Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 54

Fréttablaðið - 13.02.2016, Side 54
| AtvinnA | 13. febrúar 2016 LAUGARDAGUR16 Ertu að leita að talent? Við finnum starfsmanninn fyrir þig lind@talent.is bryndis@talent.is www.talent.is | talent@talent.is Lagerstarfsmaður óskast Slippfélagið ehf auglýsir eftir lagerstarfsmanni í fullt starf sem þarf að geta hafið starf sem fyrst. Einnig vantar sumarstarfsmann á lager. Umsóknir sendist á arnlaugur@slippfélagid.is © 2016 Ernst & Young ehf. A ll R ights Reserved. Ernst & Young óskar eftir vönum bókara Um fjölbreytt verkefni er að ræða og þarf viðkomandi að hafa frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt og hafa ríka þjónustulund. Um 100% starf er að ræða. Hæfniskröfur ► Mikil reynsla af bókhaldsstörfum ► Góð þekking á dk bókhaldskerfi kostur en ekki skilyrði ► Enskukunnátta og kunnátta í excel ► Nákvæm og öguð vinnubrögð ► Kostur ef umsækjandi er viðurkenndur bókari Forsenda fyrir gæðum og faglegum vinnubrögðum er að starfsfólki líði vel bæði á vinnustað og utan hans. Við erum sveigjanleg og reynum að koma til móts við ólíkar þarfir starfsmanna vegna vinnu og frítíma. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið hildur.palsdottir@is.ey.com EY er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki með um 212.000 starfsmenn í 150 löndum. www.ey.is E N N E M M / S ÍA / N M 7 3 5 10 Samskip eru flutningafyrirtæki með starfsstöðvar víða um heim. Starfsfólk Samskipa býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf og heildarlausnir á sviði flutninga- og flutningatengdrar þjónustu. Við höfum á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks sem vinnur ávallt með frumkvæði, samheldni og þekkingu að leiðarljósi. Öryggis- og heilbrigðismál starfsfólks eru í fyrirrúmi og bjóðum við upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu. Samskip óska eftir kraftmiklu sumarstarfsfólki í fjölbreytt störf á öflugum vinnustað, sem mun skila starfsmönnum lærdómsríkri reynslu sem nýtist til framtíðar. Störfin eru í vöruhúsum okkar, í frystivörugeymslu, á bílavelli, skipaafgreiðslu og störf bílstjóra í akstur flutningabíla. Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í a.m.k.tvo og hálfan mánuð. Starfsmenn Samskipa þurfa að hafa metnað til að takast á við krefjandi verkefni og ná framúrskarandi árangri. · Gerð er krafa um sterka öryggisvitund, góða ástundun og samviskusemi · Starfsmenn skulu búa yfir lipurð í þjónustu og samskiptum · Starfsmenn verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreina sakaskrá > Sumarstörf á athafnasvæði Samskipa Áhugasamir, konur jafnt sem karlar, eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Athugið að starf bílstjóra krefst meiraprófs og ADR réttindi eru kostur. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2016 Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum vefsíðu okkar www.samskip.is og óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn. Sérfræðingur á sviði stefnumótunar og fjármála Utanríkisráðuneytið óskar að ráða sérfræðing til starfa á rekstrar- og þjónustuskrifstofu. Meðal verk- efna skrifstofunnar eru fjármál og rekstur utanríkis- þjónustunnar, þ.m.t. fjárlagagerð, framkvæmd fjár- laga og áætlanagerð fyrir aðalskrifstofu ráðuneytisins og sendiskrifstofur. Hún hefur auk þess umsjón með bókhaldi, húsnæðismálum ráðuneytisins og send- iskrifstofa, öryggismálum utanríkisþjónustunnar, fjarskiptamálum og tölvukerfum. Borgaraþjónusta ráðuneytisins og þýðingamiðstöð heyra einnig undir skrifstofuna. Framundan eru krefjandi verkefni í fjárhagsáætlana- gerð og stefnumótun sem tengjast innleiðingu nýrra laga um opinber fjármál. Starfssvið • Stefnumótun og áætlanagerð í málaflokkum ráðuneytisins í samstarfi við skrifstofur þess. • Fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga • Ritun greinargerða um fjármál og rekstur ráðuneytisins og upplýsingagjöf • Önnur tilfallandi verkefni á sviði skrifstofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólagráða í viðskiptafræði, hagfræði og/eða fjármálum og rekstri, meistaragráða er skilyrði • Þekking á sviði áætlanagerðar, stefnumótunar og markmiðasetningar • Þekking í gerð fjármálaáætlana og greiningarvinnu • Þekking á opinberri stjórnsýslu • Kunnátta til að greina og miðla tölulegum upplýs- ingum með greinargóðum og skýrum hætti. • Góð almenn tölvufærni, einkum í Excel • Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumála- kunnátta er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt við- mót • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnu- brögðum, auk hæfileika til að taka virkan þátt í teymisvinnu. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Starfið er háð flutn- ingsskyldu í utanríkisþjónustunni skv. 10. gr. laga nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2016. Umsóknir skulu berast á netfangið umsokn@mfa.is, merkt „Sérfræðingur, stefnumótun og fjármál, 2016“. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veita Helga Hauksdóttir (helga. hauksdottir@utn.stjr.is) og Anna Ósk Kolbeinsdóttir (anna.osk.kolbeinsdottir@utn.stjr.is).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.