Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 10
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Reykjavík mánudagur 15. febrúar kl. 18:30 Reykjavík Natura hótel
Vestmannaeyjar þriðjudagur 16. febrúar kl. 12:00 VR, Strandvegi 54
Egilsstaðir fimmtudagur 18. febrúar kl. 17:00 VR, Kaupvangi 3B
Atkvæðagreiðsla um samningana hefst
þann 16. febrúar og lýkur kl. 12:00
á hádegi þann 24. febrúar.
Við hvetjum alla félagsmenn
til að mæta á kynningarfund!
Léttar veitingar í boði.
Við bjóðum þér
á fund
VR boðar til félagsfunda til að kynna nýgerða
kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag
atvinnurekenda sem undirritaðir voru í janúar sl.
Fundirnir verða haldnir á félagssvæði VR sem hér segir:
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlan 7 | 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | skrifstofa@live.is
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
verður haldinn þriðjudaginn 15. mars
kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík.
DAGSKRÁ FUNDARINS
» Venjuleg ársfundarstörf
» Erindi tryggingafræðings sjóðsins
» Önnur mál
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á
ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 21. janúar 2016
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur 2016
live.is
Kjaramál „Bati á vinnumarkaði
var umtalsverður árið 2015, sé
miðað við atvinnuleysi eða hlutfall
starfandi. Sá bati virðist skila sér til
elsta launahópsins, hlutfall starf-
andi á aldrinum 55 til 74 ára er nú
með því hæsta sem sést hefur árum
saman,“ segir í nýrri umfjöllun VR
og vísað í nýjasta efnahagsyfirlit
stéttarfélagsins.
Þar kemur fram að atvinnuleysi
hafi minnkað um eitt prósentustig
og mælst 4,0 prósent á árinu 2015.
„Hlutfall starfandi hækkaði um
1,8 prósentustig og var 79,2 pró-
sent sem er hærra en gildið 2004,“
segir í efnahagsyfirlitinu. „Hlutfall
starfandi þarf þó að hækka um 2,2
prósentustig til að ná hámarkinu
2007.“
Batinn er þó sagður hafa skilað
sér misvel eftir aldurshópum og
kynjum. „Hlutfall starfandi hefur
aukist talsvert frá hruni hjá aldurs-
hópnum 16 til 24 ára og meðal
kvenna í þeim aldurshópi hefur
það ekki mælst hærra í rúman ára-
tug,“ segir í umfjöllun VR. Sama er
sagt eiga við um elsta hópinn, 55 til
74 ára. „Hlutfall starfandi kvenna á
þeim aldri hefur ekki mælst hærra á
tímabilinu 2003 til 2015 og afar lítið
vantar upp á að karlar nái hámark-
inu 2006.“ – óká
Fleiri fá vinnu í elsta hópi
SveitarStjórnarmál Bæjarráð Ölf-
uss tekur undir áskorun bæjarráðs
Árborgar til Vegagerðarinnar frá
því í janúarlok um að breytt verði
skilgreiningum á vetrarþjónustu á
Suðurstrandarvegi. Farið er fram á
að þjónusta á veginum verði færð
upp um þjónustuflokk.
„Miðað við umferð ætti Suður-
strandarvegur að vera í þjónustu-
flokki 3 og vera með vetrarþjónustu
5 daga vikunnar.
Vegna tíðra lokana Suðurlands-
vegar á Hellisheiði og í Þrengslum
er mjög brýnt að hafa möguleika
á að beina umferð um Suður-
strandarveg,“ segir í bókun bæjaráðs
Árborgar. „Lokanir á Suðurlandsvegi
hafa mikil og neikvæð áhrif á íbúa
og fyrirtæki á svæðinu og er nauð-
synlegt að hafa aðra leið færa milli
Suðurlands og höfuðborgarsvæðis-
ins/Suðurnesja.“
Bæjarráð Ölfuss hefur nú falið
bæjarstjóra sínum að fylgja málinu
eftir við Vegagerðina og áréttar jafn-
framt að til að tryggja öryggi vegfar-
enda og út frá almannavarnasjónar-
miðum þurfi sem fyrst að ráðast í
uppsetningu senda á Suðurstrand-
arvegi og Þrengslavegi. „En stór
hluti Suðurstrandarvegar og hluti
Þrengslavegar eru utan farsímasam-
bands,“ segir í bókun bæjarráðsins á
fundi þess 11. þessa mánaðar. Bók-
unin var samþykkt samhljóða. – óká
Bæjarráð Ölfuss vill fá
þjónustu og farsímasenda
Mögulega hafa einhverjir þurft af slíta sig frá golfinu vegna aukinnar atvinnuþátt-
töku fólks í elsta hópi. Fréttablaðið/Pjetur
Þótt Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafnar sé greiðfær á sumrin
er ekki sömu sögu að segja allan veturinn. Fréttablaðið/GVa
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð