Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Fyrir rúmu ári var því fagnað að aldarfjórðungur var liðinn frá falli Berlínarmúrsins og endalokum kalda stríðsins. Skugga bar á hátíðahöldin er þau
stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi
leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að
veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að
það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við.
Æ erfiðara verður að hunsa varnaðarorð Gorbatsjov
og fleiri sem óskhyggju gamalla kaldastríðsjaxla sem
komust aldrei yfir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar í
ljós kom að heimurinn er ekki eins og hátísku-eldhús:
Svartur og hvítur, sléttur og felldur, markaður skýrum
línum sem hanga saman á hörðum nöglum og ein-
faldri hugmyndafræði.
Fréttir vikunnar voru eins og blautar draumfarir
Styrmis Gunnars og Björns Bjarna: Bretar hyggjast
tvöfalda stærð flotans sem þeir leggja til Nató; Rússar
stunda njósnir í Noregi; Nató íhugar að senda mörg
þúsund hermenn til Austur-Evrópu. Og klæmaxið:
Bandaríski herinn daðrar við að koma sér aftur fyrir á
Miðnesheiði.
Fyrir þeim sem ólust ekki upp við yfirvofandi inn-
rás Rauða hersins er ógnin um nýtt kalt stríð dálítið
eins og ógnin um að sogast inn í sjónvarpstækið sitt.
Hugtakið kalda stríðið vekur meiri hugrenningatengsl
við sovéska boxarann Ivan Drago, fjandmann Rocky,
en menn eins og Krústsjov og Brésnev. En kannski
eru hugrenningatengsl við skáldskap einmitt ekki svo
fjarri lagi þegar kemur að kalda stríðinu.
Óvenjulegt verkefni
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að leiðtoga-
fundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbat-
sjov lauk í Reykjavík í október 1986 hringdi Reagan í
Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, til að gefa
henni skýrslu. Á fundinum höfðu Reagan og Gorbat-
sjov meðal annars rætt afvopnunarmál. Fundinum var
hins vegar slitið án niðurstöðu.
Í símtalinu setti Reagan járnfrúnni fyrir óvenjulegt
verkefni.
Nýlega var leynd létt af skjölum Charles Powell,
fyrrum ráðgjafa Margrétar Thatcher í utanríkis-
málum. Í minnisblaði sem merkt er „leyndarmál“
kemur fram hvað Reagan og Thatcher fór á milli eftir
fundinn í Höfða.
Powell greinir frá að þau hafi rætt fækkun kjarna-
vopna, mál sem forsetanum var hugleikið en That-
cher var alfarið á móti. „Þegar forsætisráðherrann
ítrekaði hversu mikilvæg kjarnavopn væru vegna
fælingarmáttar þeirra í ljósi yfirburða Rússa á sviði
hefðbundins herafla voru svör forsetans loðin,“
skrifar Powell. „Hann sýndi engin merki þess að hann
hygðist víkja frá hugmyndum sínum um að vinna að
því marki að losa heiminn við kjarnavopn innan tíu
ára.“
Reagan var mjög í mun að hjálpa Thatcher að átta
sig á ásetningi Sovétmanna og hugsunarhætti þeirra.
Í leynilega minnisblaðinu segir Powell að Reagan
hafi ítrekað reynt að fá Thatcher til að lesa bók eftir
bandaríska spennusagnahöfundinn Tom Clancy sem
kallaðist Red Storm Rising í þeim tilgangi að auka á
skilning hennar. „Honum þótti greinilega mikið til
bókarinnar koma,“ hafði Powell á orði.
Rykfallnar skotgrafir
Sæluhrollur fer eflaust um einhverja nú þegar glittir
í gamlar átakalínur. Rykfallnar skotgrafirnar er þeim
jafnljúft að heimsækja og æskuheimilið. Kannski að
þar hvíli tilgangurinn sem týndist – já, og fylgið sem
hvarf.
En áður en leikar æsast er rétt að benda áhuga-
sömum á að finna sér heldur fróun í Rocky IV – eða
Tom Clancy – í stað þess að draga okkur hin með í
pólitískan hildarleik. Sama hver endalok nýs kalds
stríðs yrðu er niðurstaða átaka alltaf á einn veg – eða
eins og Ivan Drago orðaði það: „Jú vill lús.“
Heimurinn er ekki
eins og hátísku-eldhús
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Kjósum um kjara-
samning VR og FA
Rafræn atkvæðagreiðsla VR-félaga um nýgerðan
kjarasamning við Félag atvinnurekenda hefst
16. febrúar kl. 8:00 og lýkur 24. febrúar kl. 12:00
á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum
berast félagsmönnum á næstu dögum.
Kjörstjórn VR
Ungri stúlku var neitað um skólamáltíð vegna þess að hún hafði ekki tekið þátt í áskriftarkerfi að skólamáltíðum í grunn-skóla í Reykjavík í vikunni. Úr öðrum skóla heyrðist af því að nemendur í áskriftar-
kerfinu og hinir, sem koma með heimabúið nesti, fái
ekki að sitja saman.
Á yfirborðinu virðast þetta smámál, en svo er ekki
þegar að er gætt. Ekki er hægt að draga aðra ályktun en
að með þessu kerfi borgarinnar sé verið að mismuna
nemendum að óþörfu.
Ástæður fyrir því að nemendur taka ekki þátt í
áskriftarkerfi að skólamáltíðum geta verið margvíslegar.
Í sumum tilvikum eru foreldrar hreinlega ekki ánægðir
með matinn sem er í boði, í öðrum geta þær verið efna-
hagslegar, stafað af sérstökum áherslum í mataræði eða
verið trúarlegs eðlis.
Það er engin ástæða til að draga athygli annarra
nemenda að slíku með því að láta þá sem neyta matar
að heiman sitja á sérstöku afmörkuðu svæði. Nógu erfitt
getur verið fyrir krakka að skera sig úr fjöldanum.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur
lýst miklum áhyggjum af stöðu minnihlutahópa í breska
skólakerfinu. Í því samhengi hefur hann bent á að ungir
svartir karlmenn í Bretlandi eru líklegri til að lenda í
fangelsi á lífsleiðinni en ljúka háskólaprófi. Hann hefur
krafist þess að sjá gögn frá fremstu háskólum landsins,
þar með töldum Oxford-háskóla, um hvernig umsóknir
fólks af minnihlutahópum séu meðhöndlaðar.
Framtak Camerons er aðdáunarvert, og raunar
nokkuð merkilegt miðað við hans eigin bakgrunn. Váleg
tíðindi úr fangelsum og háskólum sýna líka að aðlögun
að nýju samfélagi er langtímaverkefni. Því lýkur ekki
með annarri kynslóð, heldur miklu síðar. Annað
athyglisvert í því samhengi er að þeir sem líklegastir
eru í Bretlandi til að ganga öfgaöflum, á borð við ISIS,
á hönd eru gjarnan annarrar eða þriðju kynslóðar inn-
flytjendur.
Þrátt fyrir að hafa alið alla sína hunds- og kattartíð í
Bretlandi finnst þessu fólki það enn ekki vera hluti af
heildinni.
Bretar hafa mörg hundruð ára reynslu af innflytjend-
um. Það höfum við Íslendingar ekki. Við eigum að líta
til grannþjóðanna til að læra hvernig taka eigi á móti
nýju fólki. Mistök annarra eru víti til varnaðar.
Dæmin úr skólunum benda til þess að við séum að
reisa girðingar að óþörfu. Viðbrögð formanns Félags
skólastjórnenda eru heldur ekki traustvekjandi. Hún
telur að mál sem þessi eigi ekkert erindi í fjölmiðla og
séu best afgreidd í kyrrþey.
Staðreyndin er hins vegar sú að skólakerfi sem neitar
börnum um mat, skipar börnum sess eftir því hvað þau
fá sér á matmálstímum og frábiður sér umfjöllun, er
ekki líklegt til að taka umkvörtunum vel.
Auðvitað eru kerfi og ferlar nauðsynleg í umfangs-
miklu skólastarfi. Kerfið þarf hins vegar að vera með
manneskjulegt andlit. Þar skiptir fólkið á gólfinu öllu
máli.
Þess vegna hefði átt að segja: „Auðvitað vina mín, fáðu
þér pítsu.“
Ljótar fregnir
Staðreyndin
er hins vegar
sú að skóla-
kerfi sem
neitar börn-
um um mat,
skipar
börnum sess
eftir því hvað
þau fá sér á
matmáls-
tímum og
frábiður sér
umfjöllun, er
ekki líklegt til
að taka
umkvört-
unum vel.
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
SKOÐUN