Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 38
38 27. september 2019 SAKAMÁL L aci Dawn Hill, 25 ára kona sem bjó í Bixby, í Oklahoma í Bandaríkjunum, átti bilj- arðborð sem hún þurfti að losna við. Laci brá á það ráð að auglýsa borðið til sölu og vona það besta. Þann 23. desember, 1999, hljóp á snærið hjá Laci. Maður að nafni Steven Ray Thacker svaraði aug- lýsingunni og fékk leiðbeiningar hjá Laci um hvernig hægast væri að komast til heimilis hennar. Ray Thacker hafði engan áhuga á biljarðborðinu og áform hans allt annað en heiðarleg. Um leið og Laci hafði hleypt Thacker inn dró hann upp hníf og krafði hana um allt það fé sem hún hefði heima við. Rán breytist í eitthvað allt annað Laci tókst að sannfæra Thacker um að ekkert reiðufé væri að finna á heimilinu, en hún gæti tekið út úr hraðbanka. Thacker neyddi Laci þá út í bíl, en í stað þess að fara í næsta hraðbanka ók hann að afskekktum veiðikofa úti í sveit og nauðgaði henni þar. Að því loknu batt hann Laci við stól og notaði til þess plast- reimar. Thacker, að eigin sögn, yfir gaf Laci þar en sneri síðan aft- ur því hann óttaðist að Laci tækist að losa sig og myndi að sjálfsögðu segja til hans. Thacker reyndi síðan að kyrkja Laci með hvort tveggja höndum og klæðisbút, en gekk brösuglega því hún barðist hetjulega fyrir lífi sínu. Því fór svo að Thacker stakk fórnarlamb sitt tvisvar sinnum í bringuna, fleygði líkinu á gólf kofans og huldi það með nokkrum dýnum. Lík Laci finnst Lík Laci fannst sex dögum síðar. Lík hennar var klæðlaust neðan mittis ef frá var talinn annar sokk- urinn. Peysan og bolurinn höfðu verið toguð upp yfir höfuðið og brjóstahaldarinn var opinn. Bux- urnar og nærbuxurnar lágu rétt við líkið. Við líkskoðun fundust sæðisleifar í leggöngum Laci og taldi læknirinn að hún hefði verið í nærbuxunum þegar henni var ráðinn bani og þær hefðu ekki verið fjarlægðar fyrr en nokkrum tímum síðar. Jólagjafakaup og flótti En aftur að Ray Thacker. Eftir að hafa ráðið Laci bana varð Thacker stjórnlaus. Hann notaði debet- og krítarkort Lacy til að kaupa jólagjafir handa fjölskyldu sinni og flúði síðan til Missouri, hafði enda áhyggjur af að yfirvöld myndu hugsanlega leita hans. Þegar hann kom til Missouri, þremur dögum eftir jól, stal hann bíl sem í voru fullorðin kona, önnur yngri og barn. Að sögn ýtti hann yngri kon- unni, sem sat við stýrið, út úr bílnum og brunaði af stað með þá gömlu og barnið enn í bíln- um. Síðar þá sleppti hann þeim tveimur. Tveir menn myrtir Þegar þarna var komið sögu var viðamikil leit hafin að Thacker og nokkrum sinnum mátti litlu muna að tækist að hafa hendur í hári hans. Hann fór huldu höfði Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 FÓLSKUVERK Í ÞREMUR FYLKJUM n Rændi, nauðgaði og myrti unga konu n Fór og keypti jólagjafir n Handtekinn tveimur morðum síðar„Ég á það ekki skilið, en þar sem Guð hef- ur fyrirgefið mér þá vona ég að þið fyrirgefið mér þann sársauka sem ég valdið. Steven Ray Thacker Ránsáform hans breyttust í morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.