Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Page 19
KYNNING Fyrsti Joe & The Juice-staðurinn á Íslandi var opnaður í Kringlunni 2013 og festi sig rækilega í sessi sem einn vinsælasti morgun- og hádegisverðarstaður Reykvíkinga. Vörumerkið Joe & The Juice er danskt að uppruna en það má finna staði úti um allan heim, í fjórum af sjö heimsálfum. Staðurinn er frægastur fyrir ferska, meinholla og bragðgóða safa en býður einnig upp á girnilegar samlokur og unaðslegt kaffi. Gæði, bragð og ferskleiki „Vörumerkið Joe & The Juice er einstakt á svo marga vegu. Fyrst og fremst er varan náttúrlega alveg geggjuð. Einföld, næringarrík, fersk og lítið sem ekkert unnin. Samlokurnar og djúsarnir gerðir einungis sekúndum eftir að kúnninn leggur inn pöntun og lífrænt dökkristað kaffið sömuleiðis sérbruggað fyrir hvern viðskiptavin.“ Joe & The Juice gerir ætíð út á einstakan starfsanda, en þar liggja töfrar staðarins. „Starfsfólkið, andinn og stemmingin er það sem gerir vörumerkið að því sem það er í dag. Sem aftur gerir það að verkum að Joe & The Juice skarar fram úr,“ segir Rúnar Kristmannsson, markaðsstjóri Joe & The Juice á Íslandi. Joe & The Juice á Hafnartorgi. Glænýtt og glæsilegt útibú á Hafnartorgi Nýlega var nýtt og glæsilegt útibú Joe & The Juice opnað í miðbæ Reykjavíkur, fyrir neðan læk. „Við opnuðum nýjustu perluna okkar á Hafnartorgi í lok júlí. Það er einstaklega fallegur og flottur staður með glænýrri hönnun og opnum sætasal. Við erum mjög montnir af staðnum enda er hann gullfallegur og passar fullkomlega í skandinavíska stílinn sem er á þessu svæði!“ Glæsileg hönnun Staðir Joe & The Juice hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir afar fallega og skemmtilega hönnun. „Staðirnir eru virkilega flottir og skemmtilegir með nútímalegri hönnun og notalegu andrúmslofti. Við höfum fengið til liðs við okkur marga rómaða innanhúss- og húsgagnahönnuði. Þar má helst nefna Gubi, &Tradition og Norr11.“ Við elskum fjölmenninguna Neðst við Laugaveginn er að finna eitt af vinsælustu útibúum Joe & The Juice á Íslandi. „Það er frábært að vera með stað við Laugaveginn en miðbærinn iðar af lífi þessa dagana. Kaffihúsastemmingin á Joe & The Juice heillar miðbæjargesti mjög enda bjóðum við upp á fljótlegan og hollan skyndibita auk þess að vera með grænmetis og vegan valkosti. Við eigum mikið af fastakúnnum á Laugarveginum og sömuleiðis myndar alþjóðlegt umhverfið alveg einstakt andrúmsloft sem við elskum að eiga þátt í á Joe & The Juice. Í dag er að finna nítján ferska safa og sex sjeika á matseðlinum sem eru hver öðrum betri. Í gegnum tíðina hafa djúsar komið og farið af matseðlinum og eiga margir fastakúnnar sér uppáhaldssafa sem er horfinn af seðlinum. Að sjálfsöðgu gerum við þó þessa djúsa og sjeika enn fyrir fólk ef við eigum innihaldsefnin. Þá setjum við saman „signature“ safa og sjeika samkvæmt óskum viðskiptavinarins. Í nýjustu herferðinni okkar, „Okkar Pikk“, höfum við svo valið nokkrar vörur sem ekki eru á matseðli heldur koma frá starfsfólkinu okkar. Við mælum mjög með því að fólk prófi þær vörur því hér er um að ræða virkilega bragðgóðar nýjungar sem koma skemmtilega á óvart!“ Sívinsælir safar og sjeikar „Það er svakalega mismunandi eftir aldurshópum og straumum og stefnum þjóðfélagsins hvað er vinsælast hverju sinni. Power Shake á gríðarlega sterkan aðdáendahóp sérstaklega á meðal yngri kynslóðarinnar! Avocado-djúsarnir okkar, eins og t.d. Fibre Active, hafa líka verið mjög vin- sælir frá fyrsta degi. Við höfum svo fengið að heyra að rauðrófu- djúsarnir okkar, þá sérstaklega Heart- beet, séu í uppáhaldi hjá mjög mörgum.“ JOE & THE JUICE: Glæsilegt útibú á Hafnartorgi Nánari upplýsingar má nálg- ast á vefsíðunni joeandthejuice.is Hafnartorgi, Keflavíkurflugvelli, Kringlunni, Smáralind, Laugavegi 10, Lágmúla 7 og Laugum Spa. Vefpóstur: info@joeandthejuice.is Fylgstu með á Facebook: Joe & The Juice Instagram: Joeandthejuiceiceland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.