Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 16
16 27. september 2019FRÉTTIR Hér búa barnaníðingarnir Seinni hluti Hjalti Sigurjón Hauksson - 270 Mosfellsbær Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1 Hjalti Sigurjón Hauksson hlaut fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir að misnota stjúpdóttur sína nær daglega í 12 ár. Brotin voru mjög gróf og áttu sér stað á heimili þeirra, á afviknum stöðum og í utanlandsferðum. Stúlkan var fimm ára þegar brotin hófust. Hjalti fékk einn þyngsta dóm sem fallið hefur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Hann neitaði sök á sínum tíma og hélt fram að hann hefði verið dæmdur án sannana. Í september 2017 ræddi Fréttablaðið við stjúpdóttur Hjalta. Hún greindi frá því að hann hefði reynt að hafa sam- band við hana undanfarin ár. Fram kom að hann hefði gengist við brotum sínum og að þá hefðu samskipti hans við ungar asískar stúlkur á Facebook vakið athygli. Hjalti hefur undanfarin ár unnið sem bílstjóri hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, en ítrekað verið sagt upp störfum eftir að upp hefur komist um fortíð hans. Þess ber að geta að á hefðbundnum sakavottorðum eru ekki tilgreindir dómar ef meira en fimm ár eru liðin síðan viðkomandi lauk afplánun. Seinast er vitað til hans búsettum í Mosfellsbæ. Böðvar Guðmundsson - Grafar- vogur, 112 Reykjavík Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1 Árið 2014 var Böðvar Guðmundsson, bet- ur þekktur sem Bleyju-Böðvar, dæmdur fyrir kynferðislega áreitni á hendur 14 ára dreng auk þess sem yfir 500 myndir af börnum í kynferðislegum stellingum fundust í tölvu hans og farsíma. Í þeim dómi kemur fram að hann sé sérstaklega líklegur til að brjóta aft- ur af sér. Þar kom einnig fram að Böðvar sé greindur með ódæmigerða einhverfu og hafi sýnt afbrigðilega kynferðishegðun frá unga aldri, auk þess sem hann er sagður talinn í „hárri áhættu“ fyrir frekari kynferðislega hegðun gegn börnum. Böðvar er skráður til heimilis í Grafarvogi. Jón Helgi Óskarsson - 220 Hafnarfjörður Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1 Jón Helgi Óskarsson var árið 2007 dæmd- ur til 200 þúsund króna sektargreiðslu fyr- ir tilraun til kynferðisbrots. Jón Helgi fór árið 2007 í íbúð að Öldugötu 7a, í Reykja- vík, í því skyni að hafa samræði og önnur kynferðismök við 13 ára stúlku sem hann gerði ráð fyrir að hitta þar til kynferðis- maka í samræmi við ráðagerðir í sam- skiptum við viðmælanda, á spjallrás á netinu dagana 8. til 10. janúar 2007, sem sagðist vera 13 ára stúlka. Í raun var stúlk- an á spjallrásinni uppspuni sjónvarps- þáttarins Kompáss á Stöð 2. Jón Helgi var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa í vörslu sinni ljós- og hreyfimynd- ir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Jón Helgi er í dag búsettur í Hafnar- firði. Stefán Reynir Heimisson (Haukur Heimisson) - Breiðholt, 111 Reykjavík Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1. Stefán Reynir Heimisson hlaut árið 2013 sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nema 10 ára stúlku á brott og brjóta á henni kyn- ferðislega. Stúlkan var á leið heim úr skóla þegar Stefán Reynir nálgaðist hana. Laug hann að henni að hann væri lögreglumaður og að hann ætlaði að fara með hana upp á lögreglustöð. Því næst keyrði hann með stúlkuna frá vesturbæ Reykjavíkur upp í Heiðmörk þar sem hann braut á henni kynferðis- lega og tók myndband og ljósmyndir af athæfinu á farsíma sinn. Hæstiréttur þyngdi síðar meir refsinguna í 10 ára fangelsi. Um er að ræða einn af þyngstu dóm- um sem fallið hafa á Íslandi vegna kynferðisbrots. Í dómsúrskurði segir að Stefán Reynir eigi sér engar málsbætur og að brotaviljinn hafi verið styrkur og einbeittur. Stefán Reynir er í dag skráður undir nafninu Haukur Heimisson í Þjóðskrá. Hann er skráður til heimilis í Hólahverfi í Breiðholti. Guðni Steinar Snæ- björnsson - 200 Kópavogur Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1. Í september 2006 var Guðni Steinar Snæbjörnsson dæmd- ur í sextán mánaða fang- elsi í Bretlandi fyrir að eiga í kynferðislegum samskipt- um við 14 ára gamla stúlku. Guðni átti í samskiptum við stúlkuna í gegnum netið um nokkurt skeið, en var gripinn með henni á hótelherbergi í Burnley í febrúar 2006. Hann var framseldur til Íslands að lokinni afplánun. Guðni Steinar er í dag skráður til heimilis í Kópavogi. Þorsteinn Halldórsson - 200 Kópavogur Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1 Í maí 2018 var Þorsteinn Halldórsson dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn ungum pilti. Landsréttur mild- aði seinna dóm Héraðsdóms Reykjaness niður í fimm og hálft ár. Þorsteinn hafði verið hnepptur í gæsluvarðhald í febrúar sama ár, á grundvelli almannahagsmuna. Þorsteinn braut ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengur- inn var fimmtán ára. Hann bar fíkniefni í piltinn með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þá gaf hann piltinum peninga, tóbak og farsíma og nýtti sér yfirburði sína gagnvart hon- um til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Þá tók hann klámmynd- ir af piltinum og geymdi í læstri möppu í farsíma sínum. Nú á dögunum var greint frá því að Þorsteinn hefði verið ákærður á ný fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng. Mál- ið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 24. september síðastliðinn. Meint brot Þorsteins, sem hann er ákærður fyr- ir nú, mun hafa verið framið bæði fyrir og eftir að brotaþolinn náði fimmtán ára aldri. Lögheimili Þorsteins er í póstnúmeri 200 í Kópavogi. É g þori ekki að leyfa krökkunum að vera úti að leika sér ein þegar ég veit að hann er laus. Það er bara sorg- legur raunveruleiki sem við þurfum að búa við. Það er hins vegar út í hött að við, foreldrar barna í hverfinu, þurfum að komast að því með því að beinlínis rekast á hann.“ Þetta sagði áhyggjufullur faðir í Árbæ í samtali við DV í mars 2017. Fregnir höfðu borist um að dæmdur barnaníðingur, Daði Freyr Kristjánsson, hefði lokið af- plánun og gengi laus í hverfinu. Faðir- inn sem DV ræddi við varpaði fram þeirri spurning hvers vegna þessar upplýsingar lægju ekki fyrir svo hægt væri að taka til- lit til þeirra þegar hugsað væri um öryggi barna í hverfinu. Á Íslandi er dæmdum kynferðis- brotamönnum, jafnvel þeim sem tald- ir eru hættulegir almenningi, ekki skylt að vera undir eftirliti löggæsluyfirvalda. Sömuleiðis hefur almenningur ekki að- gang að upplýsingum um staðsetningu dæmdra kynferðisbrotamanna. Skiptar skoðanir eru um hvort að opinber nafn- og myndbirting dæmdra barnaníðinga, líkt og í Bandaríkjunum, myndi skila ár- angri hér á landi. „Það er hætta á að þetta leiði til auk- inn ar brenni merk ing ar og út skúf un ar úr sam fé lag inu og þess ir ein stak ling ar verði hættu legri fyr ir vikið,“ sagði Helgi Gunn- laugsson afbrotafræðingur í samtali við Morgunblaðið árið 2017. Þá sagði Mar- grét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, í samtali við RÚV árið 2013 að það væri ekki hægt að koma í veg fyrir kynferðisbrot gegn börnum „með því að merkja einstaka menn úti í samfélaginu.“ Í svari Persónuverndar til DV árið 2017 kom fram: „Friðhelgi einkalífs einstak- linga er tryggð í 71. gr. stjórnarskrárinn- ar. Þrátt fyrir það má með sérstakri laga- heimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífsins ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Þetta er mat sem löggjafinn þarf að viðhafa, m.a. með tilliti til persónuverndarlöggjafarinnar. Eins og löggjöfin er í dag virðist ekki vera gert ráð fyrir því að stjórnvöld, eða einstaklingar, skuli – eða megi – birta upplýsingar sem hér um ræðir.“ DV birtir hér seinni hluta umfjöll- unar sem snýr að búsetu einstaklinga sem hlotið hafa dóm hér á landi fyrir kynferðis brot gegn börnum og ungmenn- um. Upplýsingar um brotin eru fengnar úr opinberum gögnum. Einstaklingarnir sem tilgreindir eru hér hafa allir verið sakfelldir fyrir héraðs- dómi og dæmdir til fangelsisvistar. Vert er að taka fram að við vinnslu greinarinnar var meðal annars notast við upplýsingar úr Þjóðskrá sem og staðfestar heimildir. Í sumum tilfellum er stuðst við seinasta skráða heimilisfang viðkomandi einstak- lings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.