Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 11
27. september 2019 FRÉTTIR 11 Alicante og Valencia-hérað hafa orðið verst úti, þar ríkir mikið öngþveiti og fólk er varað við að vera utandyra sökum flóðahættu. Fjöldi fólks hefur jafnframt slas- ast við björgunaraðgerðir, þar af nokkir lögreglumenn. Það hefur því orðið mikil röskun á daglegu lífi og skólahald legið niðri síð- an 12. september þegar úrhellið hófst, almenningssamgöngur liggja sömuleiðis enn víða niðri.“ Forsætisráðherrann flaug yfir svæðið í herþyrlu Arna nefnir sem dæmi að rign- ing í þorpinu Gaianes hafi á fyrstu sólarhringum úrhellisins mælst um 490 millimetrar en til saman- burðar er úrkomumet á Íslandi 83 millimetrar. Það er því ljóst að mikil vinna er fram undan til að meta tjón og lagfæra skemmdir sem orðið hafa af völdum flóðs- ins. „Þegar Pedro Sanchez, for- sætisráðherra Spánar, heimsótti Orihuela nú fyrir skömmu, ferð- aðist með herþyrlu því aðgeng- ið er ekkert. Hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ástandið væri skelfilegra en fólk gæti gert sér í hugarlund.“ Spurð hvar fjölskyldan hefði verið stödd þegar ósköpin dundu yfir segir Arna þau ótrúlega hepp- in að hafa sloppið ómeidd. „Við vorum stödd í Orihuela til að sækja um landvistarleyfi á lög- reglustöðinni þegar þetta byrj- aði allt saman. Það var eins og hellt væri úr fötu, bókstaflega, og við brunuðum eins hratt og við gátum út úr bænum. Göturnar voru fljótar að fyllast af vatni svo við urðum að keyra uppi á gang- stétt. Við vorum auðvitað logandi hrædd með börnin okkar í bíln- um. Þegar heim var komið forum við ekki út úr húsi í þrjá daga. Ég get ekki þakkað nægilega fyrir að hafa sloppið ómeidd og með allt okkar óskemmt, en þess þá heldur finnur maður þörfina til að hjálpa þeim sem voru ekki svo heppnir á allan mögulegan hátt. Við erum í æðislegum hópi á Facebook, Ís- lendingar á Spáni, þar sem við í sameiningu finnum leiðir til að veita fólki í neyð hjálparhönd.“ Vatnið farið að lykta Guðmundur Guðmundsson, for- sprakki hópsins, staðfestir að ástandið sé verra en fólk geri sér grein fyrir. „Í bænum Los Alcáz- ares, sunnan við Torrevieja við Mar Menor-lónið, varð til að mynda mikið tjón þar sem flæddi inn í bílakjallara og skól- ar skemmdust mikið,“ segir Guð- mundur og heldur áfram. „Börn- in í bænum skortir því skóladót en íbúa vantar í raun allar helstu nauðsynjar hvort sem það er matur eða klósettpappír. Bæjar- félagið brást fljótt við og hefur nú sett upp söfnunaraðstöðu þar sem fólk og fyrirtæki koma með vörur, mat, drykki, fatnað, hrein- lætisvörur og fleira. Sjálfboðalið- ar standa vaktina ásamt lögreglu og hermönnum sem sjá um að safna og fylla bíla af nauðsynja- vörum fyrir fólk sem hefur verið fast og ekki komist neitt. Bara á meðan við vorum þarna kom fólk fótgangandi margra kílómetra leið, skítugt og blautt upp að mitti eftir að hafa þurft að vaða í flóð- inu með börnin sín á herðunum til að sækja vörur. Þetta var al- veg skelfileg sjón. Við náðum tali af bæjarstjóranum í Los Alcaz- ares og spurðum hann nokkurra spurninga. Hann sagði okkur að ástandið væri skelfilegt og vatns- hæðin víða allt að tveir metrar. Ekki bætir úr að borgin er enn í sárum síðan síðasta flóð lék bæ- inn grátt, en þá þurftu tæplega fimm hundruð manns að yfir- gefa heimili sín og ríflega hund- rað sem enn eru heimilislausir í kjölfar þess. Þrátt fyrir að rign- ingin sé á enda er óvíst hvort hún muni taka sig upp aftur og vatnshæðin hefur haldist óbreytt í langan tíma. Vatnið er farið að lykta illa og því óhætt að segja að hér ríki algjört neyðarástand og mikil þörf á að aðstoða sem flesta, bæði með hlutum, mat og fjárframlögum.“ Fyrir Íslendinga sem vilja leggja sitt af mörkum bendir Guðmundur á að hægt sé að leggja frjáls fjárframlög inn á Rauða krossinn á Spáni. n aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Nauðþurftir sóttar Hjónin hafa lagt sitt af mörkum til að koma bágstöddum til aðstoðar. „Fólk kom fótgangandi margra kíló- metra leið, skítugt og blautt upp að mitti með börnin sín á herðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.