Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 52
52 FÓKUS 27. september 2019 Fylgjendur á Instagram: 16.200 B inni Glee skaust upp á stjörnuhimininn á Snapchat árið 2016. Það voru helst förðunarmyndböndin hans sem vöktu hvað mesta athygli, en hann er mikill áhugamaður um tísku og förðun. Þá ræddi hann einnig opið um kynhneigð sína þegar hann var nýkominn út úr skápnum sem samkynhneigður. „Mig langar bara svo að sýna það að strákar geta mál- að sig. Og mega það ef þeir vilja. Það eiga allir að vera þeir sjálfir. Það eru skilaboðin sem ég vil senda,“ sagði Binni í viðtali við hun.is. Í þáttunum Snapparar, sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2017, sagðist Binni eiga ofboðslega marga aðdá- endur. „Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar … Af því ég er svo hræddur um að það komi geðveikt mikið af fólki og ég muni ekki höndla það en mér finnst samt alltaf gaman að hitta fylgjendur mína,“ sagði hann í þáttunum. Uppruni áhrifavaldanna Sitt sýnist hverjum um starfsheitið áhrifavaldur, en það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að sú atvinnugrein hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og velta vinsælir áhrifavaldar mörgum milljónum á ári vegna auglýsingasamninga af ýmsu tagi. En hvað- an kemur þetta fólk allt saman? Fókus kíkti á sögu nokkurra vin- sælustu áhrifavalda landsins og skoðaði uppruna vinsælda þeirra. Fylgjendur á Instagram: 37.000 L andsmenn fengu fyrst að kynnast Sólrúnu Diego og hennar þrifnaðaræði síðla árs 2014 þegar blogg-síðan Mamie.is var opnuð. Mamie.is var stofnuð af nokkrum ungum mæðrum, en við stofnun var Sólrún í fæðingarorlofi með yngra barn sitt, dótturina Maísól. Þegar Mamie.is var opnuð stofnuðu mæðurnar samhliða því Snapchat-reikning sem þær skiptust á að halda úti. Fimmtu- dagar voru dagarnir hennar Sólrúnar og deildi hún þar ýmsum töfraráðum er varða þrif. Svo fór að henni fannst ekki nóg að snappa bara einu sinni í viku og opnaði sinn eigin Snapchat-reikning stuttu síðar. Þá fyrst reis frægðarsól hennar. „Það var svo sjúklega mikið af fólki sem kom inn fyrstu nóttina að ég fékk næstum hjartaáfall. Mér fannst svo skrýtið að fólk hefði svona mikinn áhuga á að fylgjast með því sem ég var að gera. En ég ákvað að taka bara einn dag í einu og sjá hvert þetta myndi leiða mig,“ sagði Sólrún í viðtali við Fréttatímann árið 2016. Hún sagði síðar skilið við Mamie.is og stofnaði sína eigin bloggsíðu, sem er enn lifandi í dag. Í viðtali við Fréttatímann sagði Sólrún að þessi vinna á samfélagsmiðlum hafi gert hana sterkari. „Ég var líka mjög feimin. En það hefur styrkt mig mjög mikið að vera með bloggið og snappið, eins og ég átti ótrúlega erfitt með þetta fyrst. Nú vita allir hvernig ég er og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því sem hinir og þessir halda um mig. Ég er komin með ágætlega breitt bak gagnvart gagnrýni og ef ég sé eitthvað um mig þá reyni ég bara að hlæja að því.“ Það var nánast lyginni líkast að fylgjast með vinsældum Sólrúnar á Snapchat á þess- um tíma og varð hún hvað þekktust fyrir edikblönduna sína sem hún þreif nánast allt með. Allt í einu seldist edik sem aldrei fyrr og tóku verslanir upp á því að selja sérstaka brúsa með blöndunni. Árið 2017 kom síðan út bókin Heima eftir Sólrúnu þar sem hún miðlaði öllum sínum bestu ráðum. Sólrún tilkynnti í byrjun þessa árs að hún væri hætt á Snapchat, mörgum til undrunar, og einbeitir hún sér nú að blogginu sínu og Instagram. Fylgjendur á Instagram: 19.000 B irgitta Líf Björnsdóttir fékk sviðsljósið nánast í vöggugjöf þar sem hún er dóttir einna frægustu hjóna Íslands; Bjössa og Dísu í World Class. Hún rataði því oft á síð- ur blaðanna áður en hún varð áhrifavaldur, til dæmis árið 2009 þegar Séð og Heyrt sagði frá því að Birgitta hefði fengið glæsilega Audi TT-bifreið í sautján ára af- mælisgjöf frá foreldrum sínum. Birgitta Líf byrjaði á Instagram árið 2012 en fylgjendum hennar fór ekki að fjölga af alvöru fyrr en hún byrjaði með Rúrik Gíslasyni, landsliðsmanni í knattspyrnu. Þegar að ástin slokknaði héldu fylgjendur tryggð við Birgittu og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan árið 2017. Fjöldi fylgjenda: 23.000 E skfirðingurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir stofnaði Blogspot-blogg árið 2012 sem varð gríðarlega vinsælt ári síðar. Í kjölfar- ið byrjaði hún með matreiðsluþættina Nenni ekki að elda á isTV sem var og hét. Þessir matreiðsluþættir voru harla óhefðbundnir, enda Guðrún Veiga ekki þekkt fyrir mikla snilldartakta í eldhús- inu, en í þáttunum eldaði hún með ýms- um stjörnum, til dæmis Geir Ólafs og Ásgeiri Kolbeins. Þessir þættir á sjón- varpsstöð sem fáir horfðu á ollu ansi miklum usla árið 2014 þegar forláta viðtal við Guðrúnu Veigu um þættina birtist í Fréttablaðinu. Á þeim tíma voru Frétta- blaðið og Vísir sama fyrirtækið, 365, og því birtist viðtalið einnig á Vísi. Út- gefanda Fréttablaðsins, Krist- ínu Þorsteinsdóttur, misbauð viðtalið svo mikið, þar sem það fjallaði um manneskju á samkeppnismiðli, að hún lenti upp á kant við þáver- andi ritstjóra blaðsins, þá Mikael Torfason og Ólaf Stephensen. Viðtalið var tekið úr birtingu á Vísi .Svo fór að Mikael og Ólafur hættu sem rit- stjórar Fréttablaðsins og Kristín tók við skútunni. Þessi usli kom Guðrúnu Veigu algjörlega í opna skjöldu, eins og hún sagði frá í viðtali við mbl.is. „Ég bara veit ekki alveg hvað ég get sagt um þetta allt saman. Ég kom heim um kvöldmat, opnaði tölvuna og sá að Fésbókin mín logaði. Ég tel mig ekki eiga nokkra aðild að þessu máli. Ég svaraði í símann í síðustu viku, ræddi um lífið og tilveruna við fréttamanninn og sjón- varpsþáttinn minn,“ sagði Guð- rún Veiga. Sama dag og viðtalið örlagaríka var tekið árið 2014 skrifaði áhrifavaldurinn undir bókasamning, en matreiðslu- bókin Nenni ekki að elda kom út í nóvember árið 2014. Síð- an þá hefur Guðrún Veiga átt góðu gengi að fagna á Instagram. Fylgjendur á Instagram: 13.100 Þ órunn Ívarsdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fashion Institute of Design and Merchand-ising í Los Angeles árið 2012. Samhliða nám- inu stofnaði Þórunn lífsstílsbloggsíðuna Double Pizz- azz ásamt Önnu Völu, frænku sinni. „Á þeim tíma var ég í skemmtilegum „internship“ hjá fyrirtæki sem hannar skartgripalínur fyrir Kim Kardashian og Nicole Ritchie. Íslenskum stelpum fannst gaman að fylgjast með og sagði ég oft frá vinnuvikunni minni og verkefnum. Fljótlega fór ég að fá fyrirspurnir um hitt og þetta,“ sagði Þórunn í við- tali við Vísi árið 2014. Þegar dagar Double Pizzazz voru taldir hélt Þórunn áfram á sinni eigin bloggsíðu sem er enn virk í dag. Það var svo ástin sem dró Þórunni heim til Íslands árið 2013 þegar hún féll fyrir sínum heittelskaða, Harry Sampsted. Þau eiga saman dóttur sem kom í heiminn í september í fyrra, eins og fylgjendur Þórunn- ar á Instagram vita. Þórunn hefur ekki farið varhluta af skuggahliðum þess að vera vinsæll áhrifavaldur og var afar ósátt við umfjöllun Kastljóss árið 2016 um lífsstíls- bloggara. Í þættinum bað hún lesendur og fylgjendur um að halda í gagnrýna hugsun og ekki kaupa allt sem hún mælir með. „Fullorðnir þroskaðir einstaklingar eiga auðvelt með að sía út hver er vitleysingur og hver ekki, en ungar stelpur eiga erfiðara með það oft á tíðum og ég þarf að hugsa um það sem ég er að skrifa, ég vil ekki gefa neinum rangar hugmyndir og þær taki eitthvað inn á sig eða byrji að líða illa út af einhverju af því þær eiga ekki eitthvað, aldrei,“ sagði hún. Sólrún Diego Bókin Heima sem kom út árið 2017. Þórunn Ívarsdóttir Þórunn Ívars státar af ansi löngum ferli sem áhrifavaldur. Mynd: Skjáskot Instagram @ thorunnivars Birgitta Líf Björnsdóttir Brynjar Steinn (Binni Glee) Binni Glee í dag. Mynd: Skjáskot Instagram @binniglee Guðrún Veiga Guðmundsdóttir Guðrún Veiga og Geir Ólafs í þáttunum sem gerðu allt vitlaust. Rúrik og Birgitta. Mynd: Skjáskot Instagram @ birgittalif Með fyrstu myndum Birgittu á Instagram. Mynd: Skjáskot Instagram @ birgittalif Nýleg mynd af Birgittu í ræktinni. Mynd: Skjáskot Instagram @ birgittalif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.