Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 48
| AtvinnA | 13. febrúar 2016 LAUGARDAGUR10
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auglýsir laust starf mannauðsstjóra.
Mannauðsstjóri heyrir undir sviðsstjóra rekstrar og upplýsingatækni, en sviðið er stoðsvið fagsviða safnsins.
Mannauðsstjóri situr í framkvæmdaráði safnsins og tekur þátt í almennri stefnumótun. Hann ber ábyrgð á fram-
kvæmd og eftirfylgni mannauðsmála, s.s. starfsþróun og fræðslu, ráðningum, kjaramálum og velferðarmálum, og
veitir stjórnendum og starfsfólki ráðgjöf og stuðning.
Helstu verkefni
• Náið samstarf við landsbókavörð og sviðs stjóra
um mannauðstengd mál
• Ábyrgð á launavinnslu, kjaramálum og
framkvæmd stofnanasamninga
• Umsjón með starfsþróun og fræðslu
• Umsjón með ráðningum, starfslýsingum,
starfsmati og frammistöðumati
• Umsjón með innri vef og starfsmanna handbók
• Eftirlit með vinnuyfirlitum, fjarvistum og
orlofstöku
• Önnur verkefni sem tengjast innra starfi
safnsins
Menntunar– og hæfniskröfur
• Háskólapróf á sviði mannauðsmála
• Reynsla af mannauðsstjórnun og helstu
verkefnum æskileg
• Þekking á kjarasamningum og reynsla af túlkun
þeirra er æskileg
• Reynsla af launavinnslu og Vinnustund er kostur
• Mjög mikil færni í mannlegum samskiptum
• Mikil tölvufærni
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Góð skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Mjög góð íslenskukunnátta og hæfni í miðlun
upplýsinga
Mannauðsstjóri
Um er að ræða 100% starf. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2016.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður (iss@landsbokasafn.is)
og Edda G. Björgvinsdóttir, sviðsstjóri rekstrar og upplýsingatækni (edda@landsbokasafn.is)
Sótt er um starfið rafrænt á vef Landsbókasafns, www.landsbokasafn.is, undir Bókasafnið > Laus störf.
Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn | Þjóðarbókhlöðunni | s. 525-5600 | www.landsbokasafn.is
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er í forystu um öflun,
varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun. Í safninu starfa 80 manns.
VIÐ ÓSKUM EFTIR YFIRÞJÓNI Á VEITINGASTAÐ
Viðkomandi þarf að hafa menntun og/eða reynslu sem
þjónn, hafa áhuga og metnað fyrir því að fullkomna upplifun
gesta Nauthóls. Vera jákvæður og skipulagur leiðtogi sem
skarar framúr í mannlegum samskiptum. Framtíðarstarf.
ÞJÓNAR Í SAL ÓSKAST
Óskum eftir þjónum í sal. Um ræðir fullt starf og hlutastörf.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu, sé jákvæður,
brosmildur og 25 ára eða eldri. Framtíðar– og sumarstörf.
VIÐ ÓSKUM EFTIR MATREIÐSLUKONU/MANNI
Ef þú hefur reynslu af - a la carte - þá ert þú rétti aðilinn í
eldhústeymið okkar! Framtíðarstarf.
AÐSTOÐ Í ELDHÚSI
Óskum einnig eftir aðstoðarfólki í eldhús. Viðkomandi þarf
að hafa reynslu og áhuga á matargerð. Framtíðarstarf.
Áhugasamir vinsamlegast sendið inn umsókn ásamt
ferilskrá á saeunn@nautholl.is fyrir 28.febrúar nk.
ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?
Þekking á stangveiði ,stundvísi og góð
framkoma skilyrði.
Vinsamlegst sendið ferilsskrá á netfangið
zircon@simnet.is
Starfsmaður í óskast í veiðibúð
VÉLVIRKI
ÓSKAST Á ATVINNUTKÆJAVERKSTÆÐI
Vegna aukinna umsvifa erum við að leita
að öflugum liðsmanni í okkar góða hóp
starfsmanna Volvo atvinnutækja.
Spennandi og fjölbreytt starf fyrir duglegan
og metnaðarfullan einstakling.
Stutt lýsing á starfi:
- Greina bilanir og þjónusta við vinnuvélar/
bátavélar og önnur tæki sem koma inn til
þjónustu.
Hæfniskröfur:
- Réttindi í bifvélavirkjun, vélvirkjun, vélstjórn
og/eða sambærileg reynsla.
- Rafmagnskunnátta kostur
- Gilt bílpróf, vinnuvélaréttindi kostur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Hafa ríka þjónustulund
- Vera áhugasamur og áreiðanlegur
- Stundvísi
- Geta sýnt frumkvæði í starfi
- Grunnþekking á tölvur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Kynntu þér starfið nánar og sæktu um í dag
á volvoce.is
Nánari upplýsingar gefur Jóhann Rúnar
Ívarsson í síma 515 7072
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2016
BRIMBORGAR Í REYKJAVÍK
STARFSSVIÐ:
n Sala og innkaup varahluta
n Tilboðsgerð
n Greining viðskiptatækifæra
n Þjónusta við erlenda viðskiptavini
HÆFNISKRÖFUR:
n Menntun sem nýtist í starfi
n Áhugi á flugstarfsemi
n Góð enskukunnátta
n Góð tölvukunnátta
n Lögð er rík áhersla á sjálfstæð
og öguð vinnubrögð
Nánari upplýsingar veita:
Einar Már Guðmundsson I einarmg@its.is
Steinunn Una Sigurðardóttir I unasig@icelandair.is
+ Umsóknir, ásamt ferilskrá, óskast fylltar út eigi
síðar en 25. febrúar 2016 á vefsíðunni:
www.icelandair.is/umsokn
SÖLUSTJÓRI
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
7
84
66
0
2/
16
ITS, tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli, leitar að öflugum liðsmanni til að starfa
í varahlutadeild fyrirtæksins.
Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum og geta unnið sem hluti af heild í
síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.