Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 30
Rafiðnaðarblaðið 27. september 2019KYNNINGARBLAÐ Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni Við höfðum verið fengnir í verkefni við uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla og tvinnbíla áður en við fórum sjálfir að flytja inn hleðslustöðvar. Oft var um að ræða grannar lagnir og afkastalitlar hleðslustöðvar og sjaldan verið að hugsa mikið um framtíðina. Í dag eru rafhlöður rafbílanna orðnar töluvert öflugri og með þessum gömlu hleðslustöðvum getur tekið marga sólarhringa að hlaða bílana. Þetta er meginástæða þess að við ákváðum að fara inn á bílahleðslumarkaðinn. Þegar við sáum svo hversu vel EVBox var að leysa vandamál tengd tíðri notkun, álagsdreifingu á hleðslu og umsýslu hleðslukostnaðar var orðið ljóst að þetta væri fyrirtækið sem við vildum tengja okkur við,“ segir Magnús Jaró Magnússon, framkvæmdastjóri Bílahleðslunnar, sem er systurfyrirtæki Rafvirkni ehf., en það síðarnefnda hefur starfað í 35 ár á rafverktakamarkaði. Ert þú örugglega að hlaða rafbílinn rétt? Það er afar mikilvægt að hlaða rafbílana rétt. Mannvirkjastofnun, æðsta vald yfir rafmagnsmálum á Íslandi, gaf nýlega út bækling þar sem tilgreindar eru fjórar mismunandi hleðsluaðferðir. Sérstaklega er varað við að stinga bílnum í samband við venjulegan tengil í heimahúsi þar sem sú leið hentar ekki til hleðslu rafbíla nema í mjög takmarkaðan tíma. „Það hefur jafnvel kviknað í tenglum og húsum í kjölfarið, út frá rangri hleðsluaðferð. Eina rétta aðferðin við að hlaða rafbíla er að notast við hleðslustöð með fasttengdri raflögn, líkt og það sem við bjóðum upp á,“ segir Magnús. Skínandi græn orka EVBox er leiðandi framleiðandi hleðslustöðva og hleðslustjórnunarhugbúnaðar í heiminum og hafa verið settar upp yfir 75.000 hleðslustöðvar í meira en 55 löndum. Samanlagt hafa hleðslustöðvar þeirra hlaðið 36M kWh á ári, sem jafngildir um 900.000.000 kílómetra akstursvegalengd á rafbíl. EVBox kemur því í veg fyrir losun um 18.450 tonna af útblæstri koltvísýrings árlega. EVBox rekur alla starfsemi sína á grænni orku, flokkar allan úrgang og prentar eins lítið og hægt er. Hleðslustöðvarnar eru þar að auki úr polycarbonate og 100% endurvinnanlegar. Innan skamms mun fyrirtækið enn fremur nýta sólarorku í störfum sínum. „Þessi skínandi umhverfisvitund var önnur ástæða þess að við vildum fara í samstarf við EVBox. Einnig erum við nýbúin að gera starfssamning við Orku heimilanna. Þau hafa verið ódýrust á markaðnum og notast enn fremur við 100% græna orku.“ Lausnir fyrir einstaklinga, fjölbýlishús og vinnustaði Bílahleðslan býður upp á lausnir fyrir einstaklinga, fjölbýlishús, fyrirtæki og stofnanir. EVBox býður upp á allt að 350 kw hleðslustöðvar með fullkominni álagsstýringu, sem tryggir að rafmagnið í húsinu fari ekki yfir það sem er í boði. Hleðslustöðvarnar henta í ýmiss konar aðstæðum; bílakjöllurum, sérmerktum stæðum eða heilum bílaplönum. „Það á að vera þægilegt og einfalt að hlaða rafbílana heima sem og í vinnunni. Í flestum tilfellum, þegar um er að ræða fjölbýlishús, eru ekki allir íbúar að nota hleðslustöðvarnar. Það eiga ekki allir rafbíla og enn fremur eiga ekki allir bíl. Því væri ósanngjarnt að láta alla borga fyrir hleðslustöðina og rafmagnsnotkunina sem fylgir. Við bjóðum upp á fyrirtaks lausn á þessu vandamáli. Þá komum við á staðinn og í samstarfi við húsfélagið, útbúum við lagnaleiðir í bílakjallaranum eða á planinu, setjum upp töflu og tengjum hana. Þeir íbúar sem nota rafbíla borga sjálfir fyrir lögn að sínu stæði og kaupa hleðslustöð. Þannig er enginn neyddur til að borga fyrir stöð sem hann notar ekki.“ Bílahleðslan býður upp á fjölbreytt úrval af hleðslustöðvum sem henta í mismunandi aðstæðum. „Fyrir fjölbýlishús mælum við með BusinessLine og Elvi. Fyrrnefndi kosturinn hentar vel fyrir bílaplön fjölbýlishúsa og vinnustaða þar sem eru ómerkt stæði. Allir notendur geta hlaðið rafbílana og opnað stöðvarnar fyrir gesti. Elvi hentar fyrir bílakjallara og plön með merktum stæðum. Þá hefur hver og einn aðgang að sinni hleðslustöð. Bílahleðslan býður einnig upp á PublicLine og DC-hraðhleðslustöð sem henta sérstaklega fyrir fyrirtæki. PublicLine eru útbúnar kortalesara og geta hlaðið tvo bíla á sama tíma. DC-hraðhleðslustöðvarnar geta hlaðið allt að þrjá bíla samtímis. Þær geta hlaðið upp að 125 km á 30 mínútum miðað við 50kw stöð, og upp í 400 km á 15 mínútum með 350kw stöð.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni bilahledslan.is Akralind 9, 201 Kópavogur Sími: 519-4488 Fylgstu með á Facebook: Bílahleðslan ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.