Fréttablaðið - 13.02.2016, Blaðsíða 2
Það þýðir bara að
skólinn þarf að
skera niður sérkennslu og
það þýðir skerta þjónustu.
Kristinn Breiðfjörð starfsmaður Skóla-
stjórafélagsins
Norðaustan 5-13 í dag en 13-18 allra
syðst. Él á austanverðu landinu en
bjartviðri á Vesturlandi. Frostlaust með
suðurströndinni en annars allt að 12 stiga
frost, kaldast inn til landsins. Sjá Síðu 48
Veður
Betri ferð
- vita.is
fyrir betra verð
Verð frá:
109.900
12.500 vildarpunktar
Á mann m.v 2 fullorðna og 2
börn á Albir Playa í 11 nætur
með hálfu fæði.
Páskar á
ALICANTE
18.mars
NeyteNdur Matarsóun er eitt
stærsta umhverfisvandamál heims-
ins í dag. Breskar rannsóknir sýna
að þriðjungur þess matar sem
komið er með inn á heimili fólks
lendir í ruslinu. Dönsk rannsókn
sýnir að sóun í matvælaframleiðslu
sé gríðarleg og árlega fari 400 millj-
ón tonn af grænmeti og ávöxtum
til spillis. Það er ríflega þriðjungur
heimsframleiðslunnar. Forrann-
sókn Landverndar á matarsóun í
Reykjavík bendir til þess að 5.800
tonnum af mat og drykk sé hent
á heimilum árlega. Heildarmat-
arsóun á hvern Reykvíking sé að
minnsta kosti 48 kíló á ári.
Grænmetisbóndinn Ragnhildur
Þórarinsdóttir, sem á fyrirtækið SR
grænmeti á Flúðum, hefur snúið
vörn í sókn í þessum efnum. Hún
selur svokallaðar safagulrætur í 1,5
kílóa pokum undir vörumerkinu
Frískandi. Gulræturnar eru gjarnan
brotnar eða hafa komið margarma
upp úr jörðu og mörgum neyt-
endum kann að þykja þær svolítið
ófríðar. Gulræturnar eru seldar á
lægra verði en fyrsta flokks fallegar
gulrætur.
„Við reynum að gera þetta eins
snyrtilega og við getum. Við reyn-
um að nýta allt sem til fellur,“ segir
Ragnhildur.
„Ég þoli ekki að henda matvöru
en geri allt of mikið af því. Það er
svo mikið af öðrum flokki [græn-
metis] sem nýtist illa.“
Gulræturnar eru tíndar úr hópi
fyrsta flokks gulróta og snyrtar til.
Alla jafna hefðu þær lent í ruslinu
en svo virðist sem neytendur séu
æstir í þær. Ragnhildur segir að
gulræturnar mokseljist til dæmis
hjá versluninni Frú Laugu. „Ég var
byrjuð að senda litlar rófur en þær
seljast ekki. Það er svo skrýtið að
við virðumst ekki vilja of stórar
rófur og heldur ekki litlar rófur þó
þær séu á lægra verði. Við verðum
að hafa þær í hálfu kílói eða aðeins
meira, annars kaupir fólk þær
ekki.“
Ragnhildur segist finna fyrir
vakningu fyrir því að kaupa ódýr-
ara grænmeti með einhver lýti.
„Þetta eru mjög bragðgóðar gul-
rætur, ég hef verið mjög heppin
með afbrigði.“ snaeros@frettabladid.is
Ljótar gulrætur seljast
eins og heitar lummur
Grænmetisbóndinn Ragnhildur Þórarinsdóttir snýr vörn í sókn gegn matar
sóun og selur annars flokks gulrætur á betra verði sem safagulrætur.
Ragnhildur Þórarinsdóttir grænmetisbóndi með safagulræturnar sem neytendur
eru loksins að átta sig á að séu jafn bragðgóðar og fallegu fyrsta flokks gulræturnar.
Mynd/Agnes BöðvARsdóttiR
Það er svo skrýtið
að við virðumst
ekki vilja of stórar rófur og
heldur ekki litlar rófur þó
þær séu á lægra verði. Við
verðum að hafa þær í hálfu
kílói eða aðeins meira,
annars kaupir fólk þær ekki.
Ragnhildur Þórarinsdóttir
grænmetisbóndi
Marshall-samningar undirritaðir
Reykjavíkurborg og útgerðarfyrirtækið HB Grandi skrifuðu undir samninga um Marshall-húsið. Þar verður myndlistar- og menningarhús. Mar shall
húsið er að Grandagarði 20, byggt sem síldarverksmiðja, sem að hluta til var fjármögnuð með Marshall-aðstoð Bandaríkjanna. FRéttABlAðið/eRniR
BaNdaríkiN Bernie Sanders mælist
nú með jafnmikið fylgi og Hillary
Clinton í Nevada, þar sem næst verða
haldnar forkosningar demókrata um
það hver verður forsetaefni flokksins.
Í könnun Free Beacon, sem er
fyrsta könnunin á fylgi frambjóð-
enda í ríkinu síðan í desember, mæl-
ast Sanders og Clinton með 45 pró-
senta fylgi hvort um sig. Í desember
mæltist Clinton hins vegar með 50
prósent og Sanders 27 prósent í
könnun Gravis.
Könnunin er birt eftir stórsig-
ur Sanders í New Hampshire, þar
sem hann hlaut 60 prósent atkvæða
en Clinton 38 prósent, og kappræður
sem fóru fram aðfaranótt gærdags-
ins. Kappræðurnar þóttu nokkuð
jafnar og vakti gagnrýni Clinton
á ummæli Sanders um að Barack
Obama væri „veikur forseti“ mesta
athygli. -– þea
Sanders upp að
hlið Clinton
í Nevada
Skólamál Félag grunnskólakennara
og Skólastjórafélag Íslands hafa lýst
yfir þungum áhyggjum vegna fjár-
hagsstöðu grunnskóla Reykjavíkur.
Ljóst sé að stjórnendur þurfi víða
að grípa til niðurskurðar í rekstri
skólanna vegna óvæntrar hagræð-
ingarkröfu undir lok síðasta árs,
ófullnægjandi leiðréttingar vegna
nýrra kjarasamninga og of lágs
framlags til stoðþjónustu.
Kristinn Breiðfjörð, starfsmaður
Skólastjórafélagsins, segir að skóla-
stjórar hafi gert ráð fyrir að nýir
kjarasamningar kennara yrðu
bættir til skólanna en komið hafi
í ljós seint á síðasta ári að þáttur
sérkennslunnar yrði ekki bættur.
„Það þýðir bara að skólinn þarf að
skera niður sérkennslu og það þýðir
skerta þjónustu. Það er grafalvarlegt
að fá að vita um þetta undir lok árs,
þá er ekki hægt að gera neinar ráð-
stafanir,“ segir Kristinn.
Róðurinn hefur verið þungur
fyrir skólana frá hruni og hefur, ef
eitthvað er, þyngst að mati Kristins.
„Það hefur ekki verið bætt í rekstur
grunnskólanna frá hruni en sífellt
verið bætt í niðurskurðinn.“ – ebg
Sérkennsla
skert í
skólum
Margir skólar hefa ekki fengið fjármagn
til endurnýjunar búnaðar annars en
tölva frá hruni.
FRéttABlAðið/vilhelM
1 3 . f e B r ú a r 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð