Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 20
20 27. september 2019FRÉTTIR OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Djúpfölsun í röngum höndum n Svokölluð djúpfölsunartækni orðin afar þróuð í Kína n Almenningur notar tæknina til að búa til hefndarklám U mfjöllun um kínverska smáforritið Zao hefur verið fyrirferðarmik- il í heimspressunni síðan forritið varð aðgengilegt í smá- forritaveitum í Kína í lok ágúst- mánaðar. Fyrstu helgina sem smáforritið var aðgengilegt sló það í gegn og rauk beint í fyrsta sæti á topplistum yfir smáforrit í Kína. Forritið er hins vegar ein- göngu aðgengilegt þeim sem eru með kínverskt símanúmer. Forritið var hannað af fyrir- tækinu MoMo, samfélagsmiðla- fyrirtæki sem rekur kínversku stefnumótasíðuna Tantan. For- ritið gengur út á að notendur geta límt andlit sitt ofan á andlit leik- ara eins og Leonardo DiCaprio og Kit Harrington úr Game of Thrones og búið til myndbönd, myndir og GIF-hreyfimyndir sem líta raunverulega út. Það er ná- kvæmlega það, hve einfalt það er að eiga við myndirnar og mynd- skeiðin, falsa þau og blekkja aug- að, sem veldur fólki áhyggjum. Munið þið eftir FaceApp? Zao er einn armur af svokall- aðri djúpfölsunartækni (e. deep fake technology) sem verður að- gengilegri með hverju árinu. Þá hlutu skilmálar Zao talsverða gagnrýni þar sem í þeim stóð að smáforritið hefði allan rétt á að nota myndir notenda í hvað sem er. Í kjölfarið var Zao bannað á WeChat, vinsælu samskiptafor- riti í Kína, og forsvarsmenn Zao neyddust til að breyta skilmálum sínum til að lægja öldurnar. Þetta bakslag minnti vissulega á það þegar FaceApp-smáforritið fór eins og eldur í sinu um internetið fyrr á árinu, en það smáforrit leyfði notendum að sjá hvernig þeir myndu eldast. FaceApp steig hratt upp á vinsældalistum hjá Google Play og App Store en í skilmálum smáforritsins, sem er í eigu rússneska fyrirtæk- isins Wireless Labs, kemur fram að eigendur FaceApp megi nota myndir og nöfn notenda, og ráð- stafa þeim upplýsingum að vild, um ókomna tíð. Einnig safnar FaceApp upplýsingum um stað- setningu notenda og upplýsing- um úr vöfrum þeirra. Óljóst er hvort Zao verði að- gengilegt á hinum vestræna markaði, en margir muna eftir kínverska smáforritinu Mietu sem fór á flug árið 2017. Með því var hægt að fegra myndir, en skil- málar þess voru harðlega gagn- rýndir þar sem smáforritið fór fram á persónuupplýsingar eins og símanúmer og GPS-staðsetn- ingu. Kínversk yfirvöld hafa notað andlitsgreiningu í sinni löggæslu um nokkurt skeið og veldur þessi þróun talsverðum áhyggjum íbúa landsins. Eru þeir orðnir tals- vert meðvitaðri um að lesa skil- mála smáforrita og gefa ekki upp persónuupplýsingar að óþörfu. Nýtt fyrirbæri En þessi smáforrit eru aðeins hluti af stærri ógn er varðar djúp- falsanir. Fyrirbærið sem slíkt er frekar nýtt af nálinni en fyrst varð vart við djúpfalsanir í lok árs 2017 þegar Reddit-notandinn „ deepfakes“ byrjaði að búa til djúpfölsunarmyndbönd þar sem þekkt andlit voru límd á líkama í klámmyndböndum. Heilt sam- félag á Reddit, r/deepfakes, var stofnað og grasseruðu djúpföls- unarmyndbönd þar allt þar til samfélaginu var lokað í febrú- ar árið 2018 fyrir að deila klámi. Þá hafa djúpfölsunarmyndbönd einnig verið bönnuð á samfé- lagsmiðlinum Twitter og klám- síðunni Pornhub. Algengt er að myndbönd af þessu tagi séu not- uð til að búa til einmitt klám eða hefndarklám. Þá hafa slík mynd- bönd einnig verið notuð í kosn- ingabaráttu til að fella and- stæðinga. Hao Li, frumkvöðull í djúpföls- un og prófessor við háskólann í Suður-Kaliforníu, var í viðtali ný- verið hjá CNBC þar sem hann opin beraði ansi dökka fram- tíðarsýn. Í viðtalinu sagði hann að djúpfölsunarmyndbönd sem erfitt væri að greina frá raun- veruleikanum yrðu aðgengileg al- menningi innan árs. Áður en smá- forritið Zao kom á markað sagði Li að það væru tvö ár í að slík mynd- bandagerð yrði á færi almennings, en eftir að hafa séð hve raunveru- legt efni Zao framleiðir þá þurfti hann að breyta þeirri spá sinni. „Bráðum komum við að þeim tímapunkti þar sem það er ekki möguleiki að bera kennsl á djúp- fölsun þannig að við þurfum að leita annarra lausna,“ sagði Li og bætti við að þess vegna væru rannsóknir á djúpfölsun afar mik- ilvægar. Li sagði enn fremur að það fælust mörg tækifæri í djúp- fölsunarlausnum og að þær gætu nýst í tísku- og skemmtanaiðnað- inum til að mynda. Þessi tækni þyrfti þá mestmegnis að vera í höndum sérfræðinga – ekki al- múgans. „Stóra spurningin er hvernig við getum borið kennsl á mynd- bönd þa sem tilgan ur er að búa til eitthvað til að blekkja fólk og skaða það,“ sagði hann. Gæti ýtt undir falsfréttir Tom Van de Weghe, rannsóknar- blaðamaður hjá VRT, hefur einnig talsverðar áhyggjur af þróun djúp- fölsunar og hefur rannsakað þetta fyrirbæri við Stanford-háskóla. Hann telur djúpfölsun geta orðið mikilvægt vopn kínverskra yfir- valda til að draga úr trúverðug- leika blaðamanna og afskrifa gagnrýni á kínverskt samfélag sem falsfréttir. Það gætu í raun leið- togar flei ríkja gert og gæti djúp- fölsun ýtt undir falsfréttir á sama tíma og hún gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir almenning. „Það er ekki stórlöxunum, stjórnmálamönnum og fræga fólk- inu sem er hvað mest ógnað,“ sagði hann í viðtali við Fast Company á dögunum. „Það er venjulega fólk- inu – fólki eins og þér og mér og jaðarsettum hópum, sem gætu orðið, og hafa nú þegar orðið, fórnarlömb djúpfalsana.“ n Framþróuð tækni Smáforritið Zao framleiðir efni sem er afar raunverulegt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Fórnarlamb Stutt er síðan Nancy Pelosi varð fórnarlamb djúp- fölsunarmyndbands. Ótrúlega raunverulegt Hér er kínverskur maður búinn að líma andlit sitt á líkama Kit Harrington í Game of Thrones.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.