Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 51
FÓKUS 5127. september 2019 YFIRHEYRSLAN Eva María Mattadóttir Eva María Mattadóttir starfar sem þjálfari hjá Dale Carnegie ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Normið. Hana þyrstir að eigin sögn endalaust í fróðleik um mannlega hegðun og leiðir til þess að komast í „hamingjuzone-ið“ og hugarró. Eva María er í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Við sjó, það er einhver klikkuð orkuuppspretta. Náttúran er alger endurhleðsla og best er að vera þar með krökkunum að leika og hlæja. Hvað óttastu mest? Að það kvikni í mér! Svo er eins og ég breytist í villisvín þegar geitungar eru nálægt. Hvert er þitt mesta afrek? Að vera edrú í bata og uppskera alvöru hugarró. Jú, og líka að hafa náð að ýta manneskjum út úr mér! Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Að vera extra í amerískum „sit-coms“. Fyndið að þykjast tala og hlæja en mega ekki gefa neitt hljóð frá sér allan daginn! Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Hæ, ég heiti Eva og er alkóhólisti.“ Einu sinni þoldi ég ekki þegar fólk sagði „ég er þakklátur alkóhólisti“ því ég var enn að berjast í hrokanum. En í dag þarf ég að kyngja því að ég er einn hrikalega þakklátur alkóhólisti. Hvernig væri bjórinn Eva María? Óáfengur og sá allra ferskasti. Besta ráð sem þú hefur fengið? If you don’t ask, you don’t get. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að skrapa storknaðan mat af gólfinu undir barnastólunum. Besta bíómynd allra tíma? The Green Mile, nær mér í hvert einasta skipti! Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég myndi vilja vera klár fjárfestir. Er að hlusta mikið á svoleiðis hlað- varpsþætti þessa dagana. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Sennilega að fara á svið í Hard Rock-kjallaranum með Norminu og Siggu Dögg að tala um kynlíf. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Ég get þetta ekki.“ Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Sjávarsaltssúkkulaðiplötu frá Nóa Síríus, ég stúta henni á innan við fimm mínútum. Hvað er á döfinni hjá þér? Tveggja vikna frí á Sikiley, verkefnastýring hjá Dale Carnegie og framþróun hjá Normið Podcast! Virkilega spennandi verkefni framundan! Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Hæ, ég heiti Eva og er alkóhólisti“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.