Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Blaðsíða 34
Rafiðnaðarblaðið 27. september 2019KYNNINGARBLAÐ Viðhaldsfríar Protektor- þakrennur og laufgildrur sem koma í veg fyrir skemmdir Protektor-þakrennur eru þýsk hágæðavara og þær beyglast hvorki né ryðga. Þær eru framleiddar úr pvc-plasti og láta ekki á sjá í rysjóttri, íslenskri veðráttu. Þessar viðhaldsfríu þakrennur þola UV-geisla og eru höggþolnar, þær hafa verið þolprófaðar. Rennurnar eru framleiddar samkvæmt DIN-staðli og passa því inn í flest gömul rennustæði. Þ.Þorgrímsson hefur selt Protektor-þakrennur í um tíu ár en þessi vara hefur verið á markaðnum í Þýskalandi í um þrjá áratugi. „Þær líta bara út eins og nýmálaðar hvítar rennur og eru alltaf fallegar að sjá,“ segir Þorgrímur Þór Þorgrímsson hjá Þ. Þorgrímsson. Protektor-rennurnar eru til sölu í verslun fyrirtækisins að Ármúla 29. Verslunin er opin virka daga frá kl. 8 til 18. Protektor-þakrennur eru á hagstæðu verði og ávallt til á lager. Laufgildrur koma í veg fyrir skemmdir „Við erum með sýningarrennu hér á staðnum og því geta viðskiptavinir séð alla fylgihluti. Þar ber hæst laufgildrur sem eru mikið þarfaþing. Það er hvimleitt vandamál varðandi þakrennur í dag að þær fyllast af laufi sem fýkur á haustin. Svo liggja laufin í skjóli rennunnar sem fyllist af þeim, síðan frýs í þessu og skemmdir verða á rennunni, blikkrennur beyglast og plastrennur brotna. En laufgildran liggur á rennunni eins og net yfir henni, þar lendir laufið, það þornar í fyrstu sólarupprás og fýkur síðan burtu. Rennan er því alltaf hrein og fín,“ segir Þorgrímur. Laufgildrurnar er hægt að kaupa sér fyrir Protektor-rennur en þær er geta mögulega passað á aðrar þakrennur með sama sniði og Protektor-rennurnar. Er gildran þá einfaldlega klippt til svo hún passi á viðkomandi þakrennu en breidd á rennum er mismunandi. Sjá nánar á vefsíðunni thco. is. Komdu við í Þ. Þorgrímsson að Ármúla 29, fáðu faglega ráðgjöf og nánari upplýsingar um framúrskarandi Protektor- þakrennur og laufgildrur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.