Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 62
Volcaho Huts óskar eftir að ráða metnaðarfullan
og hugmyndaríkan kokk ásamt starfsfólki í eldhús
Kokkur er ábyrgur fyrir rekstri eldhúss og
þjónustu við viðskiptavini á veitingastað
LavaGrill Restaurant & Bar. Kokkur ber
ábyrgð á framreiðslu máltíða, samskiptum
við birgja auk verkstjórnar í eldhúsi.
Ráðningartími er frá byrjun maí til loka
september.
Starfslýsing
Kokkur og aðstoðarfólk í eldhúsi vinnur samkvæmt vaktafyrirkomulagi með góðum fríum
á milli vakta. Volcano Huts sér um húsnæði fyrir starfsfólk á vinnutíma.
Ef þú ert kokkur eða hefur áhuga á að starfa sem aðstoðarmaður kokks og langar að
upplifa sumarstarf á einstökum stað þá langar okkur að sjá umsókn frá þér.
Umsóknir merktar „kokkur“ eða „aðstoð í eldhúsi“ ásamt ferilskrá og upplýsingum
um umsagnaraðila sendist á job@volcanohuts.com fyrir 22. febrúar 2016.
Öllum umsækjendum verður svarað.
Volcano Huts er þjónustufyrirtæki í Húsadal í Þórsmörk sem býður
upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga.
Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda
á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili
eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.
V
O
L C
A N O H UT
S
Þ Ó R S M Ö R
K
Ert þú framúrskarandi kokkur?
Volcano Huts óskar eftir að ráða metnaðarfullan
og hugmyndaríkan kokk ásamt starfsfólki í eldhús
Einnig óskum við eftir umsóknum um störf
aðstoðarfólks í eldhúsi sem getur unnið
með kokki og leyst hann af í vaktafríum.
Ráðningartími er frá miðjum maí til
byrjun september.
Nánari upplýsingar: volcanohuts.com | volcanohuts@volcanohuts.com | sími: 552 8300
Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | www.hr.is
Starfssvið
• Umsjón með námsbrautinni í nánu samstarfi við
forstöðumann BSc-náms í viðskiptafræði við Háskólann
í Reykjavík
• Kennsla í a.m.k. einu námskeiði
• Samþætting námskeiða og verkefnavinnu
• Umsjón með lokaverkefnavinnu nemenda
• Tengiliður við fulltrúa atvinnulífs og þátttaka í kynningu
á náminu í samvinnu við fyrirtæki, stofnanir, fagfélög og
aðra hagsmunaaðila
• Aðstoð við nemendur
Hæfniskröfur
• MSc-gráða í viðskiptafræði, sjávarútvegsfræði eða
tengdum greinum
• Reynsla af kennslu á háskólastigi og leiðsögn nemenda
er æskileg
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og
sjálfstæði í starfi
Haftengd nýsköpun
Umsjónarmaður námsbrautar í Vestmannaeyjum
Háskólinn í Reykjavík leitar að einstaklingi til að hafa umsjón með námsbraut fyrir diplómanám í haftengdri
nýsköpun í Vestmannaeyjum. Starfið felur í sér umsjón með námsbrautinni, faglegri framkvæmd kennslu og
verkefnavinnu nemenda.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2016.
Nánari upplýsingar veita Hrefna Sigríður Briem (hrefnab@ru.is), forstöðumaður BSc-náms í viðskiptafræði, og Sigríður
Elín Guðlaugsdóttir (ellasigga@ru.is), mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í
Reykjavík, radningar.hr.is. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með
siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild
og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á
þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3800 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir
starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.
Hæfniskröfur:
Ekki sækja um ef þú ert:
Faglærður bifvélavirki
Rík þjónustulund
Finnst gaman að vera í vinnunni
Ekki faglærður bifvélavirki
Fúll á móti
Átt erfitt með að umgangast fólk
Borgartúni / Holtagörðum / Reykjavíkurvegi / Akureyri / Sími 414 9900
Nánari upplýsingar veitir Birgir Hákonarson í síma 665-9900
Umsókn með upplýsingum um menntun og reynslu skal
skila á netfangið birgir@tekkland.is fyrir 19. febrúar 2016
BIFVÉLAVIRKI
ÓSKAST
Tékkland bifreiðaskoðun óskar eftir
bifvélavirkja til að annast almenna
bifreiðaskoðun á höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarf kemur til greina.
Verslunarstjóri í Hríseyjarbúðinni
Hríseyjarbúðin auglýsir eftir áhugasömum og metnaðar-
fullum aðila í 100 % starf til að sjá um daglegan rekstur
búðarinnar, póstafgreiðslu og póstútburð.
Hríseyjarbúðin er stofnuð í júní 2015 er í eigu 55 einkaað-
ila og fyrirtækja. Í Hrísey er leik- og grunnskóli, íþróttahús
og sundlaug, fiskvinnsla og fleiri smá fyrirtæki.
Samfélagið er lítið en þar er kyrrð og fegurð.
Hríseyjarferjan Sævar gengur alla daga vikunnar, 9 ferðir
á dag og tekur siglingin aðeins 15. mínútur.
Nánari upplýsingar um Hrísey má sjá á www.hrisey.is
Áhugasamir sendi póst á hrisey@hrisey.net
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi þar sem
umsækjandi rökstyður hæfni sína til rekstrar berist á
netfangið hrisey@hrisey.net
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2016.
Útkeyrsla, sala og áfylling
Hlutastarf – afleysing í eitt ár
Heildverslun með snyrtivörur óskar eftir
starfsmanni til afleysingar í eitt ár.
Starfið felst í útkeyrslu, sölu og áfyllingu í verslanir á
höfuðborgarsvæðinu. Góð íslensku-, ensku- og tölvu-
kunnátta nauðsynleg og þarf að sjálfsögðu að hafa bílpróf.
Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum starfsmanni
í afleysingu í eitt ár.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til box@frett.is
fyrir 20. febrúar 2016 merkt Útkeyrsla-0602