Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 45
MATUR 4527. september 2019
n Stuðlað að heilbrigðri hjartastarfsemi og bætir ónæmiskerfið
n Stutt heila-, húð-, lið-, vöðva- og augnheilbrigði
n Verndað frumur gegn oxunarskemmdum
Astaxanthin
Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar
Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða
bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður
sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda.
Astaxanthin er unnið úr örþörungum. Þetta öfluga
andoxunarefni getur dregið úr bólgum og verndað
gegn sterkum útfjólubláum geislum sólar en aðrir
góðir kostir eru m.a. að það getur:
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
endurgert í eldhúsinu heima
Snickers-
súkkulaði
Betra en keypt Heimagert Snickers er
rosalegt! Mynd: Sunna Gautadóttir
Botn – Hráefni:
n 1 1/4 bolli súkkulaðibitar
n 1/4 bolli hnetusmjör
Núggat – Hráefni:
n 56 g smjör
n 1 bolli sykur
n 1/4 bolli „evaporated“ mjólk*
n1 dós sykurpúðakrem („marshmallow creme/
fluff“)
n 1/4 bolli hnetusmjör
n 1 tsk. vanilludropar
n 1 1/2 saxaðar salthnetur
Karamella – Hráefni:
n 400 g rjómakaramellur
n 1/4 bolli rjómi
Toppur – Hráefni:
n 1 1/4 bolli súkkulaðibitar
n 1/4 bolli hnetusmjör
Aðferð:
Byrjum á botninum. Takið til form að eigin vali,
ekki stærra en 20 sentimetra. Smyrjið það vel.
Setjið súkkulaði og hnetusmjör í skál og bræðið
saman í örbylgjuofni en passið að hræra alltaf
í blöndunni með 20 sekúndna millibili. Dreifið
blöndunni í botninn á forminu og setjið inn í ís-
skáp.
Svo er það núggat. Bræðið smjörið yfir meðal-
hita. Bætið sykri og mjólk saman við og blandið
vel saman. Hrærið stanslaust þar til blandan fer
að sjóða. Látið sjóða í 4–5 mínútur og hrærið
reglulega í blöndunni svo hún brenni ekki. Bætið
sykurpúðakreminu, hnetusmjörinu og vanillu-
dropum saman við. Hrærið þar til blandan er
silkimjúk. Takið af hitanum og blandið hnetun-
um saman við. Dreifið þessu jafnt yfir botninn og
setjið aftur inn í ísskáp.
Því næst karamellan. Blandið karamellum og
rjóma saman í skál sem þolir örbylgjuofn. Hitið
í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt
er bráðnað saman. Dreifið karamellunni yfir
núggatið og setjið formið aftur inn í ísskáp.
Og loks toppurinn. Setjið súkkulaði og hnet-
usmjör í skál og bræðið saman í örbylgjuofni
en passið að hræra alltaf í blöndunni með 20
sekúndna millibili. Dreifið blöndunni ofan á
karamelluna og setjið aftur inn í ísskáp þar til
súkkulaðið hefur storknað. Skerið í bita og njótið.
* ATH – Þessa mjólk er hægt að kaupa í asískum
matvöruverslunum og er hún þykk dósamjólk
en nokkru af vatni hefur verið náð úr henni með
uppgufun. Auðvelt er að búa þessa mjólk til sjálf-
ur. Til að búa til 1 bolla af „evaporated“ mjólk
þarf að sjóða 2 1/4 bolla af nýmjólk niður þar til 1
bolli er eftir.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is