Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 44
44 MATUR 27. september 2019
Um 50–100 stykki
Hráefni:
n 2 eggjahvítur
n 70 g sykur
n 70 g flórsykur
n 1–2 msk. malt bragðefni
(„barley malt extract“)
n 200 g mjólkursúkkulaði
Aðferð:
Hitið ofninn í 100°C og setjið
smjörpappír á 2 ofnplötur.
Þeytið eggjahvíturnar þar til
þær freyða og bætið þá sykrin-
um varlega saman við í einni
bunu. Stífþeytið síðan eins og
um marengs sé að ræða, í 10–15
mínútur. Bætið malt bragð-
efninu saman við á meðan þið
þeytið. Hættið síðan að þeyta,
dembið flórsykrinum í gegnum
sigti til að losna við köggla og
blandið honum varlega saman
við marengsinn með sleif
eða sleikju. Setjið blönduna í
sprautupoka eða plastpoka sem
búið er að klippa eitt hornið
af. Sprautið agnarsmáum kúl-
um á ofnplötuna en mér finnst
gott að hafa kúlurnar minni
en ég vil að þær verði endan-
lega því þær verða meiri um
sig þegar búið er að súkkulaði-
húða þær. Setjið plötuna inn í
ofninn í miðjuna og bakið í 1
klukkustund. Takið plötuna út
úr ofninum og leyfið kúlunum
að kólna.Ég mæli með því að
fara strax í að súkkulaðihúða
kúlurnar þegar þær hafa kólnað
því þær eru stökkastar nýkomn-
ar úr ofninum. Innan nokkurra
klukkustunda hafa þær dregið í
sig raka og eru ekki eins stökk-
ar. Bræðið því súkkulaðið og
notið skeið eða gaffal til að velta
kúlunum upp úr súkkulaðinu.
Raðið þeim á smjörpappír og
reynið að sýna þolinmæði á
meðan súkkulaðið storknar.
Uppáhaldsnammið
endurgert í eldhúsinu heima
Þolinmæðis-
vinna Það tekur
svolítið langan
tíma að gera
Maltesers en það
er þess virði. Mynd:
Sunna Gautadóttir
Ótrúlega einfalt Það er
ekkert mál að búa sjálfur
til Bounty. Mynd: Sunna
Gautadóttir
Bounty
Algjör dúndur Nutella, ískex og súkkulaði –
getur ekki klikkað. Mynd: Sunna Gautadóttir
Ferrero Rocher
n Fjórar sögufrægar sælgætistegundir búnar til heima n Auðveldara en þú heldur
Maltesers
Um það bil 15 stykki
Hráefni:
n 200 g kókosmjöl
n 1 dós sæt dósamjólk („sweetened
condensed milk“ – 397 g)
n 200 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
Blandið kókosmjöli og mjólkinni
vel saman. Mótið síðan litlar, nú eða
stórar) lengjur úr blöndunni og raðið
lengjunum á plötu eða disk sem búið
er að klæða með smjörpappír. Setj-
ið plötuna eða diskinn inn í ísskáp
og kælið í um klukkustund. Bræðið
súkkulaðið en þið getið auðvitað
notað mjólkursúkkulaði ef þið viljið.
Hér finnst mér best að dýfa topp-
inum á Bounty-inu í súkkulaðið,
setja lengjuna aftur á smjörpappír
og leyfa toppinum að storkna. Síð-
an að dýfa botninum í súkkulaði og
leyfa súkkulaðinu aftur að storkna.
Þið getið auðvitað súkkulaðihúðað
Bounty-ið eins og þið viljið. Skipt-
ir svo sem litlu máli hvernig þetta
lítur út því bragðið er aðalmálið. Og
bragðið er gott!
Hráefni:
n 1 bolli mulið ískex (helst með
súkkulaðifyllingu)
n 1 bolli saxaðar heslihnetur
n 1/2–3/4 bolli mjúkt Nutella
n 1/3 bolli brætt dökkt súkkulaði
n 1/2 tsk. brætt smjör
n 1/3 bolli saxaðar heslihnetur
Aðferð:
Blandið ískexi, 1 bolla af hesli-
hnetum og Nutella vel saman í
skál. Blandan á að vera klístruð.
Skellið blöndunni í ísskáp í 30 mín-
útur og leyfið henni að jafna sig.
Búið til litlar kúlur úr blöndunni
og raðið á smjörpappírsklædd-
an disk. Setjið þær inn í frysti í 15
mínútur. Bræðið dökka súkkulað-
ið og smjörið saman í örbylgju-
ofni í þrjátíu sekúndur í senn.
Hrærið alltaf á milli hverra þrjá-
tíu sekúndna. Bætið 1/3 bolla af
heslihnetunum út í. Veltið frosn-
um kúlunum upp úr súkkulaði-
blöndunni og setjið á smjörpappír
á meðan þær storkna. Þetta er lítil
uppskrift en það er lítið mál að tvö-
falda eða þrefalda hana. Þessar er
líka gott að fyrsta svo maður hafi
alltaf smá kruðerí við höndina til
að gúffa í sig!