Fréttablaðið - 13.02.2016, Qupperneq 38
Hljómsveitin goðsagnakennda
Risaeðlan kemur fram á tónlistar-
hátíðinni Aldrei fór ég suður sem
haldin verður á Ísafirði í næsta
mánuði. Hljómsveitin hefur ekki
haldið hefðbundna tónleika í tvo
áratugi og því ljóst að eftirvænting-
in er mikil meðal fjölmargra gesta
hátíðarinnar.
Risaeðlan var nokkuð áberandi í
íslensku tónlistarlífi um nokkurra
ára skeið en sveitin tengdist útgáfu-
fyrirtækinu Smekkleysu sem hafði
á sínum snærum sveitir á borð við
Sykurmolana, HAM auk fjölda ann-
arra listamanna. Hljómsveitin hit-
aði m.a. upp fyrir Sykurmolana á
tónleikaferðalögum erlendis og
smáskífa þeirra var valin smáskífa
vikunnar í breska tónlistartímarit-
inu NME árið 1989.
Sigurður Guðmundsson, gítar-
leikari sveitarinnar, hefur aldrei
sótt hátíðina en hlakkar mikið til
og segist hafa heyrt gott eitt um
hana. „Við spiluðum mikið fyrir
vestan í gamla daga og líkar mjög
vel þar. Aðstandendur hátíðarinnar
eru líka toppfólk, við hefðum ekki
nennt þessu fyrir hvern sem er.
Við erum aðeins byrjuð að æfa og
erum að rifja upp lögin. Lagalist-
inn er ekki alveg ákveðinn en hann
miðast helst við hvernig gengur að
æfa og hvað okkur finnst skemmti-
legast.“
Óþolandi hljÓmsveit
Árin 1987-1992 voru blómatími
Risaeðlunnar. Meðlimir voru dug-
legir að spila á tónleikum og æfðu
stíft. Að sögn Sigurðar skemmtu
þau sér konunglega á þessum tíma
og hljómsveitin fékk yfirleitt mjög
góða dóma. „Eftirminnilegustu
plötudómar áranna voru sennilega
frá Japan og dagblaðinu Degi á Ak-
ureyri. Þessi frá Japan var náttúru-
lega óskiljanlegur, því þá var ekk-
ert Google Translate til, en okkur
var sagt að hann væri góður. Þessi
frá Degi á Akureyri var skemmti-
legur því að gagnrýnandanum
fannst hljómsveitin óþolandi.“
Eftirminnilegast þótti honum
tónleikaferðirnar til Bandaríkj-
anna og þegar sveitin hitaði upp
fyrir Sykurmolana í Evrópu. Í
júlímánuði árið 1989 var fjögurra
laga plata sveitarinnar, samnefnd
sveitinni, valin smáskífa vikunnar
í hinu virta breska tónlistartíma-
riti NME. „Það kom skemmtilega á
óvart þar sem þetta var ekki smá-
skífa, í mínum skilningi alla vega.
Þessu fylgdi heilsíðuviðtal í NME
og einhverjir blaðamenn og ljós-
myndarar væfluðust til Íslands og
tóku af okkur myndir. Þetta var yf-
irleitt skemmtilegt, þó þessir blaða-
menn hafi verið misskemmtilegir.
Við vorum frekar róleg yfir þessu
og kærulaus.“
Auk Sigurðar eru meðlimir Risa-
eðlunnar, sem spila á Aldrei fór ég
suður, þau Magga Stína, sem spil-
ar á fiðlu og syngur, Halldóra Geir-
harðsdóttir, sem spilar á saxófón
og syngur líka, Ívar Ragnarsson
á bassa og Þórarinn Kristjánsson
sem leikur á trommur. Aðrir með-
limir sveitarinnar, sem stoppuðu
styttra við á þessum árum, voru
Valur Gautason trommuleikari,
Margrét Örnólfsdóttir hljómborðs-
leikari og Hreinn Stephensen sem
spilaði á harmonikku og gítar.
Ætluðu aldrei að spila aftur
Um 20 ár eru síðan Risaeðlan hélt
síðast hefðbundna tónleika en með-
limir sveitarinnar komu þó fram á
50 ára afmæli Árna Matthíassonar,
blaðamanns á Morgunblaðinu, árið
2007. Árni var einn þeirra fjöl-
miðlamanna sem voru hvað dug-
legastir við að koma Risaeðlunni á
framfæri á sínum tíma.
En hvers vegna endurkoma
núna? „Einhver frá Aldrei fór ég
suður hafði samband við Möggu
Stínu og spurði hvort við vildum
vera með. Hún spurði okkur og
allir sögðu já sem er merkilegt
því það hafði aldrei verið ætlun-
in að koma saman aftur og í raun-
inni heldur ekki ákveðið að gera
það ekki. Aðalástæðan fyrir þess-
ari endurkomu er nú samt senni-
lega að við vorum beðin um að
vera með, ég held að enginn hafi
spurt okkur áður. Kannski hefð-
um við verið löngu búin að þessu
ef einhver hefði bara spurt fyrr.
Engir frekari tónleikar eru fyrir-
hugaðir og örugglega ekki upptök-
ur. Þetta var bara svona kærkom-
ið tækifæri sem kom upp, að hittast
og fara vestur og spila.“
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég
suður er nú haldin í þrettánda
skiptið og fer fram dagana 24.-27.
mars. Nánari upplýsingar má finna
á www.aldrei.is. Síðustu plötu sveit-
arinnar, Efta!, sem kom út árið
1996, má nálgast ókeypis á Spotify
en hún inniheldur bæði lög af eldri
plötum auk áður óútgefinna laga.
Við erum aðeins
byrjuð að æfa og
erum að rifja upp lögin.
Lagalistinn er ekki alveg
ákveðinn en hann miðast
helst við hvernig gengur
að æfa og hvað okkur
finnst skemmtilegast.
Sigurður Guðmundsson
„Aðstandendur hátíðarinnar eru líka toppfólk, við hefðum ekki nennt þessu fyrir
hvern sem er,” segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur Risaeðlunnar. MYND/STEFÁN
frekar rÓlegur og
kÆrulaus hÓpur
Risaeðlan heldur sína fyrstu tónleika í 20 ár þegar sveitin kemur fram
á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í næsta mánuði á Ísafirði. Engir
frekari tónleikar eru fyrirhugaðir eða upptökur á nýju efni til útgáfu.
Magga Stína (t.v.) og Halldóra Geirharðsdóttir. MYND/JóHANN A. KRiSTJÁNSSoN
LAGERSALA
AÐEINS ÞESSA HELGI!
laugardag 11-17
sunnudag 13-17
Undirföt-Sundföt-
Náttföt-Sloppar..
Bláu húsunum við Faxafen.2x30
365.is Sími 1817
Hæfileikaríkt fólk á öllum aldri stígur á svið í Ísland Got
Talent. Hvaða atriði ná að hrífa Ágústu Evu, Dr. Gunna,
Jakob Frímann og Mörtu Maríu næst? Vertu með í
veislunni á sunnudagskvöldum á Stöð 2.
Á SUNNUDAGSKVÖLDUM
STJÖRNURNAR
SKÍNA SKÆRT
FÁRÁNLEGA
FLOTTUR PAKKI
Með Skemmtipakkanum fylgja sex
sjónvarpsstöðvar. Spennandi
íslenskir og erlendir þættir,
kvikmyndir og vandað talsett
barnaefni. Að auki fá áskrifendur
internet, heimasíma, Stöð 2
Maraþon og aðild að Vild.*
Með því að greiða 1.990 kr.
aukalega færðu endalaust tal og
1 GB í GSM.
SKEMMTIPAKKINN
Aðeins 310 kr. á dag
FÁÐU ÞÉR
ÁSKRIFT
á 365.is
*20 GB í interneti og 100 mín. í heimasíma á 0 kr. Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.
Nánari upplýsingar á 365.is
SUNNUDAGA KL. 19:10
6 FóLK Helgin 13. febrúar 2016