Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 31
Vinnulyftur,
kranar og pallar
13. febrúar 2016
Kynningarblað Tæki.is | Gísli Jónsson ehf.
„Það má segja að ég hafi fæðst inn í
lyftubransann,“ segir Aron Þorsteins-
son glaðlega en hann á fyrirtækið
Tæki.is ásamt föður sínum Þorsteini
Auðuni Péturssyni. „Við höfum ára-
langa reynslu af lyftuleigu sem má
rekja allt aftur til ársins 1982. Þá hóf
pabbi rekstur körfubíls sem hann
keypti hjá Sölu varnarliðseigna. Sá
bíll var af gerðinni International/Hi-
Ranger af árgerð 1968 og þótti tölu-
verð bylting enda fóru menn upp frá
þessu að nota körfubíla í auknum
mæli til viðhaldsverka, nýsmíði á
húsum og mannvirkjum,“ lýsir hann.
Mikil endurnýjun tækja
Aron segir mikla aukningu í mann-
virkjagerð á Íslandi undanfarið hafa
skilað sér til fyrirtækisins í aukn-
um umsvifum og stærri tækjaflota.
„Í fyrra endurnýjuðum við
tækjaflotann mikið og bættum til
að mynda við 45 metra spjótlyftu,
nýjum skotbómulyfturum og skæra-
lyftum. Núna, árið 2016, stendur til
að gera enn betur og auka tækjakost
okkar enn meir. Við munum bæta
við okkur spjótlyftum, skæralyft-
um og gröfum,“ segir Aron.
Leigja út fjölmörg tæki
Umfram það að vera lyftufyrir-
tæki leigir Tæki.is einnig út úrval
annarra tækja. „Við leigjum til
dæmis út smágröfur frá frá 800
kg upp í 3,7 tonn, dömpera eða
sturtuvagna til að flytja jarðveg,
jarðvegsþjöppur frá 80 kg upp í
700 kg, rafstöðvar og loftpressur
auk ýmissa annarra tækja,“ upp-
lýsir Aron.
Verk og vit 2016
Tæki.is verður á stórsýningunni
Verk og vit 2016 sem haldin verð-
ur í Laugardalshöllinni dagana 3.
til 6. mars. Á sýningunni er lögð
áhersla á byggingariðnaðinn,
skipulagsmál og mannvirkja-
gerð. „Það er búist við mörg þús-
und manns og því verður gaman
að sýna okkur og sjá aðra,“ segir
Aron glaðlega en Tæki.is mætir
með eitthvað af sínum nýjustu
tækjum á sýninguna.
Tæki.is er til húsa að Norður-
hellu 5 í Hafnarfirði í glæsilegri
aðstöðu þar sem ávallt er tekið
vel á móti öllum gestum. „Við
leggjum ávallt metnað okkar í
að veita faglega þjónustu, góðan
tækjakost og að hámarka ánægju
viðskiptavina okkar,“ segir Aron
og býður alla velkomna.
Fagleg þjónusta, góður tækjakostur
og ánægðir viðskiptavinir
Tæki.is að Norðurhellu 5 í Hafnarfirði er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki sem leggur mikla áherslu á fagmennsku og ánægða viðskiptavini.
Tæki.is tekur þátt í stórsýningunni Verk og Vit 2016 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 3. til 6. mars.
Feðgarnir aron Þorsteinsson og Þorsteinn auðunn Pétursson með þeim Örvari Þorsteinssyni og gylfa Steinari gylfasyni. Mynd/anTon brinK
Kristófer S. Snæbjörnsson, sölustjóri hjá Hýsi Merkúr, afhendir Tæki.is sex vélar
frá yanmar: Fjórar sv18, tveggja tonna smágröfur vio 33, 3,5 tonna gröfu og einn
Co8 beltavagn.
Íslenskir aðalverktakar vinna við þak-
kant á Höfðabakka 9.
Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar við
klæðningavinnu við norðurbakka í
Hafnarfirði.
Við leggjum
ávallt metnað
okkar í að veita faglega
þjónustu, góðan tækja-
kost og að hámarka
ánægju viðskiptavina
okkar.
Aron Þorsteinsson