Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 14
14 27. september 2019FRÉTTIR Ö llum sem starfa á íslensk­ um vinnumarkaði er skylt að greiða iðgjöld í lífeyris­ sjóð og vinnuveitendum þeirra skylt að standa skil á mót­ framlagi. Þessum greiðslum er ætlað að tryggja einstaklingum framfærslu á efri árum. Einnig tryggir almannatryggingakerfið eldri borgurum ellilífeyri, hafi þeir ekki unnið sér inn nægilegan rétt hjá lífeyrissjóði, svo sem vegna skammrar veru á íslensk­ um vinnumarkaði eða örorku, eða hafi af öðrum sökum ekki tryggt sér nægilega háar greiðsl­ ur frá lífeyrissjóðum sínum. Líf­ eyriskerfið getur oft verið illskilj­ anlegt og margir brenna sig á því að þegar starf hefur verið lagt nið­ ur sökum aldurs, og áhyggjulaus efri árin eiga að hefjast, að hafa ekki með nægjanlegum hætti kynnt sér hvað felst í því að fá slíkar greiðslur. Hér eru því nokk­ ur atriði sem gott er að hafa í huga varðandi lífeyri. Þrískipt lífeyriskerfi Lífeyriskerfinu á Íslandi má skipta í þrjá meginþætti; al­ mannatryggingar, lífeyrissjóði og séreignarsparnað. Að ýmsu er að huga varðandi þessa þrjá ólíku þætti sem verður vikið nánar að hér. Almannatryggingar Þeir sem eru eldri en 65 ára og hafa að minnsta kosti búið á Ís­ landi í þrjú ár eiga einhvern rétt á ellilífeyri frá almannatrygginga­ kerfinu. Almannatryggingakerf­ ið er opinbert tryggingakerfi og er fjármagnað með sköttum. Miðað við full réttindi er óskertur ellilífeyrir frá Tryggingastofn­ un 248.105 krónur á mánuði, en þeir sem búa einir geta átt rétt á svonefndri heimilisuppbót sem er 62.695 krónur á mánuði árið 2019. Lífeyrissjóðir Allir þeir sem starfa á íslensk­ um vinnumarkaði eiga að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð. Um svo­ nefnda skylduaðild er að ræða. Fjölmargir lífeyrissjóðir eru starf­ ræktir á Íslandi, og starfar 21 líf­ eyrissjóður innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða. Sumir sjóðanna eru opnir öllum á meðan aðrir gera skilyrði um að sjóðfélaga starfi innan ákveðinna starfsgreina. Skyldulífeyris­ réttindi erfast ekki. Séreign Séreign eða viðbótarlífeyris­ sparnaður er frjáls sparnaður sem kemur til viðbótar við skyldulíf­ eyrinn. Engum er skylt að greiða í séreignasjóð en það getur þó ver­ ið mikilvæg viðbót við almenna skyldusparnaðinn. Séreign er hægt að taka út í einu lagi við 60 ára aldur eða á lengri tíma, sjóðfé­ lagi getur valið það sjálfur. Séreign erfist líka að fullu til erfingja. Um hagstæðan sparnað er að ræða þar sem launagreiðandi greið­ ir mótframlag sem er að minnsta kosti 2 prósent en getur verið hærri eftir kjara– eða ráðningar­ samningum viðkomandi. Séreign er einnig hægt að nota við kaup á fyrstu íbúð eða til að borga niður höfuðstól fasteignalána. Eins hafa greiðslur úr viðbótarlífeyri ekki sömu víxlverkun við almanna­ tryggingakerfið og hefðbundn­ ar greiðslur skyldulífeyris, en það er útbreidd mýta að séreign sé best að taka út í einu lagi, áður en sótt er um lífeyri frá TR til að verða ekki fyrir skerðingu. Slíkar skerðingar áttu sér stað áður fyrr, en þessu var breytt fyrir um ára­ tug og engin tenging er nú milli greiðslna TR og séreignar. Ef sér­ eign er tekin út í einu lagi fyrir 67 ára aldur og lögð inn á reikning þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af vöxtunum, eins þarf að greiða tekjuskatt af séreigninni og fellur eingreiðsla í hærra skattþrep en ef um mánaðar legar greiðslur væri að ræða. Skerðingarnar ógurlegu Ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun er tekjutengdur. Eftir því sem eldri borgarar fá hærri fjárhæðir frá lífeyrissjóðum sínum, þeim mun lægri verður greiðslan frá TR. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt í gegnum tíðina. Helsta gagnrýnin lýtur að því að upphaflega hafi lífeyrissjóðunum verið ætlað að verða viðbót við al­ mannatryggingakerfið og því telja margir skjóta skökku við að tekju­ tengja ellilífeyrinn með þeim hætti sem tíðkast í dag. Ef greiðslur frá lífeyrissjóði fara yfir vissa krónutölu falla greiðslur frá TR niður að fullu. Líkt og áður segir skerða þó greiðslur frá sér­ eign ekki greiðslur frá TR svo það er til mikils að vinna að tryggja sér væna summu frá séreigna­ sjóði. Allar skattskyldar tekjur geta leitt til skerðingar, greiðsl­ ur úr lífeyrissjóðum, atvinnu­ tekjur, fjármagnstekjur og fleira. Hins vegar skerðir fjárhagsað­ stoð sveitarfélags og séreign ekki. Tekjur hafa þó engin áhrif ef líf­ eyrisþegi velur að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóð sínum. Til að nýta þetta úrræði þarf að uppfylla viss skilyrði til dæmis að samanlögð réttindi frá TR og lífeyrissjóðum séu að lágmarki sama fjárhæð og fullur ellilífeyrir hjá TR, eða að lágmarki 248.105. Á vefsíðu TR er reiknivél þar sem hægt er að slá inn mismunandi forsendur og sjá hvaða áhrif lífeyrissjóðsgreiðsl­ ur eða atvinnutekjur hafa á ellilíf­ eyrisgreiðslur. Frítekjumark Til að ellilífeyri frá TR skerðist þurfa atvinnutekjur að fara yfir svonefnt frítekjumark sem árið 2019 er 1,2 milljónir á ári, eða 100 þúsund á mánuði. Skerðingin er reiknuð út frá launum á ársgrund­ velli. Þetta þýðir að einstaklingur sem fær 100 þúsund krónur í tekj­ ur á mánuði allt árið er í sömu stöðu gagnvart TR og einstak­ lingur sem fær 400 þúsund krón­ ur í tekjur á mánuði í aðeins þrjá mánuði á árinu. Heildartekjur beggja fara ekki yfir 1,2 milljóna króna frítekjumarkið og hvorug­ ur verður því fyrir skerðingu. Síð­ an er svonefnt almennt frítekju­ mark, 25.000 krónur á mánuði eða 300.000 krónur á ári. Þetta frí­ tekjumark á við um greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjur umfram frí­ tekjumörkin skerða greiðslur um 45 prósent hjá sambúðarfólki og 56,9 prósent hjá þeim sem búa einir. Ef tekjur einstaklings eru undir 574.344 krónur á mánuði þá á hann einhvern rétt til greiðslna frá TR, 511.849 krónur fyrir þá sem eiga rétt til heimilisuppbótar. Jaðarskattar Samspil almannatrygginga og líf­ eyrissjóðakerfisins getur valdið því að miklir jaðarskattar falli á eldra fólk. En hvað eru þessir jaðarskattar? Þeir eru óeiginleg­ ir skattar sem skila sér til ríkisins frá skattgreiðendum. Til dæmis þegar lífeyrissjóðsgreiðslur skerða greiðslur frá almannatrygginga­ kerfinu vegna tekjutengingar, þá lækka greiðslurnar úr almanna­ tryggingakerfinu, sem skilar sér í sparnaði fyrir ríkið og heildar­ skattlagning á greiðslum til eldri borgara verður í reynd mun hærri en aðeins tekjuskatturinn. Flýta eða seinka töku lífeyris Það er hægt að fresta töku ellilíf­ eyris til 80 ára aldurs og þá hækk­ ar lífeyrir varanlega. Þetta gildir þó einungis fyrir einstaklinga sem fæddir eru eftir árið 1952. Sá sem vill nýta sér þetta úrræði verður einnig að fresta töku lífeyris hjá líf­ eyrissjóðum sínum. Að sama skapi er hægt að hefja töku lífeyris við 65 ára aldur, en þá lækkar lífeyrir var­ anlega. Í mörgum tilvikum getur borgað sig að bíða með að sækja um greiðslur frá Tryggingastofnun þar til látið er af störfum þar sem greiðslur TR eru, líkt og áður segir, tekjutengdar. Hvar eru upplýsingarnar? Eins og áður segir þá er hægt að nýta reiknivél á vefsíðu Trygginga­ stofnunar til að kanna hvernig tekjur og greiðslur úr lífeyrissjóð­ um skerða greiðslur TR. Á vef­ svæðinu Lifeyrismal.is má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar varð­ andi lífeyrismál og svo má sjá yfir­ lit yfir áunnin réttindi hjá lífeyris­ sjóðum inni á lífeyrisgáttinni. nwww.gilbert.is Vínland Gmt VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ JS WATCH CO. REYKJAVIK Hvað er málið með ellilífeyri á Íslandi? n Öllum skylt að greiða iðgjöld n Lífeyriskerfið óskiljanlegt oft á tíðum n Margir brenna sig á kerfinu Úr Reiknivél TR miðað við 200 þúsund króna greiðslur úr lífeyrissjóði og 50 þúsund úr séreignarsjóði Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.