Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Síða 50
50 27. september 2019STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 . sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir Gildir 29. september – 5. október Það opnast ný ástargátt í þessari viku og þurfa lofaðir hrútar að gæta sín á því. Ef þú ert laus og liðug/ur þá er þetta spennandi tækifæri í átt að farsælu ást- arsambandi. Lofaðir hrútar þurfa að vara sig. Auðvitað er ekkert að saklausu daðri en þú verður að varast að láta daðrið ekki hlaupa með þig í gönur. Það er búið að vera mikill ys og þys í kring- um þig undanfarið en í þessari viku róast allt niður og þú nærð að slaka á og melta allar upplýsingarnar sem þú hefur fengið úr hinum ýmsu áttum. Það eru einhver óskýrð veikindi búin að vera að hrjá þig og þú ættir að hlusta betur á líkamann. Breyttu matarvenjum þínum og farðu í kvöldgöngu – það gæti hresst þig við. Þú fyllist nýjum krafti og svo virðist sem þú sért að hefja nýtt líf eftir erfiða tíma. Þú færð skyndilega áhuga á efnislegum hlutum og þráir fátt meira en að breyta um hárgreiðslu, endurnýja fataskápinn og jafnvel kaupa þér snyrtivörur. Láttu það eftir þér – nýtt upphaf krefst nýrra áherslna og áhugamála. Í þessari viku hefst langt tímabil þar sem þú meðvitað einbeitir þér meira að fjölskyldunni og þínum innsta hring, sem þú hefur vanrækt undanfarið. Auknum gæðastundum fylgir mikil framtaksgleði og þú nærð að koma ótrúlega miklu í verk á stuttum tíma. Þetta eykur þína lífsgleði og þú skalt halda í þá tilfinningu. Nú þarf ljónið að hætta að tala um allt sem það ætlar að gera og bara henda sér í djúpu laugina – fara út á meðal fólks, hitta gamla kunningja og létta af sér öll- um heimsins áhyggjum. Þú ert nefnilega ekki mjög hrifin/n af því að kvarta og kveina en stundum þarftu bara öxl til að gráta á eða vinalegt eyra sem hlustar. Hagur meyjunnar vænkast ansi mikið og veskið hefur aldrei verið þykkara. Þú nýtir tækifærið og gleður fólkið í kringum þig, enda er þér slétt sama um peninga og vilt helst eyða þeim í fólkið sem þú elskar. Þú sérð vinnuna líka skýrar og nærð að taka ákvörðun um hvort þú eigir að halda puðinu áfram eða hverfa á vit þess sem þig langar í raun og veru. Það er gríðarlega spennandi kafli að hefjast hjá voginni. Þú ert tilbúin/n til að loka erfiðum kafla fortíðarinnar og hefja glænýjan og skemmtilegan kafla – laus við gamla drauga og óþarfa áhyggjur. Þig dreymir um ákveðinn hlut og einsetur þér að eignast hann. Þessi hlutur þarf ekki að vera efnislegur en þegar þú færð hann í hendurnar verður líf þitt margfalt betra. Nú er kominn fullkominn tími fyrir sporð- drekann til að slaka á eftir annasamt sumar. Það síðasta sem þig langar að gera er að ferðast eða fara í partí. Þig langar miklu fremur að slaka á með góða bók eða sjónvarpsþátt og jafnvel gera þér dagamun með einhverjum sætindum. Þér líður vel í eigin skinni og framtíðin er mjög björt. Þú hefur verið að fara á kostum í vinnunni og hefur náð miklum árangri á þínu sviði. Svo miklum að þér finnst þú vera komin/n á endastöð og núna þarftu frekari ábyrgð og meiri áskoranir. Því sækist þú eftir tilteknu starfi sem á eftir að vera mikið gæfuspor fyrir þig þegar þú færð það. Og já, ég segi þegar því það er bókað mál að þú færð þetta starf. Það hefur mikið mætt á þér undanfarið en þú nærð að tækla það eins og þér einni/einum er lagið – með jafnaðargeði og hjartað á réttum stað. Fólk leitar til þín til að létta af sér og þú geymir svo mikið af leyndarmálum og áhyggjum fyrir aðra að þú hefur ekki pláss fyrir þínar eigin langanir og drauma. Spáðu aðeins í það. Er það hollt? Þú ert ein af þeim manneskjum sem er sífellt í leit að æðri tilgangi. Þú spáir mikið í það daginn út og daginn inn hvernig þú öðlast þennan tilgang og nú er fullkominn tími fyrir þig að fara í ferðalag um völundarhús sálarinnar. Það þýðir ekki að þú þurfir að leggja land undir fót því þú getur einbeitt þér að andlegum málefnum heima í stofu. Þú hefur verið eitthvað illa fyrir kölluð/ kallaður og hefur ekki fundið neistann þinn. Nú verður hins vegar breyting á og þú ert gjörsamlega óstöðvandi. Lofaðir fiskar þurfa að setjast niður með maka sínum og tala um framtíðarplön. Nú er tíminn til að leggja línurnar fyrir framtíð- ina og ákveða næstu skref í mjög gjöfulu sambandi. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 29. september Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona, 29 ára n 30. september Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 52 ára n 1. október María Heba Þorkelsdóttir leikkona, 45 ára n 2. október Pálmi Gestsson leikari, 62 ára n 3. október Tolli listmálari, 66 ára n 4. október Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, 77 ára n 5. október Hugleikur Dagsson listamaður, 42 ára Lesið í tarot Nönnu Kristínar Júlíana og Andri fljúga á vængjum ástarinnar – Svona eiga þau saman N ýlega voru fluttar fregn- ir af því að leikkonan Júlíana Sara Gunnars- dóttir og þyrlu- og hljóðmaðurinn Andri Jóhann- esson hefðu fellt hugi saman. DV fannst því tilvalið að rýna í stjörnumerki parsins og athuga hvernig það á saman. Júlíana er krabbi en Andri er hrútur. Þegar að þessi tvö merki dragast að hvort öðru þá sannast hið forkveðna – að andstæður laðast að hvor annarri. Hrúturinn er frakkur og hvatvís en krabbinn er mjög viðkvæmur og tilfinningarík- ur. Þegar hrúturinn sýnir til- finningar á hann til að gera það á mjög ruddalegan hátt sem kemur krabbanum úr jafn- vægi. Hrúturinn laðast hins vegar að viðkvæmni krabbans og finnst það gott mótvægi við eigin hispurslausu hreinskilni. Það geta skapast vanda- mál í sambandi krabba og hrúts ef ofstopi hrútsins sær- ir krabbann. Því verða bæði þessi merki að hlusta á þarfir hvort annars og skilja hve ólík þau eru í raun og veru. Aðeins þá ná þau klingjandi sam- hljómi. Þótt merkin séu ólík eiga þau eitt sameiginlegt – þau vernda þá sem þau elska, hvað sem það kostar. Krabbinn not- ar sína þykku skel til að vernda ástvini sína og hrúturinn notar styrk sinn og hugrekki. Krabb- inn getur stundum virkað of yfirgangssamur að mati hrúts- ins en hrúturinn þarf að gæta þess að fullvissa krabbann reglulega um að hann sé elsk- aður og það sé hlustað á til- finningar hans. n Andri og Júlíana. Mynd: Skjáskot Instagram @ jsgunnarsdottir Brúðkaup eða flutningar í vændum L eikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í sjónvarps- þáttunum Pabbahelgum sem verða sýndir á RÚV í haust, en fyrstu tveir þættirnir verða sýndir á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hófst í gær. Nanna Kristín státar af glæsilegum ferli á sviði leik- listar og því fannst DV þjóðráð að lesa í tarotspil hennar. Lesendur geta einnig valið sér tarotspil á vefsíðu DV. Finnst eitthvað vanta Fyrsta spilið sem kemur upp í tarotlesningu Nönnu Kristínar er 8 bikarar. Það táknar það öryggi, jafnvægi og frið sem hefur ein- kennt umhverfi listakonunnar að undanförnu, sem þýðir einnig að hún hefur notið sín tilfinninga- lega og líkamlega. Henni finnst þó eitthvað vanta og leitar nú log- andi ljósi að nýju verkefni sem fyllir í það tómarúm. Næsta ver- kefni Nönnu Kristínar verður af allt öðrum toga en við höfum séð áður frá henni og mun hún einbeita sér að því að vinna að verk- efni þar sem nú- tímanum, með öllu hans böli, verða gerð stórkost- leg skil. Þetta verkefni gleypir Nönnu Kristínu á góðan máta og hún nær ekki að snúa við úr nýrri og spennandi vegferð. Tímamót ástarinnar Næst er það Bikarriddarinn sem táknar persónuleika listakon- unnar sem og einkalífið. Nanna Kristín er viðkvæm en afar hug- myndarík þegar kemur að ásta- lífinu. Hún er uppátækjasöm og ástríðufull, einnig áhrifagjörn og dul. Hún nefnilega fer leynt með það sem hún þráir og stefnir að, heldur því fyrir sig. Nanna Kristín er í sambandi með Gauta Sturlu- syni og það virðast vera bjartir tímar framundan í því sambandi, jafnvel brúðkaup í vændum, eða annars konar tímamót ástarinn- ar. Nanna Kristín fær bráðum tækifæri sem hún á erfitt með að hafna, sem gæti þýtt flutninga á milli landa. Einstakur vinahittingur Loks eru það 6 bikarar. Nanna Kristín hittir gamlan vin á næstunni sem mun gefa henni mikla gleði og ánægju. Þessi vinur gerði listakonunni eitt sinn stór- an greiða og ómeðvitað launar hún honum greiðann þegar þau hittast nú. Þessi vinahittingur hefur ófyrirséðar afleiðingar í för með sér þar sem Nanna Kristín dregst í góðgerðarstarf þar sem hún hrindir af stað hringrás gleðinnar. Hún lærir að ef hún gefur af sér til náungans þá eykst sjálfsöryggi hennar sjálfrar. n Júlíana Sara Fædd 21. júlí 1990 krabbi n hugmyndarík n trygg n fastheldin n heillandi n svartsýn n óörugg Andri Fæddur: 22. mars 1981 hrútur n hugrakkur n ákveðinn n öruggur n hreinskilinn n óþolinmóður n hvatvís Nanna Kristín Magnúsdóttir. Mynd: Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.