Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 89

Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 89
Fyrirtækið býður upp á vélar sem eru einfaldar og öruggar í notkun og sjáum við um flutniga á vélunum til og frá leigustað. Algengt er að tækin séu leigð mann- laus en við komum einnig á staðinn og vinnum verkið sjálfir fyrir fólk sé þess óskað,“ Gísli Jónsson Hjá Gísla Jónssyni ehf. er hægt að fá leigðar vinnuvélar til lengri eða skemmri tíma. Starfsfólk fyrirtæk- isins kappkostar að veita úrvals þjón- ustu með tryggum tækjakosti. Eig- andi og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins er Gísli Jónsson og hefur hann rekið fyrirtækið frá árinu 1995. Fyrir tækið er staðsett á Akranesi, nánar tiltekið að Ægisbraut 11 og 13. Stöðugildi eru að jafnaði fimm og hefur fyrirtækið yfir að ráða fjölda tækja til ýmissa nota. „Fyrirtækið býður upp á vélar sem eru einfaldar og öruggar í notk- un og sjáum við um flutninga á vél- unum til og frá leigustað. Algengt er að tækin séu leigð mannlaus en við komum einnig á staðinn og vinnum verkið sjálfir fyrir fólk sé þess óskað,“ segir Gísli og bætir við að á meðal tækjakosts fyrirtækisins séu vinnulyftur, spjótlyftur og skæra- lyftur, inni- og útilyftur, lyftarar og skotbómulyftarar svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum með vinnulyft- ur sem fara allt upp í fjörutíu metra hæð. Við erum með spjótlyftur sem eru gríðarlega öflugar og hraðvirk- ar og henta mjög vel í nær öll verk utandyra. Minnstu vélarnar henta til dæmis vel til viðgerða á íbúðar- húsum. Einnig erum við með gott úrval af skæralyftum, bæði inni- og útilyftum. Við erum líka með skot- bómulyftara sem nýtast vel á stórum byggingasvæðum – sama hvert um- fangið er, þá eigum við til tæki sem nýtast í hvaða verk sem er.“ Starfsmenn Gísla Jónssonar ehf. taka einnig að sér að sjá um snjó- ruðning og hreinsun fyrir einka- aðila, fyrirtæki, húsfélög, stofnanir og bæjarfélög, og sjá líka um hálku- vörn í formi salts eða sands. Á sumr- in taka þeir að sér slátt og sjá þeir meðal annars um allan slátt fyrir Akraneskaupstað. Gísli segir að þeir séu einnig með gröfur og taki að sér smærri verkefni. „Auk alls þessa erum við með dráttarbíla sem henta í hvers kyns verkefni, þar á meðal bílaflutninga innan- og utanbæjar og erum við með vakt allan sólar- hringinn.“ Gísli ítrekar að fyrirtæk- ið kappkosti að veita viðskiptavinum snögga, góða og örugga þjónustu Úrvals þjónusta og tryggur tækjakostur Hægt er að fá vinnulyftur, lyftara og gröfur leigðar hjá Gísla Jónssyni ehf. sem henta í hvers kyns verkefni. Algengt er að tækin séu leigð mannlaus en starfsmenn fyrirtækisins geta einnig komið á staðinn. Starfsfólk Gísla Jónssonar ehf. veitir fljóta og góða þjónustu. Starfsmenn Gísla Jónssonar ehf. leysa hin ýmsu verkefni fljótt og vel af hendi. Meðal annars sjá þeir um snjóruðning og hreinsun og hvers konar flutninga. Hjá fyrirtækinu má einnig fá leigð hin ýmsu tæki, svo sem skæralyftur. Árið 1902 höfðu 65 skýjakljúfar risið í New York. Galdurinn á bak við hæðina voru framfarir í bygg- ingatækni og burðarþol eldþolinna járnbita sem húsin voru byggð á. Járngrindurnar gátu teygt sig tugi og hundruð metra upp í loft. Áður þurfti neðsta hæðin að bera uppi allan þungann og ef veggirnir áttu ekki að vera þeim mun þykkari og voldugri gat húsið ekki orðið marg- ar hæðir. Fyrstu háhýsin risu í borgunum Chicago og New York eftir árið 1880 og 1888 var farið að kalla þau skýja- kljúfa. Þeir smiðir og verkamenn sem unnu að byggingu skýjakljúfanna unnu við ævintýralegar aðstæð- ur, hundruð metra yfir jörðu og án alls öryggisbúnaðar. Það þurfti að- eins eitt skref á skjön og menn létu lífið við byggingu háhýsanna. Þess utan var oft gífurleg pressa sett á verkið þegar keppni varð milli eig- enda húsanna um hver yrði fyrstur að opna fyrir gestum, eða hver gæti reist hæsta turninn. Margar magnaðar ljósmyndir eru til af störfum þessara manna með oft ansi einfaldan búnað, stálvír, króka og talíu til að lyfta þungum járnbitum. Á sumum þeirra má þó sjá verkamennina bregða á leik í há- loftunum. Lofthræðsla hefur ekki hrjáð þá alla en þó er ekki erfitt að ímynda sér að hræðsla hafi sagt til sín, til dæmis ef hvasst var í veðri. Þá voru indíánar látnir vinna við byggingu skýjakljúfa þar sem talið var að þeir gætu ekki orðið loft- Ofurhugar fyrstu skýjakljúfanna Vinnuaðstæður þeirra sem byggðu fyrstu skýjakljúfana í Bandaríkjunum á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu voru oft ævintýralegar. Margar magnaðar myndir sýna verkamennina hanga utan á háhýsunum sem risu í bæði New York og Chicago á þessum árum, hundruð metra fyrir ofan jörð. Notkun öryggislína var sjaldgæf sjón og oft mikil pressa á að ljúka byggingu á undan öðrum. Stálbita komið á sinn stað, nánast með handafli. Aðstæður verkamann- anna sem unnu að byggingu fyrstu skýjakljúfanna voru oft ævintýralegar. Myndin er tekin í New York 1922. Lofthræðslan hefur ekki hrjáð alla, þarna er brugðið á leik á stálbita sem hangir í stálvírum. Myndin er tekin í kringum 1930. NOrdicpHOtOS/GettY Byggingarverkamenn að störfum hátt yfir húsþökum New York-borgar árið 1925. Singer-byggingin sést í bakgrunni. NOrdicpHOtOS/GettY hræddir. Staðreyndin var hins vegar sú að þeir urðu jafn hræddir og aðrir en það samræmdist ekki menningu þeirra að sýna það. Áður en skýjakljúfar komu til sögunnar þýddu efri hæðir þramm upp margar tröppur. Jarðhæðin og neðstu hæðirnar voru því dýrastar í leigu en ódýrara varð eftir því sem ofar dró. Eftir að Otis-lyftan varð að veruleika árið 1852 snerist þetta við. Efsta hæðin (e. penthouse) varð dýrust. heimild: wikipedia.org og history.co.uk. MYNd/SKeSSUHOrN Kynningarblað ViNNULYFtUr, KrANAr OG pALLAr 13. febrúar 2016 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.