúkkulaði ef þið viljið. Hér finnst mér best að dýfa topp- inum á Bounty-inu í súkkulaðið, setja lengjuna aftur á smjörpappír og leyfa toppinum að storkna. Síð- an að dýfa botninum í súkkulaði og leyfa súkkulaðinu aftur að storkna. Þið getið auðvitað súkkulaðihúðað Bounty-ið eins og þið viljið. Skipt- ir svo sem litlu máli hvernig þetta lítur út því bragðið er aðalmálið. Og bragðið er gott! Hráefni: n 1 bolli mulið ískex (helst með súkkulaðifyllingu) n 1 bolli saxaðar heslihnetur n 1/2–3/4 bolli mjúkt Nutella n 1/3 bolli brætt dökkt súkkulaði n 1/2 tsk. brætt smjör n 1/3 bolli saxaðar heslihnetur Aðferð: Blandið ískexi, 1 bolla af hesli- hnetum og Nutella vel saman í skál. Blandan á að vera klístruð. Skellið blöndunni í ísskáp í 30 mín- útur og leyfið henni að jafna sig. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklædd- an disk. Setjið þær inn í frysti í 15 mínútur. Bræðið dökka súkkulað- ið og smjörið saman í örbylgju- ofni í þrjátíu sekúndur í senn. Hrærið alltaf á milli hverra þrjá- tíu sekúndna. Bætið 1/3 bolla af heslihnetunum út í. Veltið frosn- um kúlunum upp úr súkkulaði- blöndunni og setjið á smjörpappír á meðan þær storkna. Þetta er lítil uppskrift en það er lítið mál að tvö- falda eða þrefalda hana. Þessar er líka gott að fyrsta svo maður hafi alltaf smá kruðerí við höndina til að gúffa í sig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.