Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS - VIÐTAL 27. september 2019 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt K vikmyndaframleið- andinn og listakonan Katja Adomeit er stöðugt á hött- unum eftir nýjum hug- myndum og ólíkum aðferðum við þróun og framleiðslu, sem gefa nýja og óvænta niðurstöðu. Hún hefur dálæti á þeirri hlið fram- leiðslunnar sem snýr að sköp- un, fjármögnun og leggur sérs- taka áherslu á að vinna með ungu kvikmyndagerðarfólki frá öllum heimshornum. Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík (RIFF) í ár verða sýndar þrjár myndir hennar: The Orphanage, sem keppir í Vitrun- um, Team Hurricane og Resin, en framleiðandinn er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar. Katja er af þýskum ættum og búsett í Danmörku. Hún hefur sérstakt dálæti á þeirri hlið fram- leiðslunnar sem snýr að sköpun og fjármögnun og hefur það að markmiði að gera listrænar kvik- myndir að afþreyingarefni. Hún er meðal annars þekkt fyrir mynd- irnar The Weight of Elephants, Loving Pia, The Square og hina marglofuðu Force Majeure, auk fjölda annarra. Árið 2011 stofn- aði Katja sitt eigið framleiðslu- fyrirtæki, Adomeit Film, og seg- ist framleiðandinn ekki framleiða kvikmyndir sem fara eftir hefð- bundnum handritsreglum, það sé meira prinsipp en staðreynd. „Það er mikil þráhyggja hjá mér að koma að kvikmyndagerð með ýmsum óhefðbundnum að- ferðum til þess að úr verði óhefð- bundnar og öðruvísi niðurstöður. Ég vil ekki gera sömu kvikmynd- irnar aftur og aftur. Aðferðafræði mín gengur út á það að ögra form- inu og í raun verkferlum sem eru venjubundnir í kvikmyndagerð, jafnvel ögra kvikmyndasögunni ef svo má að orði komast,“ segir Katja. „Að fjármagna öðruvísi eða frumleg verkefni getur verið algjör höfuðverkur. Margir hugsa um og notast við aðferðir sem hafa verið til í hundrað ár og sjá ekki mikla ástæðu til að breyta þeim. Fólk er vant ákveðnum verkferlum og dæma fjármögnunaraðilar oft verkefni út frá einhverju sem þeir sjá fyrir í hausnum á sér, en hafa ekki alveg tilfinninguna fyrir því sem við viljum gera. Þetta er bar- átta á hverjum degi.“ Spenna og áreiti í Mið-Austurlöndunum Katja segir hvert verkefni vera krefjandi á sinn hátt enda kvik- myndagerð í eðli sínu krefjandi, þar sem vandamál koma upp við hvert horn, og góður framleið- andi sér um að finna réttu lausn- irnar. Þá rifjar hún upp reynslu á tökustað sem kenndi henni ýmis- legt sem hún mun aldrei gleyma. „Ég gerði mynd með af- gönskum leikstjóra og afgönsku tökuliði. Við skutum myndina í Tadsíkistan vegna þess að það er allt of hættulegt að taka upp í Afganistan. Við þurftum samt að flytja allt liðið yfir talíbana- svæði, þar sem kvikmyndaiðnað- ur er ekki til. Enginn á svæðinu var vanur tökuliði, þannig að við fengum alls konar leiðindi sem fylgja venjulega ekki starf- inu,“ segir hún, en kvikmyndin sem Katja ræðir þar um er The Orphanage. Sú mynd segir frá fimmtán ára gömlum dreng sem býr á götum Kabúl í Afganistan. Fljótlega er hann fluttur á sové- skt munaðarleysingjahæli en á meðan stjórnmálaástandið tek- ur miklum breytingum í Kabúl neyðast drengurinn og hin börn- in til að verja heimili sitt. Katja segist hafa verið snortin af þessari sögu og hún hikaði ekki við að gerast framleiðandi eftir að hún kynntist leikstýrunni Shahrbanoo Sadat. Sögurnar á bak við tjöldin voru hins vegar miður ánægjulegar. „Við þurft- um meðal annars að kljást við rasisma og mikil afskipti lög- reglu. Í ofanálag komu þessar hefðbundnu hindranir sem fylgja svona vinnu,“ segir Katja. „Allt evrópska tökuliðið snerist gegn leikstjóranum og mér, sök- um þess að fáir vissu í rauninni hvað við vorum að gera. Enginn vissi hvað var að gerast. Í kjöl- farið á þessu varð mórallinn afar dapurlegur. Tökuliðið áleit mig vera slæman framleiðanda, fólk hvorki heilsaði né talaði við leik- stjórann eftir því sem á leið. Það „Þetta er barátta á hverjum degi“ Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Katja slysaðist í kvik- myndagerð – Lýsir áreiti á tökustað - Markmiðið að sameina list og afþreyingu Force Majeure (2014)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.